Flugeldar

Vill fá klukku á vegg Alþingis
Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni.

Þrír drengir fluttir á Landspítala eftir flugeldaslys
Þrír drengir voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Landspítalann um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að flugeldar sprungu í höndum þeirra. Voru þeir með áverka á höndum, í andliti, á augum og við eyrun.

Sextíu prósent í yngsta aldurshópnum vilja banna sölu flugelda til einkanota
Sextíu prósent Íslendinga í aldurshópnum 18 til 24 ára vilja banna sölu flugelda til einkanota.

Köstuðu flugeldum inn í skólastofur
Nokkrir óþekktir einstaklingar köstuðu flugeldum inn í skólastofur Verzlunarskóla Íslands fyrr í dag. Enginn slasaðist en nokkrar skemmdir urðu á gólfdúk. Skólastjóri segir að málið sé til skoðunar og telur ólíklegt að um nemendur skólans hafi verið að ræða.

Tvö ungmenni flutt á bráðadeild með áverka eftir flugeldaslys
Tvö ungmenni voru flutt með sjúkrabifreið á Landspítala eftir flugeldaslys í gærkvöldi. Um var að ræða tvö aðskilin atvik. Þá voru afskipti höfð af tveimur öðrum ungmennum vegna vörslu fíkniefna, einnig í aðskildum atvikum.

„Enn einn sólarhringurinn að baki“
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins virðist orðið nokkuð þreytt á ástandi síðustu vikna ef marka má færslu slökkviliðsins á Facebook. Flugeldar koma við sögu enn sem áður.

Ungmenni iðin við að kasta flugeldum í hús
Ungmenni voru gripin við að kasta flugeldum í hús í Grafarvogi í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og hafði hún afskipti af einhverjum vegna athæfisins. Ungmennin lofuðu „bót og betrun.“

Sprenging í bílaþvotti eftir flugelda
Íslendingar flykkjast þessa dagana í þúsundatali með bíla sína á bílaþvottastöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sérstaklega mikil vegna veðurskilyrða eftir flugeldasprengingarnar um áramótin.

Svifryk ekki yfir mörkum á nýársdag
Svifryk á höfuðborgarsvæðinu fór ekki yfir heilusverndarmörk á nýársdag. Mest svifryk mældist í Vesturbænum og við Bústaðaveg.

Gróðureldar og flugeldastúss á borði lögreglu í nótt
Mikið var um útköll hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna flugelda. Þá voru viðbragðsaðilar kallaðir til nokkrum sinnum vegna elda á höfuðborgarsvæðinu.

Flugeldaslys: „Fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur“
Nokkrir slösuðust við notkun flugelda í gærvöldi og í nótt. Meðal slasaðra voru börn og unglingar en fullorðnir karlmenn voru þó stærstur hluti þeirra sem slösuðust af völdum flugelda. Þá vakti furðu yfirlæknis á bráðamóttöku að margir hafi hlotið brunasár á höndum þessi áramótin.

„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“
„Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum
„Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi.

„Skjóta fjandans veiruna á braut“
Flugeldasala Landsbjargar hefur gengið vel í ár. Viðskiptavinur segir að í kvöld verði kórónuveiran skotin burt fyrir fullt og allt.

Ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt
Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari, sem stundum er kallaður Stjörnu-Sævar, segir það vonbrigði að flugeldar seljist nú sem aldrei fyrr. Hann veltir fyrir sér því hvort vert sé að setja kvóta við flugeldakaupum.

Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun
Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð.

Vilja ekki fá alla til sín á gamlársdag
Björgunarsveitirnar búast við góðri flugeldasölu í ár og hefur sala farið mjög vel af stað í desember. Vel gekk í fyrra og upplifa björgunarsveitarmenn aftur svipaða stemningu í samfélaginu nú þegar tveir stærstu söludagarnir eru fram undan.

Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala
„Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót.

Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin
Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum.

Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár
Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár.