Viðskipti innlent

Eðvald fer fyrir nýrri deild Kviku

Eiður Þór Árnason skrifar
Eðvald Gíslason hefur lengi starfað innan fjármálageirans. 
Eðvald Gíslason hefur lengi starfað innan fjármálageirans.  Kvika.

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn forstöðumaður hagdeildar á fjármálasviði Kviku banka en deildin er ný á fjármálasviði bankans.

Eðvald kemur frá Greiðslumiðlun Íslands þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Áður starfaði hann við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit bankanum í Danmörku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Þar segir að Eðvald hafi til að mynda komið að greiningum umfangsmikilla gagnabanka, spágerð og gerð fjárhagslegra reiknilíkana.

Að sögn Kviku mun nýja deildin meðal annars bera ábyrgð á innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinni, áætlanagerð samstæðunnar, þróun stjórnendaupplýsinga og lykilmælikvarða þvert á samstæðu Kviku.

Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en hafði áður lokið B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Eðvald er giftur Huldu Júlíönu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Byko og eiga þau tvo syni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×