Erlent

Tamílar hæstánægðir

Hæstiréttur Srí Lanka úrskurðaði í gær að halda skyldi forsetakosningar á þessu ári. Tíðindin þykja sigur fyrir stjórnarandstöðu Tamíla en að sama skapi áfall fyrir forsetann Chandrika Kumaratunga og stuðningsmenn hennar. Að hennar mati átti kjörtímabilið að vara ári lengur en dómstóllinn komst að annarri niðurstöðu. Vonast er til þess að úrskurðurinn og kosningarnar verði til þess að skriður komist á friðarferlið í landinu en þar hefur verið vopnahlé milli Tamíla og Singalesa síðan árið 2002. Vopnahléið hefur oft staðið tæpt en unnið er að því að koma á varanlegum friði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×