Orkupakkamálið snýst ekki um orku Þór Rögnvaldsson skrifar 2. september 2019 07:30 Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun