Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Fjölmiðlabanni Kenyatta aflétt

Hæstiréttur Keníu aflétti í gær útsendingarbanni sem ríkisstjórn Uhuru Kenyatta forseta lagði á fréttastöðvarnar KTN, NTV og Citizen TV vegna fyrirhugaðra útsendinga frá táknrænni en óopinberri innsetningarathöfn forsetaframbjóðandans og stjórnarandstæðingsins Raila Odinga.

Erlent
Fréttamynd

Samfélag örvæntingar

Ég er að hugsa um stemninguna. Líklegast er það rétt sem greinendur efnahagslífsins segja. Við erum ekki að fara inn í annað hrun. Ekkert í líkingu við það sem gerðist 2008. Fólk og fyrirtæki eiga meira í eignum sínum. Við eigum nóg af erlendum gjaldeyri og skuldum lítið í útlöndum. Og vonandi reynist það rétt og við sleppum við ástand örvæntingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni

Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfarar­afneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum.

Erlent
Fréttamynd

Umfjöllun um húsnæðismál Listaháskóla Íslands – athugasemd

Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Mega rífa niður til að endurreisa

Félagið Lindarvatn hefur fengið heimild til að rífa friðlýstan sal í Nasa við Austurvöll. Ætlunin er að endurgera síðan húsakynninn í sem upprunalegastri mynd eins og gamli Sjálfstæðissalurinn svokallaði var.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sums staðar tífalt fleiri útlendingar

Á aðeins fjórum árum hefur orðið stórbreyting í lýðfræði lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni. Dæmi um að erlendum ríkisborgurum fjölgi meira en tífalt vegna ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Dómur í máli gegn Stundinni í dag

Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Telja boðsferð til bæjarfulltrúanna á gráu svæði

Siðfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, telur boðsferð bæjarfulltrúa á Akureyri til Cuxhaven í boði Samherja vera á afar gráu svæði og ámælisvert að rökstuðningur fyrir því að þekkjast boðið komi eftir á.

Innlent
Fréttamynd

Gætu sleppt kosningu um úrsögn VR úr ASÍ

Til skoðunar er hvort hægt sé að taka ákvörðun um úrsögn VR úr ASÍ án undan­genginnar atkvæðagreiðslu. Ragnar Ingólfsson, formaður VR, segir að málið færi þá fyrir félagsdóm.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna fyrrverandi samráðherra

Þingmenn Viðreisnar eru afar ósáttir við að dómsmálaráðherra hafi leynt upplýsingum fyrir þinginu í aðdraganda samþykktar þingsins á ráðningu 15 dómara við Landsrétt. Telja þingmennirnir að ráðherra hafi þar brugðist skyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Brotaþolar fá eingöngu aðgang að eigin gögnum

Réttargæslumaður kæranda í kynferðisbrotamáli furðar sig á því að hún og skjólstæðingur hennar fái aðeins aðgang að eigin gögnum áður en ákært er í máli. Telur hún synjanir lögreglunnar í andstöðu við hagsmuni brotaþola.

Innlent
Fréttamynd

Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum

Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Telja efnafólki hyglað á kostnað gamalmenna í Garðabæ

Gunnar H. Jónsson og Þórður M. Adólfsson, sem búa í húsum eldri borgara í Hleinahverfi, saka Garðabæ um að fórna hagsmunum íbúa hverfsins með því að loka leið inn á gamla Álftanesveginn til að þóknast efnafólki í Prýðahverfi.

Innlent
Fréttamynd

Öflug kona í karlaheimi

Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talar opinskátt um eggjagjöfina

Ninna Karla Katrínardóttir er í miðju eggjagjafarferli vegna þess að hana langar að aðstoða fólk í frjósemisvanda við að láta draum sinn rætast. Ninna hefur talað opinskátt um eggjagjöf og vill þannig velja fólk til umhugsunar.

Lífið
Fréttamynd

Útgerðir bíða frétta af loðnumælingum

Ákveðið verður á næstu dögum hvort loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að mælingum rannsóknaskipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar sé lokið. Eru skipin nú á heimleið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lýðræði lifir á ljósi

Washington Post breyttist úr hóglátu staðarblaði í heimsblað árin eftir 1970 þegar uppljóstranir blaðsins fyrst um gang stríðsins í Víetnam og síðan um lögbrot Nixons forseta og manna hans leiddu til afsagnar forsetans. Blaðið á sér merka sögu síðan þá eins og Hollywood-leikstjórinn Steven Spielberg lýsir í nýrri kvikmynd, The Post.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nístingskuldi á Nýbýlavegi

Það tók mig 20 fjandans mínútur að aka niður hálfan Nýbýlaveginn í gær. Mér skilst að umferðin þennan hrollkalda janúarmorgun hafi verið á pari við andlega líðan mína eftir bílferðina; óvenju slæm.

Bakþankar
Fréttamynd

Vatnsveitan og Borgarlínan

Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Hættuleg hugmynd

Í sérstökum umræðum á Alþingi 25. janúar 2018 um staðsetningu nýja þjóðarsjúkrahússins lagði málshefjandi, Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður, til að gerð yrði fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið og því fundinn besti mögulegi staður til framtíðar litið. Þetta er góð tillaga sem varðar líf og fjármuni almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Hrakfarir kalla á ný vinnubrögð

United Silicon, að baki hrá­kísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað.

Skoðun
Fréttamynd

Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin

Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðis­brot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik.

Innlent
Fréttamynd

Upp með veskin!

Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið.

Skoðun