Hættuleg hugmynd Læknar, skipulagsfræðingur og hjúkrunarfræðingur og viðskiptafræðingur skrifa 1. febrúar 2018 07:00 Í sérstökum umræðum á Alþingi 25. janúar 2018 um staðsetningu nýja þjóðarsjúkrahússins lagði málshefjandi, Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður, til að gerð yrði fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið og því fundinn besti mögulegi staður til framtíðar litið. Þetta er góð tillaga sem varðar líf og fjármuni almennings. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra svaraði því til að þetta væri hættuleg hugmynd því það myndi tefja afhendingu nýja sjúkrahússins um 10-15 ár! En er það svo?Þarf betri staðsetning að tefja um 10-15 ár? Ef nýtt sjúkrahús er byggt á auðu aðgengilegu svæði taka sjálfar byggingarframkvæmdirnar væntanlega um 5 ár eða svipað og bygging nýs meðferðarkjarna í gamla sjúkrahúsþorpinu við Hringbraut. En við Hringbraut telst nýtt sjúkrahús ekki fullbyggt fyrr en búið er að endurbyggja gömlu húsin sem áætlað er að muni taka 6 ár til viðbótar. Samtals eru þetta 11 ár en yrðu trúlega mun fleiri. Ef byggður er nýr spítali á nýjum stað þarf vissulega fyrst að finna staðinn með faglegri staðarvalsgreiningu. Síðan þarf að aðlaga hönnun og skipulag sem vinna má að hluta samhliða og má vel gera á 5 árum. Samtals mætti því koma upp nýjum spítala á betri stað á 10 árum, styttri tíma en byggingar og endurbyggingar munu taka á Hringbraut. Ef byggt er við á Hringbraut skerðist starfsemin þar á byggingartímanum af ýmsum ástæðum. Mat Hagfræðistofnunar HÍ er að kostnaður við tilflutning starfsemi á byggingartímanum verði 5 milljarðar kr. Engin slík skerðing verður ef byggt er á nýjum stað, heldur verður flutt í tilbúið húsnæði þegar það er tilbúið. Með nýju og betra sjúkrahúsi á betri stað styttast ferðir að og frá staðnum en áætlað er að þær verði um 18.000 á sólarhring. Það minnkar áhættu vegna ferða, en í dag verða flest slys á flöskuhálsinum Miklubraut af öllum vegum landsins.Hættur varðandi staðsetningu spítala Þegar spítala er valinn staður þarf meðal annars að horfa á eftirfarandi.1. Hvaða staðsetning tryggir sem flestum stutta, greiða leið á spítalann? Svarið er auðvitað staðsetning sem næst þungamiðju byggðar með sem bestum samgöngutengingum. Þetta skiptir miklu máli því að á sólarhring munu að jafnaði um 100 sjúkrabílar koma að spítalanum og um 9.000 aðrar ferðir að og sami fjöldi frá enda starfsmenn um 5.000, nemar um 1.500 auk sjúklinga og aðstandenda. Það getur skipt sköpum að komast fljótt „undir læknishendur“. Vel staðsettur spítali styttir ferðatíma flestra. Ef spítalinn verður á Hringbraut þarf tímafrekar og kostnaðarsamar úrbætur á samgöngumannvirkjum. Setja þarf Miklubraut í stokk frá Kringlunni að Hringbraut, Öskjuhlíðargöng, veg yfir Skerjafjörð og Borgarlínu. Allt þetta kostar yfir hundrað milljarða króna úr ríkissjóði, sem ekki er aflögufær vegna annarra brýnna verkefna. Því mun þetta taka áratugi. Sumt af þessu þarf vissulega að koma þó spítalinn flytjist á betri stað, en það er ekki eins mikið lífsspursmál og má gerast á lengri tíma. Samkvæmt þessu er það eiginlega hættulegri hugmynd að vilja byggja spítalann við Hringbraut í stað þess að byggja á betri stað ef gengið er út frá því að vilji sé fyrir hendi til að byggja nýtt sjúkrahús og um það þarf ekki að efast.2. Hvernig bygging stuðlar að bestum árangri sjúkrahússins? Vel hannað sjúkrahús með nægu rými fyrir sjúklinga og stuttum vegalengdum innanhúss milli deilda nær betri árangri en sjúkrahús í misgömlum byggingum, sumum sýktum af húsamyglu, sem tengdar eru saman með löngum göngum. Gott sjúkrahús heldur betur í starfsfólk og árangurinn batnar enn. Það er því hættuminna að byggja nýjan spítala á betri stað en bæta við spítalaþorpið við Hringbraut.Framhaldið Betri spítali á betri stað mun bjarga mörgum mannslífum og bæta önnur og það myndi spítali við Hringbraut einnig gera, en bara ekki eins mörgum. Svo kostar í raun minna að byggja nýjan spítala á góðu opnu, aðgengilegu svæði þannig að það ætti ekkert að vera því að vanbúnaði. Til að finna bestu staðina þarf faglega staðarvalsgreiningu unna af óvilhöllum fagaðilum, erlendum og innlendum í bland. Fela mætti sérfræðingunum að raða bestu valkostunum upp eftir matsþáttum svo sem samgöngum, gæðum, umhverfisáhrifum og kostnaði. Síðan má fela þjóðinni að velja milli bestu staðanna. Þá verður þetta mikilvæga mál afgreitt af fagmennsku og með lýðræðislegum hætti. Á meðan unnið er að undirbúningi nýs spítala á betri stað má leggja hluta af því fé sem búið er að taka frá til byggingar sjúkrahúss í undirbúning og í að bæta núverandi heilbrigðiskerfi sem er undirfjármagnað. Með þessari aðferð drögum við úr áhættu allra viðkomandi og bætum heilbrigðiskerfið til muna.Ásgeir Snær Vilhjálmsson læknirÁsa St. Atladóttir hjúkrunarfræðingurEbba Margrét Magnúsdóttir, læknir, sérfræðingur á kvennadeildGestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingurGuðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurSigurgeir Kjartansson læknirVilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, starfar á Slysa- og bráðamóttöku LSH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í sérstökum umræðum á Alþingi 25. janúar 2018 um staðsetningu nýja þjóðarsjúkrahússins lagði málshefjandi, Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður, til að gerð yrði fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið og því fundinn besti mögulegi staður til framtíðar litið. Þetta er góð tillaga sem varðar líf og fjármuni almennings. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra svaraði því til að þetta væri hættuleg hugmynd því það myndi tefja afhendingu nýja sjúkrahússins um 10-15 ár! En er það svo?Þarf betri staðsetning að tefja um 10-15 ár? Ef nýtt sjúkrahús er byggt á auðu aðgengilegu svæði taka sjálfar byggingarframkvæmdirnar væntanlega um 5 ár eða svipað og bygging nýs meðferðarkjarna í gamla sjúkrahúsþorpinu við Hringbraut. En við Hringbraut telst nýtt sjúkrahús ekki fullbyggt fyrr en búið er að endurbyggja gömlu húsin sem áætlað er að muni taka 6 ár til viðbótar. Samtals eru þetta 11 ár en yrðu trúlega mun fleiri. Ef byggður er nýr spítali á nýjum stað þarf vissulega fyrst að finna staðinn með faglegri staðarvalsgreiningu. Síðan þarf að aðlaga hönnun og skipulag sem vinna má að hluta samhliða og má vel gera á 5 árum. Samtals mætti því koma upp nýjum spítala á betri stað á 10 árum, styttri tíma en byggingar og endurbyggingar munu taka á Hringbraut. Ef byggt er við á Hringbraut skerðist starfsemin þar á byggingartímanum af ýmsum ástæðum. Mat Hagfræðistofnunar HÍ er að kostnaður við tilflutning starfsemi á byggingartímanum verði 5 milljarðar kr. Engin slík skerðing verður ef byggt er á nýjum stað, heldur verður flutt í tilbúið húsnæði þegar það er tilbúið. Með nýju og betra sjúkrahúsi á betri stað styttast ferðir að og frá staðnum en áætlað er að þær verði um 18.000 á sólarhring. Það minnkar áhættu vegna ferða, en í dag verða flest slys á flöskuhálsinum Miklubraut af öllum vegum landsins.Hættur varðandi staðsetningu spítala Þegar spítala er valinn staður þarf meðal annars að horfa á eftirfarandi.1. Hvaða staðsetning tryggir sem flestum stutta, greiða leið á spítalann? Svarið er auðvitað staðsetning sem næst þungamiðju byggðar með sem bestum samgöngutengingum. Þetta skiptir miklu máli því að á sólarhring munu að jafnaði um 100 sjúkrabílar koma að spítalanum og um 9.000 aðrar ferðir að og sami fjöldi frá enda starfsmenn um 5.000, nemar um 1.500 auk sjúklinga og aðstandenda. Það getur skipt sköpum að komast fljótt „undir læknishendur“. Vel staðsettur spítali styttir ferðatíma flestra. Ef spítalinn verður á Hringbraut þarf tímafrekar og kostnaðarsamar úrbætur á samgöngumannvirkjum. Setja þarf Miklubraut í stokk frá Kringlunni að Hringbraut, Öskjuhlíðargöng, veg yfir Skerjafjörð og Borgarlínu. Allt þetta kostar yfir hundrað milljarða króna úr ríkissjóði, sem ekki er aflögufær vegna annarra brýnna verkefna. Því mun þetta taka áratugi. Sumt af þessu þarf vissulega að koma þó spítalinn flytjist á betri stað, en það er ekki eins mikið lífsspursmál og má gerast á lengri tíma. Samkvæmt þessu er það eiginlega hættulegri hugmynd að vilja byggja spítalann við Hringbraut í stað þess að byggja á betri stað ef gengið er út frá því að vilji sé fyrir hendi til að byggja nýtt sjúkrahús og um það þarf ekki að efast.2. Hvernig bygging stuðlar að bestum árangri sjúkrahússins? Vel hannað sjúkrahús með nægu rými fyrir sjúklinga og stuttum vegalengdum innanhúss milli deilda nær betri árangri en sjúkrahús í misgömlum byggingum, sumum sýktum af húsamyglu, sem tengdar eru saman með löngum göngum. Gott sjúkrahús heldur betur í starfsfólk og árangurinn batnar enn. Það er því hættuminna að byggja nýjan spítala á betri stað en bæta við spítalaþorpið við Hringbraut.Framhaldið Betri spítali á betri stað mun bjarga mörgum mannslífum og bæta önnur og það myndi spítali við Hringbraut einnig gera, en bara ekki eins mörgum. Svo kostar í raun minna að byggja nýjan spítala á góðu opnu, aðgengilegu svæði þannig að það ætti ekkert að vera því að vanbúnaði. Til að finna bestu staðina þarf faglega staðarvalsgreiningu unna af óvilhöllum fagaðilum, erlendum og innlendum í bland. Fela mætti sérfræðingunum að raða bestu valkostunum upp eftir matsþáttum svo sem samgöngum, gæðum, umhverfisáhrifum og kostnaði. Síðan má fela þjóðinni að velja milli bestu staðanna. Þá verður þetta mikilvæga mál afgreitt af fagmennsku og með lýðræðislegum hætti. Á meðan unnið er að undirbúningi nýs spítala á betri stað má leggja hluta af því fé sem búið er að taka frá til byggingar sjúkrahúss í undirbúning og í að bæta núverandi heilbrigðiskerfi sem er undirfjármagnað. Með þessari aðferð drögum við úr áhættu allra viðkomandi og bætum heilbrigðiskerfið til muna.Ásgeir Snær Vilhjálmsson læknirÁsa St. Atladóttir hjúkrunarfræðingurEbba Margrét Magnúsdóttir, læknir, sérfræðingur á kvennadeildGestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingurGuðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurSigurgeir Kjartansson læknirVilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, starfar á Slysa- og bráðamóttöku LSH
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar