Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 5. desember 2025 08:30 Niðurstöður NORMO-rannsóknarinnará mataræði, hreyfingu og líkamsþyngd, sem kynnt var í vikunni, staðfesta að hlutfall íslenskra barna í ofþyngd eða offitu fer vaxandi og er hæst á Norðurlöndunum. Orsakir vandans eru fjölmargar – meðal annars breytingar á næringarumhverfi barna, aukin markaðssetning óhollra matvæla og breytt lífsstílsmynstur í samfélaginu. Í ljósi þess að ofþyngd og offita tengjast auknum líkum á krabbameinum hafa Samtök norrænu krabbameinsfélaganna sett fram ráðleggingar til stjórnvalda um aðgerðir til að vinna gegn ofþyngd og offitu barna. Ráðleggingarnar byggja á víðtækri yfirferð vísindarannsókna og samhliða könnuðu krabbameinsfélögin viðhorf almennings í hverju landi fyrir sig til stjórnvaldsaðgerða gegn offitu barna. Könnunin, sem Gallup framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið, var lögð fyrir vorið 2024 og náði til 1000 þátttakenda sem endurspegla samsetningu þjóðarinnar.Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem fólk hérlendis er spurt kerfisbundið út í afstöðu sína til slíkra stjórnvaldsaðgerða. ·Helmingur er hlynntur hækkun skatts á óhollan matÞegar litið er til spurninga um efnahagslegar aðgerðir sést að mikill meirihluti (92%) styður tillögu um lækkun virðisaukaskatts á hollum mat auk þess sem helmingur styður aukna skattlagningu á óhollan mat og sykraða drykki. ·Rúmur helmingur hlynntur hertari lögum gegn markaðssetningu til barnaRúmur helmingur (60%) styður að lög séu hert til að vinna gegn hvers kyns markaðssetningu á óhollum mat og drykkjum til barna, meðal annars að bannað sé að auglýsa utandyra, t.d. á strætóskýlum og auglýsingaskiltum. ·Langflestir hlynntir sýnilegri merkingum um hollustuLangflestir (88%) styðja að skylt verði að hafa næringarupplýsingar framan á forpökkuðum matvælum og drykkjum til að auðvelda fólki að velja hollari kosti. ·Skólarnir hafa hlutverki að gegnaYfirgnæfandi meirihluti (u.þ.b. 90%) er hlynntur aukinni hreyfingu í skólum, að börnum standi til boða ókeypis, hollar máltíðir á öllum skólastigum og ókeypis grænmeti og ávexti alla daga . Enn fleiri, 96%, styðja að fræðsla um heilsusamlegar matarvenjur og hreyfingu sé hluti af grunnskólanámi. ·Óhollar mat- og drykkjarvörur íverslunumRúmlega 6 af hverjum 10 segjast hlynnt því að hömlur séu á hvar óhollar mat- og drykkjarvörur megi vera í matvörubúðum. Rúmlega þriðjungur styður bann við tilboðum á óhollum mat- og drykkjarvörum í verslunum. ·Skipulag nærumhverfis skiptir máliLangflestir (89%) vilja að bæjarfélög séu skipulögð og vegir hannaðir þannig að auðveldara sé að ganga og hjóla, 95% vilja að umhverfið (t.d. leikvellir, byggingar, skólar) sé bætt til að auka möguleika barna til að hreyfa sig og leika sér. Rúmur helmingur styður bann við óhollum mat- og drykkjarvörum í opinberum stofnunum (t.d. sjálfsölum í skólum, sundstöðum og íþróttahúsum). Almenningur telur ábyrgðina liggja víða Fólk var líka spurt út í hver það telji að beri ábyrgð á að fyrirbyggja ofþyngd og offitu barna. Töldu 90% að ábyrgð liggi hjá fjölskyldum barna og 73% segja ábyrgð hvíla á matvælaiðnaðinum, 59% á stjórnvöldum, 57% hjá matvöruverslunum en 21% hjá börnunum sjálfum. Aðgerðir fyrir börnin og næstu kynslóðir Ljóst er af ofangreindu að almenningur hér á landi styður stjórnvaldsaðgerðir til að draga úr ofþyngd og offitu barna. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum stjórnvöld til þess að hika ekki, heldur grípa tafarlaust til aðgerða. Framtíðarsýn stjórnvalda um að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu rætist ekki nema árangur náist á þessu sviði. Við viljum það besta fyrir börnin okkar. Sitjum ekki aðgerðarlaus þegar við getum látið verkin tala, lífið liggur við. Nánari upplýsingar um könnunina og verkefnið í heild sinni má finna hér. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Niðurstöður NORMO-rannsóknarinnará mataræði, hreyfingu og líkamsþyngd, sem kynnt var í vikunni, staðfesta að hlutfall íslenskra barna í ofþyngd eða offitu fer vaxandi og er hæst á Norðurlöndunum. Orsakir vandans eru fjölmargar – meðal annars breytingar á næringarumhverfi barna, aukin markaðssetning óhollra matvæla og breytt lífsstílsmynstur í samfélaginu. Í ljósi þess að ofþyngd og offita tengjast auknum líkum á krabbameinum hafa Samtök norrænu krabbameinsfélaganna sett fram ráðleggingar til stjórnvalda um aðgerðir til að vinna gegn ofþyngd og offitu barna. Ráðleggingarnar byggja á víðtækri yfirferð vísindarannsókna og samhliða könnuðu krabbameinsfélögin viðhorf almennings í hverju landi fyrir sig til stjórnvaldsaðgerða gegn offitu barna. Könnunin, sem Gallup framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið, var lögð fyrir vorið 2024 og náði til 1000 þátttakenda sem endurspegla samsetningu þjóðarinnar.Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem fólk hérlendis er spurt kerfisbundið út í afstöðu sína til slíkra stjórnvaldsaðgerða. ·Helmingur er hlynntur hækkun skatts á óhollan matÞegar litið er til spurninga um efnahagslegar aðgerðir sést að mikill meirihluti (92%) styður tillögu um lækkun virðisaukaskatts á hollum mat auk þess sem helmingur styður aukna skattlagningu á óhollan mat og sykraða drykki. ·Rúmur helmingur hlynntur hertari lögum gegn markaðssetningu til barnaRúmur helmingur (60%) styður að lög séu hert til að vinna gegn hvers kyns markaðssetningu á óhollum mat og drykkjum til barna, meðal annars að bannað sé að auglýsa utandyra, t.d. á strætóskýlum og auglýsingaskiltum. ·Langflestir hlynntir sýnilegri merkingum um hollustuLangflestir (88%) styðja að skylt verði að hafa næringarupplýsingar framan á forpökkuðum matvælum og drykkjum til að auðvelda fólki að velja hollari kosti. ·Skólarnir hafa hlutverki að gegnaYfirgnæfandi meirihluti (u.þ.b. 90%) er hlynntur aukinni hreyfingu í skólum, að börnum standi til boða ókeypis, hollar máltíðir á öllum skólastigum og ókeypis grænmeti og ávexti alla daga . Enn fleiri, 96%, styðja að fræðsla um heilsusamlegar matarvenjur og hreyfingu sé hluti af grunnskólanámi. ·Óhollar mat- og drykkjarvörur íverslunumRúmlega 6 af hverjum 10 segjast hlynnt því að hömlur séu á hvar óhollar mat- og drykkjarvörur megi vera í matvörubúðum. Rúmlega þriðjungur styður bann við tilboðum á óhollum mat- og drykkjarvörum í verslunum. ·Skipulag nærumhverfis skiptir máliLangflestir (89%) vilja að bæjarfélög séu skipulögð og vegir hannaðir þannig að auðveldara sé að ganga og hjóla, 95% vilja að umhverfið (t.d. leikvellir, byggingar, skólar) sé bætt til að auka möguleika barna til að hreyfa sig og leika sér. Rúmur helmingur styður bann við óhollum mat- og drykkjarvörum í opinberum stofnunum (t.d. sjálfsölum í skólum, sundstöðum og íþróttahúsum). Almenningur telur ábyrgðina liggja víða Fólk var líka spurt út í hver það telji að beri ábyrgð á að fyrirbyggja ofþyngd og offitu barna. Töldu 90% að ábyrgð liggi hjá fjölskyldum barna og 73% segja ábyrgð hvíla á matvælaiðnaðinum, 59% á stjórnvöldum, 57% hjá matvöruverslunum en 21% hjá börnunum sjálfum. Aðgerðir fyrir börnin og næstu kynslóðir Ljóst er af ofangreindu að almenningur hér á landi styður stjórnvaldsaðgerðir til að draga úr ofþyngd og offitu barna. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum stjórnvöld til þess að hika ekki, heldur grípa tafarlaust til aðgerða. Framtíðarsýn stjórnvalda um að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu rætist ekki nema árangur náist á þessu sviði. Við viljum það besta fyrir börnin okkar. Sitjum ekki aðgerðarlaus þegar við getum látið verkin tala, lífið liggur við. Nánari upplýsingar um könnunina og verkefnið í heild sinni má finna hér. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar