
Hlutlausir blaðamenn sem gefa ekkert upp um eigin stjórnmálaskoðanir
Yngstu fréttamönnum landsins, sem fjalla nú um sínar fjórðu kosningar á ferlinum, er umhugað um skipulagsmál og flugvöllinn í Vatnsmýri. Þeir segja aðgengi að stjórnmálafólki furðugott en gefa ekkert upp um eigin stjórnmálaskoðanir.

Sjáðu fyrsta þátt Sumarmótanna: „Unnum alla leikina en töpuðum bara einum“
Gleðin var við völd í Fossvoginum á Cheerios-mótinu í fótbolta á dögunum þar sem Gaupi var á meðal gesta og heilsaði upp á unga iðkendur og kunna foreldra.

Heklar borðtuskur á Selfossi til að komast í Oxford-háskóla
Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum.

Börn leituðu eggja víða um borg
Börn leituðu páskaeggja víða um borgina í dag. Sjálfstæðisfélög Reykjavíkur héldu leit á þremur mismundandi stöðum og tóku hátt í þúsund manns þátt í henni.

Ellefu ára fjárfestir: „Ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig“
Arnaldur Kjárr Arnþórsson er ellefu ára fjárfestir í stórfyrirtækjum sem byrjaði í viðskiptum aðeins sjö ára gamall en hann er meðal annars að safna sér fyrir íbúð í framtíðinni. Einnig fjárfesti Arnaldur í smá landi í Skotlandi sem að hans sögn gefur honum titilinn lávarður.

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju
Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“
Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína.

Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni
Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“
Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin.

Mokstursdrengir segja þakklæti viðskiptavina bestu launin
Her ruðningstækja kappkostar að hreinsa tólf hundruð kílómetra langt gatnakerfi borgarinnar og um 600 kílómetra af stígum. Ungir drengir í Hlíðunum tóku sig líka til og bjóða fólki að moka bílastæði og innkeyrslur.

Bjóða börnum að gerast listamenn
Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin.

Ellefu ára og gjörsamlega stal senunni í Glaumbæ
Í skemmtiþættinum Glaumbær sem er dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum mættu þeir Ari Eldjárn og Eyþór Ingi og tóku nokkur vel valin lög með Birni Stefánssyni.

Yngsti ritstjóri landsins á höttunum eftir fréttariturum
Yngsti ritstjóri landsins, hinn tíu ára Auðunn Sölvi Hugason, ætlar að glæða fréttaflóruna með jákvæðum fréttum frá krökkum um allan heim. Hann stefnir á að verða leikari í framtíðinni en gæti hugsað sér að sinna blaðamennskunni í hlutastarfi.

Vilja lesa fleiri en 776 þúsund setningar
Stefnan er að lesa fleiri en 776 þúsund íslenskar setningar inn í snjalltæki í þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í Smáraskóla í dag, en sá setningafjöldi er metið frá því í fyrra.

Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku
Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning.

Hefur þroskast sem höfundur síðan hann skrifaði fyrstu bókina ellefu ára
Fjórtán ára rithöfundur sem gaf út bók fyrir jól telur börn samsama sig betur skrifum hans en fullorðinna höfunda. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann skrásetti söguna og segist hvergi nærri hættur.

Krakkar í Grundarfirði brjóta upp á kófið og gefa út jólalag
„Jæja kæru vinir nú er jólafrí, skundum heim í fílinginn og treystum því að allt fari vel og amma fái að kíkja í heimsókn. Sóttkví, grímur, skólabækur, fjas og fár, skelltu þér í Covid-test og vertu klár fyrir jólaboð, áramótapartý og gleði.“

Hvað veist þú um réttindi barna?
Hvað veist þú um Barnasáttmálann og embætti umboðsmann barna? Hér getur þú tekið eina létta getraun og komist að því.

Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár
Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin.

Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar
Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi.