Fréttir

Fréttamynd

R-listi fengi átta borgarfulltrúa

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hefði R-listinn meiri stuðning Reykvíkinga nú, en samanlagður stuðningur við samstarfsflokka um hann. Tæplega helmingur segist hefðu stutt R-listann hefði samstaða náðst um að bjóða aftur fram undir hans nafni.

Innlent
Fréttamynd

Ryanair vill inn á Noregsmarkað

Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair vill komast inn á norskan innanlandsflugmarkað. Í <em>Vegvísi</em> Landsbankans segir að framkvæmdastjóri Ryanair í Evrópu, Sidean Finn, telji innanlandsflugmarkaðinn í Noregi vera stóran - Noregur sé langt land, og margir þurfi að komast fljótt og ódýrt á milli suðurhlutans og norðurhlutans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segja ásakanir SI ekki réttar

Forsvarsmenn Didrix spa skólans segja ásakanir Samtaka iðnaðarins um að skólinn reyni að villa um fyrir nemendum sínum ekki réttar og að ekkert fé hafi verið svikið út úr nemendunum, þeir hafi tekið upplýsta ákvörðun um að innrita sig í skólann og greiða uppsett skólagjöld.

Innlent
Fréttamynd

Felldu al-Qaida liða nærri Qaim

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hersveitir hefðu fellt nokkra al-Qaida liða í loftárás á felustað uppreisnarmanna nærri bænum Qaim við landamæri Sýrlands og Íraks. Ekki er ljóst hversu margir voru vegnir. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera segir 40 hafa látist í árásinni, sem hafi verið gerð um miðja nótt að írökskum tíma, en talskona Bandaríkjahers segir árásina hafa verið gerða snemma í morgun en tilgreinir ekki fjölda látinna.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í stórsigur vinstrimanna

Allt útlit er fyrir að vinstri flokkarnir í Noregi vinni stórsigur í þingkosningunum sem fara fram í landinu í næsta mánuði. Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Norska ríkissjónvarpið og norska Dagblaðið fá vinstri flokkarnir 90 þingsæti af 169 á norska Stórþinginu, en um þriðjungur Norðmanna ætlar að kjósa Verkamannaflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður skipuð héraðsdómari

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Ragnheiði Bragadóttur héraðsdómslögmann í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Austurlands frá og með 15. september.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kosningar að hausti

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, vilja gera breytingar á kosningalöggjöfinni á þann veg að kosið verði til Alþingis og sveitarstjórna að hausti en ekki að vori. Ástæðan er sú að þeir telja núverandi fyrirkomulag draga stórlega úr möguleikum ungs fólks á að taka þátt í kosningastarfi þar sem stór hluti þess sé námsmenn sem standi í próflestri á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir vegna morðins á Hariri

Líbanska lögreglan handtók í morgun þrjá fyrrverandi leyniþjónustumenn og einn fyrrverandi þingmann. Fjórmenningarnir voru hallir undir stjórnvöld í Sýrlandi og jafnvel er talið að þeir hafi átt einhvern þátt í morðinu á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Leggur til fé til djúpborunar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fram fé í hið íslenska djúpborunarverkefni næstu fjögur árin. Markmið verkefnisins er að komast að því hver sé raunverulegur orkuforði landsins þar sem leiða megi að því líkur að nýtanlegar háhitaauðlindir landsins kunni að vera stórlega vanmetnar.

Innlent
Fréttamynd

Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum

Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Aspirín gott fyrir hjartaaðgerð

Ný rannsókn bendir til þess að þeim sem taki aspirín fyrir hjartaaðgerð farnist betur eftir aðgerðina en þeim sem ekki taka lyfið. Rannsóknin náði til meira en 1600 hjartasjúklinga sem var skipt í tvo hópa. Aðeins 1,7 prósent þeirra sem tóku aspirín fyrir aðgerðina létust á meðan á rannsókninni stóð en 4,4 prósent þeirra sem ekki tóku lyfið létust í kjölfar aðgerðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Blásið til sóknar gegn garnaveiki

Dýralæknar hyggjast herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Markmið þeirra er að hægt verði að leggja bólusetningar af. Það hefði í för með sér minni kostnað, betri afurðir og betri meðferð á skepnunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Barnamorðingja leitað

Tveir karlmenn réðust inn í hús í Newcastle á sunnudagskvöldið, rotuðu þar konu sem þar bjó og kveiktu svo í. Konan vaknaði skömmu síðar, bundin á höndum, en þá var mikill reykur í íbúðinni.

