Erlent

Hittust eftir hálfa öld

Um 150 Suður-Kóreumenn hittu í fyrsta skipti í gær ættingja sína sem búa í Norður-Kóreu eftir rúmlega hálfrar aldar aðskilnað. Á mánudag er svo ráðgert að 430 aðrir Suður-Kóreumenn fari norður að hitta ættingja. Aldraðir Suður-Kóreumenn sækjast mjög eftir að komast norður yfir landamærin í nokkra daga til að hitta ættingja sem þeir skildu við fyrir hálfri öld. Þetta er í ellefta skipti sem slíkar ferðir eru farnar. Þá hefur einnig verið komið á fjarfundum með þar til gerðum tölvubúnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×