Erlent

Ráðgera kosningar á Sri Lanka

Hæstiréttur Sri Lanka ákvað í morgun að forsetakosningar skildu haldnar í landinu síðar á þessu ári. Nokkrar deilur hafa staðið um hvort valdatíma núverandi forseta, Tsjandríka Kúmaratunga, eigi að ljúka á þessu ári eða því næsta. Sjálf vildi Kúmaratúnga halda völdum í eitt ár til viðbótar, en andstæðingar hennar hafa krafist þess að kosið skuli strax á þessu ári. Hæstirétturinn komst að þeirri niðurstöðu að valdatíð hennar ljúki á þessu ári og samkvæmt stjórnarskrá Sri Lanka má hún ekki bjóða sig fram á nýjan leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×