Erlent
Fréttamynd

Lestarstöð rýmd í Kaupmannahöfn

Lestarstöðin Österport í Kaupmannahöfn var rýmd í dag á háannatíma vegna tösku sem enginn kannaðist við að eiga. Sprengjusveit lögreglunnar mun taka töskuna og sprengja ef engin önnur skýring finnst. Danir eru farnir að hafa vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum og hefur öryggisgæsla á fjölförnum stöðum eins og Österport verið aukin.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælti ekki gæsluvarðhaldi

Sigurður Freyr Kristmundsson, sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, mótmælti ekki úrskurði um frekara gæsluvarðhald yfir honum til 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Allmörg mál komið upp í átaki

Frá því að verkefninu Einn réttur - ekkert svindl var hleypt af stokkunum innan Alþýðusambands Íslands í vor hefur komið í ljós að víða er pottur brotinn á vinnumarkaðnum. Allmörg mál hafa komið til kasta starfsmanna átaksins og miklum upplýsingum verið safnað um ástandið á vinnumarkaði, en meginmarkmið átaksins er að vinna gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi og verja kjör og réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Netanyahu vill leiða Likud

Benjamin Netanyahu, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels, tilkynnti í dag að hann muni keppa við Ariel Sharon um leiðtogasætið í Likud-flokknum. Flokkurinn mun líklega velja sér formann fyrir lok ársins. Netanyahu verður fulltrúi harðlínumanna sem eru ósáttir við þá stefnu Sharons að rýma landnemabyggðir á Gaza og nokkrar á Vesturbakkanum til að reyna að ná sáttum við Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Elsta kona í heimi látin

Hollensk kona, sem samkvæmt Heimsmetabók Guinness var elst jarðarbúa, lést í morgun 115 ára að aldri. Hendrikje van Andel-Schipper, eða Hennie eins og hún var kölluð, hafði undanfarin ár búið á hjúkrunarheimili í bænum Hoogenveen en hún lést í svefni í nótt að sögn forstöðumanns hjúkrunaheimilisins.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að skjóta mávinn

Mávum hefur fjölgað verulega í höfuðborginni í sumar og hefur borgaryfirvöldum borist óvenjumikið af kvörtunum vegna þessa. Þetta kom fram í svari frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Gísla Marteins Baldurssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi umhverfisráðs borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

SF varar við ráðstefnupöntunum

Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað félagsmenn sína við ráðstefnupöntunum frá erlendum aðilum sem augljóslega eru að reyna að svíkja út peninga. Fólkið pantar gjarnan herbergi og fundaraðstöðu í 2-3 vikur, leggur áherslu á að greiða allt fyrirfram, sendir tékka eða kreditkortanúmer og óskar eftir að hluti greiðslunnar sé sendur aftur til baka sem umboðslaun eða framsendur til tiltekinna fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn

Verjandi 37 ára gamals Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru til fíkniefnaframleiðslu segir brotalöm í rannsókn sjálfkrafa kalla á sýknudóm. Maðurinn neitar sök og segist hafa ætlað að eiga hér ástarfund. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á Vioxx að hefjast

Landlæknisembættið er að hrinda úr vör rannsókn á afleiðingum aukaverkana gigtarlyfsins Vioxx hér á landi. Hæstaréttarlögmaður segir niðurstöður hennar geti hugsanlega leitt til málshöfðunar af hendi þeirra sem notuðu Vioxx og fengu hjartaáfall. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Líkleg valdaskipti í Noregi

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra Noregs. Samkvæmt nýrri könnun stefnir í stórsigur vinstri flokkanna í þingkosningunum í Noregi eftir tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að hafa vitað af sýrunni

Litháinn sem tekinn var með brennisteinssýru í Leifsstöð neitar að hafa vitað af sýrunni í áfengisflöskum sem hann var með. Aðalmeðferð í máli hans fer nú fram í Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

Sölubann og stytt veiðitímabil

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kynnti í dag reglugerð um fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2005. Samkvæmt henni verður sölubann á veiðibráð og rjúpnaafurðum og veiðitímabilið verður frá 15. október til 30. nóvember, en fyrir friðun voru veiðar leyfðar til 22. desember.

Innlent
Fréttamynd

Málefnin ráða afstöðu kjósenda

Í skoðanakönnun sem Opinion hefur gert fyrir norska dagblaðið Aftenposten telja 57 prósent aðspurðra að málefni ráði mestu um hvaða flokk þeir kjósa í kosningunum til norska Stórþingsins eftir 12 daga.

Erlent
Fréttamynd

Vill þjóðnýta landareignir hvítra

Flokkur Roberts Mugabes, forseta Simbabve, samþykkti í dag að breyta stjórnarskrá landsins svo þjóðnýta megi landareignir hvítra manna sem teknar hafa verið eignarnámi og eigendurnir hraktir á brott. Breytingin felur einnig í sér leyfi til að setja ferðabann á þá sem stjórnin flokkar sem „svikara“, það er þá sem ekki styðja forsetann.

Erlent
Fréttamynd

Fjölþjóðleg sprengjueyðingaræfing

Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge 2005, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa fyrir æfingunni en markmið hennar er að æfa viðbrögð við ýmiss konar hryðjuverkum, svo sem sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um lagabreytingar

Þverpólitísk samstaða er um það að breyta lögum um ríkiserfðir í Danmörku þannig að fyrsta barn Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprisessu verði erfingi krúnunnar hvort sem það verður stelpa eða strákur. Frá þessu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund með leiðtogum annarra þingflokka.

Erlent