Fréttir Rúmt tonn af rusli Frá hverri fimm manna fjölskyldu í Reykjavík kemur rúmt tonn af rusli á hverju ári. Borgaryfirvöld kynntu í dag sérstakt átak sitt í umhverfismálum, eða vitundarvakningu eins og það er kallað. Innlent 23.10.2005 15:00 Nýr varafréttastjóri Þórir Guðmundsson var í gær ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann mun stýra gæða- og þróunarstarfi á fréttastofunni auk þess að flytja erlendar fréttir. Innlent 23.10.2005 15:00 Tafir á umferð í Svínadal Lögreglan í Búðardal segir að töluverðar tafir verði á umferð um Svínadal í Dalasýslu fram eftir degi þar sem verið er að ná upp fjárflutningabíl sem valt þar í gær. Vegfarendum er bent á nota veginn um Fellsströnd í staðinn. Innlent 23.10.2005 15:00 Krefur ráðuneytið um upplýsingar Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Innlent 23.10.2005 15:00 Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Innlent 23.10.2005 15:00 Ýkjur einkenndu fréttaflutninginn Heimsbyggðin fylltist óhug eftir að hafa heyrt fréttaflutning af afleiðingum fellibylsins Katrínar. Nú er hins vegar að koma í ljós að fréttirnar voru í mörgum tilvikum meira í ætt við tröllasögur en raunverulegar lýsingar á því sem gerðist. Erlent 23.10.2005 15:00 Vara við flóðum vegna fellibyls Yfirvöld í Víetnam gáfu í dag út flóðaviðvaranir í kjölfar þess að fellibylurinn Damrey reið yfir norður- og miðhluta landsins. Þegar hafa fimm látist af völdum fellibylsins í landinu. Yfirvöld höfðu komið upp sjóvarnargörðum til þess að reyna að koma í veg fyrir flóð vegna fellibylsins en skörð komu í garðana þannig að það flæddi m.a. yfir hrísgrjónaakra á svæðinu. Erlent 23.10.2005 15:00 Ágreiningur á Álftanesi Bæjarstjórn Álftaness greinir á um þá fyrirætlan að leigja undir aðstöðu frá Hjúkrunarheimilinu Eir, en það er nú að fara að byggja öryggisíbúðir og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Innan bæjarfélagsins er í skoðun að það leigi húsnæði sem tengist þessum byggingum af Eir til fjörutíu ára og noti undir stjórnsýslu og bókasafn. Innlent 23.10.2005 15:00 Varað við hálku og hálkublettum Vegagerðin varar áfram við hálku og hálkublettum víða um land auk þess sem verið er að moka heiðar á Vestfjörðum. Það eru hálkublettir á heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er verið að moka Klettsháls, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall. Þá er hálka á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Innlent 23.10.2005 15:00 Enga óhollustu í breskum skólum Nemendur í breskum skólum mun innan árs aðeins vera borinn á borð hollur matur í skólamötuneytum. Banna á allan fituríkan mat, saltan og sykraðan í mötuneytum í enskum skólum og jafnframt alla sjálfsala sem selja gos og sælgæti. Erlent 23.10.2005 15:00 Lynndie fékk þriggja ára dóm Herréttur í Texas dæmdi í fyrrakvöld Lynndie England í þriggja ára fangelsi fyrir að niðurlægja og misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Erlent 23.10.2005 15:00 Fullbrúklegir hlutir látnir liggja Það eru ekki bara skósmiðir og fatahreinsanir sem sitja uppi með ósótta fullbrúklega hluti - hjá gullsmiðum og saumastofum svigna fataslár og læstar skúffur undan dýru skarti og klæðum sem eigendur hirða ekki um að sækja. Innlent 23.10.2005 15:00 Útlit fyrir metár í laxveiði Flest bendir til þess að laxveiðin í ár nemi um það bil 55 þúsund löxum, sem er rösklega tvö þúsund löxum meira en metárið 1978. Innlent 23.10.2005 15:00 Þórir ráðinn varafréttastjóri Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Þórir var meðal fyrstu starfsmanna fréttastofu Stöðvar 2 þegar hún hóf starfsemi fyrir 19 árum. Hann vann fyrir Alþjóða Rauða krossinn í tæp fjögur ár en síðustu sex ár hefur hann verið yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Innlent 23.10.2005 15:00 Viðræður hefjast á ný í Þýskalandi Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtog Kristilegra demókrata, hefja í dag aftur viðræður um myndun samsteypustjórnar í Þýskalandi í kjölfar kosninga til þýska sambandsþingsins 18. september síðastliðinn. Viðræður hófust í síðustu viku en upp úr þeim slitnaði þar sem bæði Merkel og Schröder gerðu bæði tilkall til kanslaraembættisins, en fylkingar þeirra fengu svipað fylgi í kosningunum. Erlent 23.10.2005 15:00 Skuldaaukning upp á 240 milljarða Heildarútlán bankakerfisins hafa aukist um nær áttahundruð og fimmtíu milljarða króna á einu ári. Sú útlánaaukning jafngildir nær þreföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Innlent 23.10.2005 15:00 Bæjarstjórn styður sameiningu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. Innlent 23.10.2005 15:00 Mannskætt rútuslys í Perú Að minnsta kosti átján manns létust og 40 slösuðust þegar tvær rútubifreiðar lentu í árekstri á hraðbraut í Perú í gærkvöld. Slysið varð 270 kílómetra suður af höfuðborginni Lima þegar önnur rútan reyndi að fara fram úr bíl en ók þá í veg fyrir aðra rútu sem kom úr gagnstæðri átt. Erlent 23.10.2005 15:00 Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var á þriðjudaginn endurkjörinn formaður Heimdallar á aðalfundi félagsins. Yfir þúsund manns greiddu atkvæði á fundinum, sem mun vera sá fjölmennasti í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00 Einkabílar stærri og kraftmeiri Einkabílum í Reykjavík hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og mun hraðar en Reykvíkingum. Árið 2004 voru í borginni um 610 bílar á hverja þúsund íbúa, samanborið við 463 bíla árið 1996. "Það eru mörk sem eru miklu nær Norður-Ameríku en Norðurlöndunum," segir Hjalti J. Guðmundsson, yfirmaður Staðardagskrár 21. Innlent 23.10.2005 15:00 Sjötug kona beitt ofbeldi Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfarafótt sunnudags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bankað upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn. Innlent 23.10.2005 15:00 Háspennulína lögð í jörð Hitaveita Suðurnesja mun að öllum líkindum grafa rafstreng frá Reykjanesvirkjun í jörðu, en það kostar ríflega fimmfalt meira en að leggja loftlínu. Ástæðan er samkomulag við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem höfðu áhyggjur af sjónmengun á svæðinu. Innlent 23.10.2005 15:00 Nýr landsstjóri í Kanada Michaëlle Jean sór í gær embættiseið sem nýr landsstjóri í Kanada en hún er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir þessu embætti. Skipan hennar hefur verið vel tekið víðast hvar í Kanada en var þó ekki óumdeild. Landsstjórinn er fulltrúi Bretadrottningar sem er eiginlegur þjóðhöfðingi Kanada. Erlent 23.10.2005 15:00 Hyggjast banna ruslfæði í skólum Ruth Kelly, menntamálaráðaherra Bretlands, tilkynnir í dag á þingi Verkamannaflokksins að til standi að banna allt ruslfæði í breskum skólum innan árs í viðleitni til að bæta heilsu breskra barna. Umræða um hollari máltíðir í skólum komst í hámæli í kosningunum í Bretlandi í vor