Spá því að stýrivextir tvöfaldist fyrir árslok 2022 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2021 10:33 Hagfræðingar Íslandsbanka spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku. Þeir telja þó líklegt að hækkunarferli stýrivaxta sé að hefjast. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir eftir næstu vaxtaákvörðun bankans í næstu viku. Því er þó spáð að stýrivextirnir verði komnir í 2,0 prósent fyrir árslok 2022. Stýrivextir eru nú 1,0 prósent eftir að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí. Seðlankinn birtir ákvörðun sína um hvort stýrivextir hækki, lækki eða haldist óbreyttir næstkomandi miðvikudag. Hagfræðingar Íslandsbanka telja að vaxandi óvissa um efnahagshorfur til skemmri tíma vegna delta-afbrigðis Covid-19 vegi og þeirrar bylgju sem því hefur fylgt vegi líklega þyngra en versnandi skammtíma verðbólguhorfur í mati peningastefnunefndar bankans. Í greiningu Íslandsbanka kemur einnig fram að þó að hækkun stýrivaxta sé ólíkleg í næstu viku sé líklegt að Seðlabankinn muni stíga eitt 0,25 prósentustiga hækkunarskref fyrir áramót. Verði faraldurinn þrálátur muni það seinka stýrivaxtahækkunum Þetta sé að því gefnu að úr óvissu dragi með haustinu og að delta-afbrigðið reynist ekki verulegur dragbítur á bata ferðaþjónustunnar og hagkerfisins. „Hvort það verður í október eða nóvember ræðst væntanlega af því hversu hratt skyggnið batnar um nærhorfur í efnahagslífinu. Nóvemberhækkun er þó líklega nærtækari kostur því þá reiðir bankinn aftur fram þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem skýrari mynd verður þá vonandi komin á framgang faraldursins, “segir í greiningunni. Þá reiknar Íslandsbanki einnig með að vextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur í hverjum ársfjórðungi næstu tvö ár, þannig að fyrir árslok næsta árs verði stýrivextir 2,0 prósent. Þetta sé þó háð nokkurri óvissu og komi verulegt bakslag í efnahagsbata vegna þrálátari kórónuveirufaraldurs muni það seinka þessu ferli. Ítarlega greiningu Íslandsbanka má lesa hér. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Stýrivextir eru nú 1,0 prósent eftir að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí. Seðlankinn birtir ákvörðun sína um hvort stýrivextir hækki, lækki eða haldist óbreyttir næstkomandi miðvikudag. Hagfræðingar Íslandsbanka telja að vaxandi óvissa um efnahagshorfur til skemmri tíma vegna delta-afbrigðis Covid-19 vegi og þeirrar bylgju sem því hefur fylgt vegi líklega þyngra en versnandi skammtíma verðbólguhorfur í mati peningastefnunefndar bankans. Í greiningu Íslandsbanka kemur einnig fram að þó að hækkun stýrivaxta sé ólíkleg í næstu viku sé líklegt að Seðlabankinn muni stíga eitt 0,25 prósentustiga hækkunarskref fyrir áramót. Verði faraldurinn þrálátur muni það seinka stýrivaxtahækkunum Þetta sé að því gefnu að úr óvissu dragi með haustinu og að delta-afbrigðið reynist ekki verulegur dragbítur á bata ferðaþjónustunnar og hagkerfisins. „Hvort það verður í október eða nóvember ræðst væntanlega af því hversu hratt skyggnið batnar um nærhorfur í efnahagslífinu. Nóvemberhækkun er þó líklega nærtækari kostur því þá reiðir bankinn aftur fram þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem skýrari mynd verður þá vonandi komin á framgang faraldursins, “segir í greiningunni. Þá reiknar Íslandsbanki einnig með að vextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur í hverjum ársfjórðungi næstu tvö ár, þannig að fyrir árslok næsta árs verði stýrivextir 2,0 prósent. Þetta sé þó háð nokkurri óvissu og komi verulegt bakslag í efnahagsbata vegna þrálátari kórónuveirufaraldurs muni það seinka þessu ferli. Ítarlega greiningu Íslandsbanka má lesa hér.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04
„Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08