Blásið til sóknar gegn garnaveiki 30. ágúst 2005 00:01 Dýralæknar ætla að herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Vonir þeirra standa til að hægt verði að leggja bólusetningu gegn veikinni af. Sigurður Sigurðarsson dýralæknir smitsjúkdóma kallar á samstöðu bænda og sveitarstjórna í málinu. "Í haust var áformað, ef skilyrði væru til, að hætta bólusetningu á Austurlandi frá Jökulsá í Öxarfirði og Melrakkasléttu að Héraðsflóa og Kárahnjúkum. Jafnvel einnig frá Reyðarfirði og Hallormsstað til Berufjarðar," segir hann. "En svör bænda á þessum svæðum við könnun okkar á síðastliðnu vori eru þó svo dræm, að óvíst er að hætt verði að bólusetja í haust. Sveitarstjórnir og bændur verða að bregðast rösklegar við, ef það á að verða." Að sögn Sigurðar er hætta á að veikin magnist upp þegar hætt er að bólusetja, sé hún enn til staðar, þótt engir eða fáir verði hennar varir meðan bólusett er. Þegar hætt er að bólusetja eykst hætta vegna smitefna sem flutt eru inn á slíkt svæði í hugsunarleysi og kæruleysi með heyi, skítugum gripaflutningabílum, landbúnaðartækjum og hestakerrum, sem sauðfé hefur verið flutt í. "Öllu slíku er hægt að afstýra, ef menn sofna ekki á verðinum," segir Sigurður. "Allir verða að finna til ábyrgðar. Það hefur tekist á tilteknum svæðum hingað til, en þar má heldur ekki sofna á verði, þótt vel hafi gengið. Ávinningur við að geta hætt bólusetningu er mikill bæði í kostnaði við hana sem ekki þarf þá lengur að greiða, minni skemmdum á afurðum og betri meðferð á skepnunum." Hann undirstrikar, að veikin hafi verið upprætt á nokkrum svæðum, þar sem hún hafi áður verið útbreidd og valdið tjóni. Ef fylgt sé tilteknum varúðarreglum megi ætla að unnt verði, án umtalsverðrar hættu, að leggja niður bólusetningu gegn veikinni á einu svæði eftir annað þar til hún hefur verið upprætt. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Dýralæknar ætla að herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Vonir þeirra standa til að hægt verði að leggja bólusetningu gegn veikinni af. Sigurður Sigurðarsson dýralæknir smitsjúkdóma kallar á samstöðu bænda og sveitarstjórna í málinu. "Í haust var áformað, ef skilyrði væru til, að hætta bólusetningu á Austurlandi frá Jökulsá í Öxarfirði og Melrakkasléttu að Héraðsflóa og Kárahnjúkum. Jafnvel einnig frá Reyðarfirði og Hallormsstað til Berufjarðar," segir hann. "En svör bænda á þessum svæðum við könnun okkar á síðastliðnu vori eru þó svo dræm, að óvíst er að hætt verði að bólusetja í haust. Sveitarstjórnir og bændur verða að bregðast rösklegar við, ef það á að verða." Að sögn Sigurðar er hætta á að veikin magnist upp þegar hætt er að bólusetja, sé hún enn til staðar, þótt engir eða fáir verði hennar varir meðan bólusett er. Þegar hætt er að bólusetja eykst hætta vegna smitefna sem flutt eru inn á slíkt svæði í hugsunarleysi og kæruleysi með heyi, skítugum gripaflutningabílum, landbúnaðartækjum og hestakerrum, sem sauðfé hefur verið flutt í. "Öllu slíku er hægt að afstýra, ef menn sofna ekki á verðinum," segir Sigurður. "Allir verða að finna til ábyrgðar. Það hefur tekist á tilteknum svæðum hingað til, en þar má heldur ekki sofna á verði, þótt vel hafi gengið. Ávinningur við að geta hætt bólusetningu er mikill bæði í kostnaði við hana sem ekki þarf þá lengur að greiða, minni skemmdum á afurðum og betri meðferð á skepnunum." Hann undirstrikar, að veikin hafi verið upprætt á nokkrum svæðum, þar sem hún hafi áður verið útbreidd og valdið tjóni. Ef fylgt sé tilteknum varúðarreglum megi ætla að unnt verði, án umtalsverðrar hættu, að leggja niður bólusetningu gegn veikinni á einu svæði eftir annað þar til hún hefur verið upprætt.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira