Fréttir

Fréttamynd

Mikil fækkun nýrra sjúklinga

"Þetta er jákvætt skref sem orðið hefur að tala nýrra sjúklinga hefur ekki verið minni síðan 1995," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, en í nýrri ársskýrslu SÁÁ kemur fram að nýir sjúklingar á stofnuninni hafa ekki verið færri í tíu ár þrátt fyrir að almennt sígi á ógæfuhlið að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Níu slasast í bílslysi

Níu manns slösuðust í umferðarslysi á Akureyri í gærkvöldi. Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu, en báðir bílarnir voru að aka á grænu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Sænskir jafnaðarmenn auka við sig

Sænskir jafnaðarmenn sækja í sig veðrið samkvæmt nýrri skoðanakönnun fyrir Dagens Nyheter. Fylgi flokksins var í lágmarki fyrr í sumar eða rétt yfir þrjátíu prósentum, en það er nú komið yfir þrjátíu og fjögur prósent. Stjórnin hefur enda lofað öllu fögru, bæði skattalækkunum og atvinnusköpun.

Erlent
Fréttamynd

Varnarliðsmaðurinn neitar sök

Varnarliðsmaðurinn sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 14. ágúst hefur verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands. Þar er hann í haldi í herbúðum varnarliðsins. Hann neitar staðfastlega sök, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Tamílar hæstánægðir

Hæstiréttur Srí Lanka úrskurðaði í gær að halda skyldi forsetakosningar á þessu ári. Tíðindin þykja sigur fyrir stjórnarandstöðu Tamíla en að sama skapi áfall fyrir forsetann Chandrika Kumaratunga og stuðningsmenn hennar. Að hennar mati átti kjörtímabilið að vara ári lengur en dómstóllinn komst að annarri niðurstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Lundapysja í Örfirisey

Lundapysja spókaði sig um á athafnasvæði Lýsis í Örfirisey í Reykjavík í gærmorgun. Þorsteinn Waagfjörð, starfsmaður fyrirtækisins, gekk fram á pysjuna og segir hana hafa verið ráðvilta og magra.

Innlent
Fréttamynd

Stoltenberg sækir á

Verkamannaflokkur Jens Stoltenberg eykur enn á forskot sitt í aðdraganda norsku þingkosninganna 12 september. Hann mælist nú með nær 35 prósent atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Basajev staðgengill leiðtoga

Sjamíl Basajev, maðurinn sem stýrði árásinni á barnaskólan í Beslan í Rússlandi fyrir réttu ári, hefur verið útnefndur staðgengill leiðtoga uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu. Þrjú hundruð og þrjátíu fórust í Beslan, meirihlutinn börn.

Erlent
Fréttamynd

Prestur fær viku til að svara

Biskup Íslands hefur óskað eftir því við Björn Bjarnason, ráðherra dóms- og kirkjumála, að Birgir Ásgeirsson verði settur sóknarprestur í Garðabæ til þriggja mánaða. Áætlað er að auglýsa starf sóknarprests í Garðasókn laust til umsóknar frá 1. desember.

Innlent
Fréttamynd

Hittust eftir hálfa öld

Um 150 Suður-Kóreumenn hittu í fyrsta skipti í gær ættingja sína sem búa í Norður-Kóreu eftir rúmlega hálfrar aldar aðskilnað. Á mánudag er svo ráðgert að 430 aðrir Suður-Kóreumenn fari norður að hitta ættingja.

Erlent
Fréttamynd

Fjórðungur of feitur

Sílspikuðum Bandaríkjamönnum fjölgar hraðar en nokkru sinni fyrr og lætur nærri að fjórðungur landsmanna glími við offitu. 57 prósent íslenskra karla eru yfir kjörþyngd.

Erlent
Fréttamynd

Pyntaðir til sagna

Yfirvöld í Úsbekistan hafa hneppt hundruð manna í varðhald og þvingað þá til að viðurkenna tengsl við íslamska öfgamenn.

Erlent
Fréttamynd

Landnemum fjölgar

Ísraelskum landtökumönnum á Vesturbakkanum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin misseri.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Katrína á Flórída

Tveir létust á Flórída í gær, þegar fellibylurinn Katrína fór þar yfir. Fellibylurinn feykti niður fjölmörgum trjám og mennirnir tveir sem fórust létust báðir þegar tré féllu á þá. Meira en milljón manns hafa verið án rafmagns á svæðinu síðan í gærkvöldi, þegar vindhraði Katrínar náði meira en tuttugu og fimm metrum á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli á þaki Stjórnarráðsins

Tveir menn klifruðu fyrir stundu upp á þak Stjórnarráðsins, drógu íslenska fánann niður og ætluðu að flagga öðrum fána. Á þeim fána var áletrunin, "Engin helvítis álver", því má leiða líkum að því að mótmælendur framkvæmda við Kárahnjúka hafi staðið fyrir gjörningnum. Lögregla var kölluð til og mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu nauðganir kærðar

Alls hafa borist 81 kynferðisbrotamál til neyðarmóttökunnar það sem af er þessu ári. 34 þeirra hafa verið kærð til lögreglu. Kærur vegna nauðgunar sem lögreglan í Reykjavík hefur fengið til meðferðar það sem af er árinu eru 20 talsins </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vaxtalaus listmunalán

Vaxtalaus listmunalán þykja hafa hleypt lífi í listmunamarkaðinn hér á landi og opnað almenningi leið að samtímalist. Þegar hefur verið gengið frá tvö hundruð og tuttugu lánum, fyrir rúmlega fjörutíu og þrjár milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðgera kosningar á Sri Lanka

Hæstiréttur Sri Lanka ákvað í morgun að forsetakosningar skildu haldnar í landinu síðar á þessu ári. Nokkrar deilur hafa staðið um hvort valdatíma núverandi forseta, Tsjandríka Kúmaratunga, eigi að ljúka á þessu ári eða því næsta. Sjálf vildi Kúmaratúnga halda völdum í eitt ár til viðbótar, en andstæðingar hennar hafa krafist þess að kosið skuli strax á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri fóstureyðingar en fæðingar

Fleiri fóstureyðingar eru í Rússlandi árlega en fæðingar, samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla. Rússar lifa skemur nú en á tímum kommúnistastjórnarinnar og þeir eru líka fátækari. Ástandið er nú þannig að ellilífeyrisþegar eru mun fleiri en börn og táningar.

Erlent
Fréttamynd

Kallaði Baugsfjölskyldu skítapakk

Forstöðumaður svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, Sigmundur Sigurgeirsson, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Þar kallaði hann Jóhannes Jónsson og börn hans skítapakk og hét hann því að stíga aldrei fæti inn í verslanir þeirra í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn látast við leit

Tveir egypskir lögreglumenn létust í dag þegar tvær jarðsprengjur sprungu á svæði á Sínaískaga þar sem lögregla leitar þeirra sem stóðu að sprengjutilræði í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem jarðsprengja springur á svæðinu en í gær skemmdist brynvarinn bíll og þrír lögreglumenn særðust í leit sinni að hryðjuverkamönnunum.

Erlent
Fréttamynd

Enn er allt í hnút

Ekkert varð af því að íraska þingið legði blessun sína yfir drög að framtíðarstjórnarskrá landsins í gær en þá rann frestur þess til þess út. Lík 36 Íraka fundust í gær en þeir voru teknir af lífi fyrir nokkrum árum.

Erlent
Fréttamynd

Framlengja varðhald vegna morðs

Gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem grunaður er um að hafa orðið Vu Van Pong að bana í Kópavogi í maí hefur verið framlengt til 5. október næstkomandi. Hann hefur játað á sig morðið og telur lögreglan í Kópavogi sig hafa lokið rannsókn málsins og verður það sent ríkissaksóknara til umfjöllunar á morgun eða í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður eftir mánaðamótin

Nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda leggur til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði endurskoðaður með breytta öryggishagsmuni huga í kjölfar kalda stríðsins. Lagt er til að endurskoðuð verði þörf fyrir herafla og umsvif sjó- eða flughers hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Tilræði við ráðherra

Tvær sprengjur sprungu við vegkant í borginni Nazran í múslimafylkinu Ingushetia í Rússlandi í gær þegar forsætisráðherra fylkisins var ekið hjá. Fylkið á landamæri að Téténíu. Bílstjóri forsætisráðherrans lést í tilræðinu og forsætisráðherran sjálfur ásamt tveimur öðrum slasaðist nokkuð við sprenginguna.

Erlent
Fréttamynd

Hjón reisa 400 íbúða hverfi

Mosfellsbær hefur gert samkomulag við eigendur landsins Leirvogstungu í Mosfellsbæ um uppbyggingu 400 íbúða næstu fjögur árin. Samningurinn er nýmæli því um einkaframkvæmd að öllu leyti er að ræða og uppbyggingin sveitarfélaginu alveg að kostnaðarlausu.

Innlent
Fréttamynd

Skoða kosti hvers möguleika

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og skipulags- og byggingarsvið borgarinnar hefja á næstunni athugun á mögulegri styttingu flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og hugsanlegum flutningi flugvallarins á aðra staði á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Löglega boðað til kosninganna

Hæstiréttur Þýskalands úrskurðaði í gær að fyrirhugaðar þingkosningar mættu fara fram 18. september eins og ráðgert hafði verið. Tveir þingmenn höfðu lagt fram kvörtun þar sem þeir efuðust um lögmæti þess hvernig Gerhard Schröder boðaði til kosninganna í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Erlendir eftirlitsmenn í Noregi

Norðmenn hafa boðið eftirlitsmönnum frá ýmsum ríkjum þar sem lýðræði hefur staðið völtum fótum til að fylgjast með framkvæmd norsku þingkosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Svíakóngur í árekstri

Karl Gústaf Svíakonunungur lenti í árekstri á silfurlitaðri BMW-bifreið sinni í gær. Hann ók aftan á bláan Volvo utan við hamborgarastaðinn Max í miðborg Norrköping skömmu fyrir hádegið.

Erlent