Erlent

Sænskir jafnaðarmenn auka við sig

Sænskir jafnaðarmenn sækja í sig veðrið samkvæmt nýrri skoðanakönnun fyrir Dagens Nyheter. Fylgi flokksins var í lágmarki fyrr í sumar eða rétt yfir þrjátíu prósentum, en það er nú komið yfir þrjátíu og fjögur prósent. Stjórnin hefur enda lofað öllu fögru, bæði skattalækkunum og atvinnusköpun. Þrátt fyrir þetta er fylgi jafnaðarmanna og samstarfsflokka þeirra minna en samanlagt fylgi borgaralegu stjórnarandstöðuflokkanna, en fjórir þeirra hafa myndað kosningabandalag sem nýtur fylgis ríflega fimmtíu og þriggja prósenta aðspurðra. Ár er í kosningar í Svíþjóð en kosningabaráttan er engu að síður hafin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×