Spánn

Fréttamynd

Stjórnvöld verða að bjóða unglingum nautaat

Hæstiréttur Spánar segir að nautaat sé hluti af menningararfi spænsku þjóðarinnar. Þess vegna verði stjórnvöld að leyfa ungu fólki að nota menningarstyrk sem það fær við 18 ára aldur, til að að fara á nautaat. Ríkisstjórn sósíalista ákvað í fyrra að útiloka nautaat frá menningarstyrknum.

Erlent
Fréttamynd

Vestmannaeyjar héldu höfninni ólíkt blómlegasta bæ Tenerife

Hálf öld er liðin þessa dagana frá því menn hófu hraunkælingu í Heimaeyjargosinu en hún er talin hafa stuðlað að því að Vestmannaeyjahöfn varð jafnvel betri á eftir. Íbúar eins blómlegasta bæjar Tenerife voru ekki jafn heppnir í eldgosi þremur öldum fyrr. Hraunið sem þar rann í höfnina kippti fótunum undan lífsafkomu bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife

Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði.

Innlent
Fréttamynd

Er höfundur Njálu handan við hornið?

Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár.

Innlent
Fréttamynd

Vill að stærsti flokkurinn fái að ráða öllu

Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara.

Erlent
Fréttamynd

Myrti meðhjálpara með sveðju og særði prest

Maður vopnaður sveðju myrti meðhjálpara og særði prest alvarlega í árásum við tvær kirkjur í borginni Algeciras á Spáni í gærkvöldi. Þrír aðrir eru sagðir særðir en mögulegt er að árásirnar verði skilgreindar sem hryðjuverk en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni

Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna.

Erlent
Fréttamynd

„Sáum okkur leik á borði“

Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri

Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.

Erlent
Fréttamynd

Flett ofan af um­fangs­miklu peninga­þvætti Rússa á Spáni

Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Leiðinda­veður á Tenerife yfir jólin

Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Syngjandi jólalottó Spánverja

Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar.

Erlent
Fréttamynd

Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu

Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin.

Erlent
Fréttamynd

Marokkó sendi Spánverja heim eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum HM í Katar með því að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-0. Staðan var enn markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en það voru þeir marokkósku sem höfðu sterkari taugar á vítapunktinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gengu í geimnum til að setja upp sólar­sellur

Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni.

Erlent
Fréttamynd

Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar

Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár bréf­sprengjur á Spáni á einum sólar­hring

Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær.

Erlent