Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Lausafjárstaðan fer enn versnandi

Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taconic Capital bætir enn við sig í Kaupþingi

Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki styrkir þrettán nema

Öll eiga styrkþegar það sameiginlegt að vera afbragðs námsmenn en að auki hafa mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á m.a. sviði íþrótta-, lista,- og félagsmála.

Innlent
Fréttamynd

Með eitt prósent í Kviku

Fjárfestingarfélagið Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu af þeim Ívari Guðjónssyni, Baldvin Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, er komið í hóp stærstu hluthafa Kviku banka með tæplega 1,1 prósents hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts

Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Selji sig niður fyrir þriðjungshlut

Fjármálaeftirlitið hefur skyldað Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og bandaríska vogunarsjóðinn Taconic Capital til þess að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupskila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki

Fyrirtækið hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi sem viðskiptabanki til Fjármálaeftirlitsins. Horfir til hagstæðari fjármögnunar með því að fá að taka á móti innlánum. Eigandi Lykils er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner.  

Viðskipti innlent