Umfjöllun um húsnæðismál Listaháskóla Íslands – athugasemd Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikilvæg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nemendur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar landsins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (https://www.lhi.is/frettir/husnaedismal-listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sú að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/21/Husnaedismal-Listahaskolans-komin-i-farveg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuðmáli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig fullyrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðismálin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vettvangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sannreyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upplýstrar og áreiðanlegrar blaðamennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráðherrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á uppsöfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í baráttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinnviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikilvæg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nemendur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar landsins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (https://www.lhi.is/frettir/husnaedismal-listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sú að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/21/Husnaedismal-Listahaskolans-komin-i-farveg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuðmáli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig fullyrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðismálin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vettvangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sannreyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upplýstrar og áreiðanlegrar blaðamennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráðherrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á uppsöfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í baráttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinnviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun