Erlent

Basajev staðgengill leiðtoga

Sjamíl Basajev, maðurinn sem stýrði árásinni á barnaskólan í Beslan í Rússlandi fyrir réttu ári, hefur verið útnefndur staðgengill leiðtoga uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu. Þrjú hundruð og þrjátíu fórust í Beslan, meirihlutinn börn. Basajev var að mestu kominn út úr forystusveit uppreisnarmannanna þar sem aðferðir hans þóttu of öfgakenndar, en sjálfur lýsir hann sér sem glæpamanni og hryðjuverkamanni. Tilnefning hans nú þykir til marks um að öfgamenn hafi náð undirtökunum innan aðskilnaðarhreyfingarinnar. Basajev telur óbreytta Rússa löggild skotmörk og hefur verið duglegur við að stofna til bandalaga með íslömskum öfgamönnum hvar og hvenær sem er



Fleiri fréttir

Sjá meira


×