Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar 15. mars 2025 21:01 Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel, þar sem löggjafarstarf fólst í að innleiða tilskipanir erlends konungsvalds samhliða því að kveða upp harða dóma yfir smælingjum sem í neyð sinni höfðu tekið snæri eða fiskroð sér til lífsbjargar. Um þetta má lesa í alþingisbókum sem til eru á prenti og víða aðgengilegar. Niðurlæging Sovét-„lýðveldanna“ á 20. öld birtist daglega í lyginni um að þau væru sjálfstæð og lýðræðisleg, því þjóðþing þeirra voru innantómar skeljar og öll raunveruleg völd voru í höndum kommúnistaflokksins sem var undir stjórn Moskvu. Ef leiðtogar þessara þjóða sýndu óhlýðni, sbr. t.d. Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968, gripu Sovétríkin til hernaðaríhlutunar. Þjóðþingin, eins og Volkskammer í Austur-Þýskalandi eða Sejm í Póllandi, settu vissulega lög, en þau voru öll ákveðin af valdaflokknum, sem hélt um alla þræði og gætti þess að engir utanaðkomandi óþægilegir menn kæmust nærri þessu valdi. Umræður voru táknrænar og andstöðuatkvæði höfðu engin raunveruleg áhrif. Þessi ríki gátu státað af fallegum stjórnarskrárákvæðum um lýðræði og mannréttindi, en í raun voru öll völd í höndum lokaðrar flokks-klíku, sem hafði meiri áhuga á að verja eigin hagsmuni en hagsmuni almennings. Dómstólar voru ekki sjálfstæðir og voru notaðir til að þagga niður í stjórnarandstæðingum. Ritskoðun var algjör og fjölmiðlar voru notaðir sem áróðurstæki. Saga þjóðanna var endurskrifuð til að samræmast hugmyndum valdhafa og eyða þjóðlegum hefðum sem gengu gegn ríkjandi hugmyndafræðilegri kreddu. Í stuttu máli höfðu þessi ríki ásýnd sjálfstæðra ríkja með sínar eigin ríkisstjórnir, en í reynd voru þær aðeins leppstjórnir, framlenging á valdinu í Moskvu. Allt framangreint kemur upp í hugann þegar skoðuð er mynd af embættismönnunum í sameiginlegu EES nefndinni sem fyrr í þessari viku hittust til að „segja JÁ“ (aldrei „NEI“) við þykkum bunka af regluverki frá valdinu í Brussel, en samtals voru í bunkanum 79 reglugerðir og tilskipanir frá ESB. Í framhaldinu verða sumar þeirra sendar Alþingi til samþykktar, formsins vegna, en aðrar þurfa engan gúmmístimpil þaðan. Hvert er þá hlutverk Alþingis í þessu ferli? Getur það neitað að samþykkja? Í leit að svörum er nærtækast að rifja upp hvað sagt var þegar þriðji orkupakkinn barst Alþingi til samþykktar árið 2019: Þá var sagt „útilokað“ að Íslendingar gætu fengið undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. Í viðtali við Rúv bætti fræðimaður í Evrópurétti við: „Það er náttúrulega nú þegar búið að semja á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafarinnar í EES-samninginn og við fengum ákveðnar undanþágur“ [...]] „Það myndi því ekki skila neinu að senda málið aftur þangað.“ Þarna er verið að lýsa mulningsvél, en ekki sjálfstæðu, lýðræðislegu lagasetningarferli. Mikilvægt er að rifja þetta upp núna þegar Alþingi hyggst samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35, sem gerir varnir Íslands enn veikari en áður og mun auðvelda umbyltingu raforkumarkaðar hérlendis með stórfelldi hækkun raforkuverðs til heimila og fyrirtækja, en þegar munu vera komnar fram 36 eða 37 umsóknir um vindorkugarða víðsvegar um landið og allir þessir garðar nema 2 munu verða í eigu erlendra aðila. Í þessu ljósi er mögulega hægt að ímynda sér hvaðan þrýstingurinn kemur á alþingismenn að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst. Ásýnd Íslands mun breytast hratt þegar farið verður að „teppaleggja“ landið með vindorkugörðum. Fjárfestar og erlend stórfyrirtæki munu hagnast en lífskjör almennings skerðast, „þökk“ sé kjörnum þingfulltrúum þessa sama almennings. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Evrópusambandið EES-samningurinn Þriðji orkupakkinn Bókun 35 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel, þar sem löggjafarstarf fólst í að innleiða tilskipanir erlends konungsvalds samhliða því að kveða upp harða dóma yfir smælingjum sem í neyð sinni höfðu tekið snæri eða fiskroð sér til lífsbjargar. Um þetta má lesa í alþingisbókum sem til eru á prenti og víða aðgengilegar. Niðurlæging Sovét-„lýðveldanna“ á 20. öld birtist daglega í lyginni um að þau væru sjálfstæð og lýðræðisleg, því þjóðþing þeirra voru innantómar skeljar og öll raunveruleg völd voru í höndum kommúnistaflokksins sem var undir stjórn Moskvu. Ef leiðtogar þessara þjóða sýndu óhlýðni, sbr. t.d. Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968, gripu Sovétríkin til hernaðaríhlutunar. Þjóðþingin, eins og Volkskammer í Austur-Þýskalandi eða Sejm í Póllandi, settu vissulega lög, en þau voru öll ákveðin af valdaflokknum, sem hélt um alla þræði og gætti þess að engir utanaðkomandi óþægilegir menn kæmust nærri þessu valdi. Umræður voru táknrænar og andstöðuatkvæði höfðu engin raunveruleg áhrif. Þessi ríki gátu státað af fallegum stjórnarskrárákvæðum um lýðræði og mannréttindi, en í raun voru öll völd í höndum lokaðrar flokks-klíku, sem hafði meiri áhuga á að verja eigin hagsmuni en hagsmuni almennings. Dómstólar voru ekki sjálfstæðir og voru notaðir til að þagga niður í stjórnarandstæðingum. Ritskoðun var algjör og fjölmiðlar voru notaðir sem áróðurstæki. Saga þjóðanna var endurskrifuð til að samræmast hugmyndum valdhafa og eyða þjóðlegum hefðum sem gengu gegn ríkjandi hugmyndafræðilegri kreddu. Í stuttu máli höfðu þessi ríki ásýnd sjálfstæðra ríkja með sínar eigin ríkisstjórnir, en í reynd voru þær aðeins leppstjórnir, framlenging á valdinu í Moskvu. Allt framangreint kemur upp í hugann þegar skoðuð er mynd af embættismönnunum í sameiginlegu EES nefndinni sem fyrr í þessari viku hittust til að „segja JÁ“ (aldrei „NEI“) við þykkum bunka af regluverki frá valdinu í Brussel, en samtals voru í bunkanum 79 reglugerðir og tilskipanir frá ESB. Í framhaldinu verða sumar þeirra sendar Alþingi til samþykktar, formsins vegna, en aðrar þurfa engan gúmmístimpil þaðan. Hvert er þá hlutverk Alþingis í þessu ferli? Getur það neitað að samþykkja? Í leit að svörum er nærtækast að rifja upp hvað sagt var þegar þriðji orkupakkinn barst Alþingi til samþykktar árið 2019: Þá var sagt „útilokað“ að Íslendingar gætu fengið undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. Í viðtali við Rúv bætti fræðimaður í Evrópurétti við: „Það er náttúrulega nú þegar búið að semja á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafarinnar í EES-samninginn og við fengum ákveðnar undanþágur“ [...]] „Það myndi því ekki skila neinu að senda málið aftur þangað.“ Þarna er verið að lýsa mulningsvél, en ekki sjálfstæðu, lýðræðislegu lagasetningarferli. Mikilvægt er að rifja þetta upp núna þegar Alþingi hyggst samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35, sem gerir varnir Íslands enn veikari en áður og mun auðvelda umbyltingu raforkumarkaðar hérlendis með stórfelldi hækkun raforkuverðs til heimila og fyrirtækja, en þegar munu vera komnar fram 36 eða 37 umsóknir um vindorkugarða víðsvegar um landið og allir þessir garðar nema 2 munu verða í eigu erlendra aðila. Í þessu ljósi er mögulega hægt að ímynda sér hvaðan þrýstingurinn kemur á alþingismenn að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst. Ásýnd Íslands mun breytast hratt þegar farið verður að „teppaleggja“ landið með vindorkugörðum. Fjárfestar og erlend stórfyrirtæki munu hagnast en lífskjör almennings skerðast, „þökk“ sé kjörnum þingfulltrúum þessa sama almennings. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun