Erlent

Pyntaðir til sagna

Yfirvöld í Úsbekistan hafa hneppt hundruð manna í varðhald og þvingað þá til að viðurkenna tengsl við íslamska öfgamenn. Samtökin Human Rights Watch segja þau hafa gert þetta til að réttlæta harkalegar aðgerðir sínar gegn mótmælendum á sínum vegum í bænum Andizhan í maí sem kostuðu 500 mannslíf. Ríkisstjórn Islam Karimov, forseta Úsbekistan, hefur alfarið hafnað alþjóðlegri rannsókn á þessum hörðustu aðgerðum stjórnarhers gegn borgurum síðan fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar urðu árið 1989. Hún staðhæfir hins vegar að aðfarirnar hafi verið nauðsynlegar til að berja niður íslamska bókstafstrúarmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×