Umfjöllun um húsnæðismál Listaháskóla Íslands – athugasemd Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikilvæg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nemendur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar landsins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (https://www.lhi.is/frettir/husnaedismal-listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sú að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/21/Husnaedismal-Listahaskolans-komin-i-farveg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuðmáli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig fullyrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðismálin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vettvangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sannreyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upplýstrar og áreiðanlegrar blaðamennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráðherrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á uppsöfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í baráttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinnviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikilvæg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nemendur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar landsins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (https://www.lhi.is/frettir/husnaedismal-listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sú að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/21/Husnaedismal-Listahaskolans-komin-i-farveg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuðmáli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig fullyrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðismálin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vettvangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sannreyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upplýstrar og áreiðanlegrar blaðamennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráðherrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á uppsöfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í baráttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinnviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar