Pólitísk hentistefna og siðferðilegt gjaldþrot Stefán Erlendsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur vegna dóms Hæstaréttar yfir embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen eru býsna afhjúpandi fyrir siðferðisskilning forsætisráðherrans. Katrín telur ekki ástæðu til að dómsmálaráðherra, sem braut stjórnsýslulög við skipun dómara í Landsrétt þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, axli ábyrgð með því að segja af sér. Af orðum hennar má ráða að hún aðhyllist siðferðilega afstæðishyggju – að sinn er siður í hverju landi – og þá tegund „pólitískrar hentistefnu“ sem hefur löngum verið aðalsmerki Framsóknarflokksins. Meginréttlæting Katrínar fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – sem hún og aðrir fulltrúar VG höfðu þráfaldlega sagt að væri óstjórntækur vegna spillingar og valdníðslu – er að völdin skapi forsendur eða tækifæri til að hrinda hugsjónum eða stefnumiðum flokksins í framkvæmd. Samkvæmt þessu, að hennar mati, felst pólitísk ábyrgð í því að lúta niðurstöðum kosninga og nýta tækifærin sem bjóðast til að byggja betra samfélag. Ríkisstjórnarþátttaka VG á þannig að skapa mótvægi við hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins og sveigja landsstjórnina í áttina að félagshyggju og náttúruvernd. Hér helgar tilgangurinn meðalið. Auk þess að flagga pólitískri hentistefnu lítur Katrín Jakobsdóttir svo á að pólitísk ábyrgð sé „að mörgu leyti menningarbundin“ og að á Íslandi sé ekki hefð fyrir því að „láta ráðherra segja af sér“. Siðferði sem byggist á hefðum og venjum en ekki almennum reglum eða lögmálum er afstætt. Á hinn bóginn segir Katrín að hlutverk hennar, sem forsætisráðherra, sé að „stuðla að því að við tölum um þessi mál með nýrri eða öðruvísi hætti en gert hefur verið“. Þetta er mikilvægt svo langt sem það nær. Við sköpum og endursköpum siðferðið með því að ræða saman um það, en vandséð er að hún muni sjálf leggja eitthvað nýtt til málanna í slíkum samræðum. Fyrir síðustu Alþingiskosningar var það yfirlýst keppikefli formanns VG að bola Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir kosningar var komið nýtt hljóð í strokkinn og ekki lengur neitt því til fyrirstöðu að flokkarnir störfuðu saman. Vinstri græn sögðu eitt en gerðu annað. Katrín bendir þó réttilega á að hún hafi ekki kallað eftir afsögn dómsmálaráðherra síðastliðið vor og geri það ekki núna: „[Ég] hef ekki almennt lagt það í vana minn hvorki í stjórnarandstöðu né ríkistjórn að horfa á það að ráðherra beri að segja af sér þegar svona kemur upp.“ Þessi afstaða ræðst ekki af almennri reglu heldur því sem Katrín leggur eða leggur ekki „í vana sinn“. Þannig sýnir hún vissa samkvæmni. En eins og bandaríski hugsuðurinn og ljóðskáldið Ralph Waldo Emerson segir: Heimskuleg samkvæmni er húsálfur þeirra sem hugsa smátt. Loks klykkir forsætisráðherrann út með því að öllu máli skipti hvernig „við lærum af þessum dómi“ Hæstaréttar. Í stað þess að Sigríður Á. Andersen sæti ábyrgð eigum „við“ að draga lærdóm af því sem gerðist. „Við eigum að horfa á það hvernig við getum látið þetta kerfi virka þannig að það sé hafið yfir vafa.“ Ábyrgð og traust eru tvær hliðar á sama peningi og eina leiðin til að skapa traust á einstaklingum og kerfinu er að persónur og leikendur innan þess axli ábyrgð sína. Traust á kerfinu verður aldrei meira en traustið á þeim sem þar starfa eða eru í fyrirsvari. Sannur leiðtogi er fremstur meðal jafningja. Hann tekur af skarið, veitir ákveðna leiðsögn, er fyrirmynd og sýnir gott fordæmi. Hér er sterk dómgreind lykilatriði; hún byggist á greiningarhæfni, prinsippfestu og innsæi í mannlegt eðli og aðstæður. Martin Luther King og Nelson Mandela eru skýr dæmi um svona leiðtoga. Forsætisráðherra sem hagar seglum eftir vindi, daðrar við siðferðilega afstæðishyggju, segir eitt í dag og annað á morgun, þverbrýtur margyfirlýst prinsipp og varpar ábyrgðinni á gerðum dómsmálaráðherra yfir á okkur og kerfið, er ekki leiðtogi í þessum skilningi. Slíkur forystumaður er í rauninni siðferðilega gjaldþrota. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur vegna dóms Hæstaréttar yfir embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen eru býsna afhjúpandi fyrir siðferðisskilning forsætisráðherrans. Katrín telur ekki ástæðu til að dómsmálaráðherra, sem braut stjórnsýslulög við skipun dómara í Landsrétt þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, axli ábyrgð með því að segja af sér. Af orðum hennar má ráða að hún aðhyllist siðferðilega afstæðishyggju – að sinn er siður í hverju landi – og þá tegund „pólitískrar hentistefnu“ sem hefur löngum verið aðalsmerki Framsóknarflokksins. Meginréttlæting Katrínar fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – sem hún og aðrir fulltrúar VG höfðu þráfaldlega sagt að væri óstjórntækur vegna spillingar og valdníðslu – er að völdin skapi forsendur eða tækifæri til að hrinda hugsjónum eða stefnumiðum flokksins í framkvæmd. Samkvæmt þessu, að hennar mati, felst pólitísk ábyrgð í því að lúta niðurstöðum kosninga og nýta tækifærin sem bjóðast til að byggja betra samfélag. Ríkisstjórnarþátttaka VG á þannig að skapa mótvægi við hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins og sveigja landsstjórnina í áttina að félagshyggju og náttúruvernd. Hér helgar tilgangurinn meðalið. Auk þess að flagga pólitískri hentistefnu lítur Katrín Jakobsdóttir svo á að pólitísk ábyrgð sé „að mörgu leyti menningarbundin“ og að á Íslandi sé ekki hefð fyrir því að „láta ráðherra segja af sér“. Siðferði sem byggist á hefðum og venjum en ekki almennum reglum eða lögmálum er afstætt. Á hinn bóginn segir Katrín að hlutverk hennar, sem forsætisráðherra, sé að „stuðla að því að við tölum um þessi mál með nýrri eða öðruvísi hætti en gert hefur verið“. Þetta er mikilvægt svo langt sem það nær. Við sköpum og endursköpum siðferðið með því að ræða saman um það, en vandséð er að hún muni sjálf leggja eitthvað nýtt til málanna í slíkum samræðum. Fyrir síðustu Alþingiskosningar var það yfirlýst keppikefli formanns VG að bola Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir kosningar var komið nýtt hljóð í strokkinn og ekki lengur neitt því til fyrirstöðu að flokkarnir störfuðu saman. Vinstri græn sögðu eitt en gerðu annað. Katrín bendir þó réttilega á að hún hafi ekki kallað eftir afsögn dómsmálaráðherra síðastliðið vor og geri það ekki núna: „[Ég] hef ekki almennt lagt það í vana minn hvorki í stjórnarandstöðu né ríkistjórn að horfa á það að ráðherra beri að segja af sér þegar svona kemur upp.“ Þessi afstaða ræðst ekki af almennri reglu heldur því sem Katrín leggur eða leggur ekki „í vana sinn“. Þannig sýnir hún vissa samkvæmni. En eins og bandaríski hugsuðurinn og ljóðskáldið Ralph Waldo Emerson segir: Heimskuleg samkvæmni er húsálfur þeirra sem hugsa smátt. Loks klykkir forsætisráðherrann út með því að öllu máli skipti hvernig „við lærum af þessum dómi“ Hæstaréttar. Í stað þess að Sigríður Á. Andersen sæti ábyrgð eigum „við“ að draga lærdóm af því sem gerðist. „Við eigum að horfa á það hvernig við getum látið þetta kerfi virka þannig að það sé hafið yfir vafa.“ Ábyrgð og traust eru tvær hliðar á sama peningi og eina leiðin til að skapa traust á einstaklingum og kerfinu er að persónur og leikendur innan þess axli ábyrgð sína. Traust á kerfinu verður aldrei meira en traustið á þeim sem þar starfa eða eru í fyrirsvari. Sannur leiðtogi er fremstur meðal jafningja. Hann tekur af skarið, veitir ákveðna leiðsögn, er fyrirmynd og sýnir gott fordæmi. Hér er sterk dómgreind lykilatriði; hún byggist á greiningarhæfni, prinsippfestu og innsæi í mannlegt eðli og aðstæður. Martin Luther King og Nelson Mandela eru skýr dæmi um svona leiðtoga. Forsætisráðherra sem hagar seglum eftir vindi, daðrar við siðferðilega afstæðishyggju, segir eitt í dag og annað á morgun, þverbrýtur margyfirlýst prinsipp og varpar ábyrgðinni á gerðum dómsmálaráðherra yfir á okkur og kerfið, er ekki leiðtogi í þessum skilningi. Slíkur forystumaður er í rauninni siðferðilega gjaldþrota. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun