Heilbrigðismál

Fréttamynd

Að byggja upp flæði og traust í heil­brigðis­kerfinu

Í nýlegri grein hér á Vísi setur Jón Magnús Kristjánsson skýrt fram hvers vegna endurtekið álag og ófremdarástand skapast á bráðamóttöku Landspítala. Umfjöllunin er mikilvæg og gagnleg og setur í orð þann veruleika sem heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar upplifa ítrekað.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna er endur­tekið ó­fremdar­á­stand á bráðamóttökunni?

Ástandið á bráðamóttöku Landspítala er reglulega til umræðu í samfélaginu. En af hverju er þetta svona? Til að skilja stöðuna sem reglulega skapast á bráðamóttöku, verður að líta á heilbrigðiskerfið sem eina samtengda keðju. Ef einn hlekkur keðjunnar gefur eftir, hefur það strax áhrif á hina.

Skoðun
Fréttamynd

Geti ekki haldið á­fram að fjölga læknanemum sam­hliða aðhaldskröfu

Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­lögin komi í veg fyrir fjölgun nem­enda

Sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar er í uppnámi að mati forseta á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Ekki sé hægt að standa við áform um fjölgun nema í heilbrigðisgreinum vegna niðurskurðar stjórnvalda. 

Innlent
Fréttamynd

Ragn­heiður fékk heila­blóð­fall á Spáni

Leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni milli jóla og nýárs og hefur legið á spítala í Málaga síðan. Hún kemur heim til Íslands í læknisfylgd í dag og hefur í kjölfarið endurhæfingu.

Lífið
Fréttamynd

Gerður höfundur að fræði­grein sem hann skrifaði ekki

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Traust verður að endur­speglast í fram­kvæmd

Í grein sinni um traust sem hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu, sem birtist nýverið hér á Vísir.is, setur Jón Magnús Kristjánsson, læknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, fram mikilvægan og tímabæran boðskap.

Skoðun
Fréttamynd

Sjá Jón Kára sem barn með ó­endan­lega mögu­leika

Þegar miðjusonur Gríms Gíslasonar greindist einungis ársgamall með alvarlegan sjúkdóm breyttist líf fjölskyldunnar til frambúðar. Óvissa, kvíði og endalausar spurningar tóku við samhliða spítaladvöl og stöðugri leit að svörum sem hafa enn ekki öll fundist. Bjartsýni lækna og jákvæðni hefur haldið þeim gangandi.

Lífið
Fréttamynd

Hefja á­tak í bólu­setningu drengja gegn HPV veirunni

Sóttvarnalæknir boðaði í vikunni að það ætti að hefja átak um bólusetningu drengja gegn HPV Bólusetningin er gjaldfrjáls fyrir drengi sem eru fæddir árin 2008 til 2010. Langalgengasta krabbameinið sem tengist HPV er leghálskrabbamein en hjá karlmönnum er krabbamein í koki einnig algengt og tengist HPV-veirunni sömuleiðis. 

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­lífið mis­noti heil­brigðis­kerfið

Atvinnulífið misnotar opinbera kerfið með því að nota heilbrigðiskerfið til þess að halda utan um fjarvistir starfsmanna, að mati formanns Félags heimilislækna. Tíðar læknaheimsóknir fólks af erlendum uppruna í þeim tilgangi veki hann til umhugsunar hvort um mismunun sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Neyðará­stand í upp­siglingu takist ekki að fjölga sjúkra­liðum

Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum samkvæmt nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir þetta áhyggjuefni en á næstu tólf árum muni um sjö hundruð sjúkraliðar hverfa úr stéttinni sökum aldurs.

Innlent
Fréttamynd

Ungt barn með mis­linga á Land­spítalanum

Ungt barn á Landspítalanum greindist með mislinga en barnið kom heim erlendis frá síðastliðinn mánudag. Barnið var á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins daginn eftir og verður haft samband við alla sem hugsanlega voru útsettir fyrir smiti á spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Meðal­aldur hjúkrunar­fræðinga, sjúkra­liða og ljós­mæðra heldur á­fram að hækka

Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum. Um 14 prósent hjúkrunarfræðinga undir sjötugu starfa ekki í greininni og um 40 prósent sjúkraliða. Meðalaldur lækna hefur haldist svipaður, en þar er þó mikill munur eftir kynjum. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis um mannafla í heilbrigðisþjónustu. 

Innlent