en þá vakti sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver athygli á málinu og hefur hann leitt baráttuna fram til þessa. Erlent 23.10.2005 15:00 Barin fyrir að kvarta undan látum Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. Innlent 23.10.2005 15:00 Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Innlent 23.10.2005 15:00 Írakar reiðir vegna dóms Reiði braust út meðal almennings í Írak þegar kunnugt varð að Lynndie England fengi aðeins þriggja ára fangelsisdóm fyrir að misþyrma og niðurlægja írakska fanga í Abu Ghraib fangelsinu. Erlent 23.10.2005 15:00 Harka gegn Hamas Ísraelsher hélt áfram hernaðaraðgerðum sínum í gær gegn herskáum Palestínumönnum. Ísraelar segja hörkuna nauðsynlega en Hamas telur að verið sé að veikja samtökin í pólitísku tilliti. Erlent 23.10.2005 15:00 Sækja í lífsgæðin í Evrópu Þúsund innflytjendur frá fátækum ríkjum Afríku réðust á varnargirðingu milli Spánar og Marokkós til að freista þess að öðlast betri lífsgæði í Evrópu. Girðinguna reistu Spánverjar til að halda frá ólöglegum innflytjendum frá fátækum ríkjum suðlægrar Afríku sem reyna að flýja eymdina í heimalandinu. Erlent 23.10.2005 15:00 Leituðu músar í flugvél Heldur óvenjulegur laumufarþegi fannst í flugvél á vegum Qatar Airways þegar verið var að undirbúa flugtak frá flugvellinum í Maníla á dögunum. Einn úr áhöfinni kom þá auga á litla mús sem skaust á milli sæta í farþegarými vélarinnar. Flugstjórinn greip til þess ráðs að skipa öllum 250 farþegunum að fara út út vélinni á meðan reynt var að ná nagdýrinu. Erlent 23.10.2005 15:00 « ‹ ›
Rúmt tonn af rusli Frá hverri fimm manna fjölskyldu í Reykjavík kemur rúmt tonn af rusli á hverju ári. Borgaryfirvöld kynntu í dag sérstakt átak sitt í umhverfismálum, eða vitundarvakningu eins og það er kallað. Innlent 23.10.2005 15:00
Nýr varafréttastjóri Þórir Guðmundsson var í gær ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann mun stýra gæða- og þróunarstarfi á fréttastofunni auk þess að flytja erlendar fréttir. Innlent 23.10.2005 15:00
Tafir á umferð í Svínadal Lögreglan í Búðardal segir að töluverðar tafir verði á umferð um Svínadal í Dalasýslu fram eftir degi þar sem verið er að ná upp fjárflutningabíl sem valt þar í gær. Vegfarendum er bent á nota veginn um Fellsströnd í staðinn. Innlent 23.10.2005 15:00
Krefur ráðuneytið um upplýsingar Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Innlent 23.10.2005 15:00
Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Innlent 23.10.2005 15:00
Ýkjur einkenndu fréttaflutninginn Heimsbyggðin fylltist óhug eftir að hafa heyrt fréttaflutning af afleiðingum fellibylsins Katrínar. Nú er hins vegar að koma í ljós að fréttirnar voru í mörgum tilvikum meira í ætt við tröllasögur en raunverulegar lýsingar á því sem gerðist. Erlent 23.10.2005 15:00
Vara við flóðum vegna fellibyls Yfirvöld í Víetnam gáfu í dag út flóðaviðvaranir í kjölfar þess að fellibylurinn Damrey reið yfir norður- og miðhluta landsins. Þegar hafa fimm látist af völdum fellibylsins í landinu. Yfirvöld höfðu komið upp sjóvarnargörðum til þess að reyna að koma í veg fyrir flóð vegna fellibylsins en skörð komu í garðana þannig að það flæddi m.a. yfir hrísgrjónaakra á svæðinu. Erlent 23.10.2005 15:00
Ágreiningur á Álftanesi Bæjarstjórn Álftaness greinir á um þá fyrirætlan að leigja undir aðstöðu frá Hjúkrunarheimilinu Eir, en það er nú að fara að byggja öryggisíbúðir og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Innan bæjarfélagsins er í skoðun að það leigi húsnæði sem tengist þessum byggingum af Eir til fjörutíu ára og noti undir stjórnsýslu og bókasafn. Innlent 23.10.2005 15:00
Varað við hálku og hálkublettum Vegagerðin varar áfram við hálku og hálkublettum víða um land auk þess sem verið er að moka heiðar á Vestfjörðum. Það eru hálkublettir á heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er verið að moka Klettsháls, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall. Þá er hálka á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Innlent 23.10.2005 15:00
Enga óhollustu í breskum skólum Nemendur í breskum skólum mun innan árs aðeins vera borinn á borð hollur matur í skólamötuneytum. Banna á allan fituríkan mat, saltan og sykraðan í mötuneytum í enskum skólum og jafnframt alla sjálfsala sem selja gos og sælgæti. Erlent 23.10.2005 15:00
Lynndie fékk þriggja ára dóm Herréttur í Texas dæmdi í fyrrakvöld Lynndie England í þriggja ára fangelsi fyrir að niðurlægja og misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Erlent 23.10.2005 15:00
Fullbrúklegir hlutir látnir liggja Það eru ekki bara skósmiðir og fatahreinsanir sem sitja uppi með ósótta fullbrúklega hluti - hjá gullsmiðum og saumastofum svigna fataslár og læstar skúffur undan dýru skarti og klæðum sem eigendur hirða ekki um að sækja. Innlent 23.10.2005 15:00
Útlit fyrir metár í laxveiði Flest bendir til þess að laxveiðin í ár nemi um það bil 55 þúsund löxum, sem er rösklega tvö þúsund löxum meira en metárið 1978. Innlent 23.10.2005 15:00
Þórir ráðinn varafréttastjóri Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Þórir var meðal fyrstu starfsmanna fréttastofu Stöðvar 2 þegar hún hóf starfsemi fyrir 19 árum. Hann vann fyrir Alþjóða Rauða krossinn í tæp fjögur ár en síðustu sex ár hefur hann verið yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Innlent 23.10.2005 15:00
Viðræður hefjast á ný í Þýskalandi Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtog Kristilegra demókrata, hefja í dag aftur viðræður um myndun samsteypustjórnar í Þýskalandi í kjölfar kosninga til þýska sambandsþingsins 18. september síðastliðinn. Viðræður hófust í síðustu viku en upp úr þeim slitnaði þar sem bæði Merkel og Schröder gerðu bæði tilkall til kanslaraembættisins, en fylkingar þeirra fengu svipað fylgi í kosningunum. Erlent 23.10.2005 15:00
Skuldaaukning upp á 240 milljarða Heildarútlán bankakerfisins hafa aukist um nær áttahundruð og fimmtíu milljarða króna á einu ári. Sú útlánaaukning jafngildir nær þreföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Innlent 23.10.2005 15:00
Bæjarstjórn styður sameiningu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. Innlent 23.10.2005 15:00
Mannskætt rútuslys í Perú Að minnsta kosti átján manns létust og 40 slösuðust þegar tvær rútubifreiðar lentu í árekstri á hraðbraut í Perú í gærkvöld. Slysið varð 270 kílómetra suður af höfuðborginni Lima þegar önnur rútan reyndi að fara fram úr bíl en ók þá í veg fyrir aðra rútu sem kom úr gagnstæðri átt. Erlent 23.10.2005 15:00
Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var á þriðjudaginn endurkjörinn formaður Heimdallar á aðalfundi félagsins. Yfir þúsund manns greiddu atkvæði á fundinum, sem mun vera sá fjölmennasti í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00
Einkabílar stærri og kraftmeiri Einkabílum í Reykjavík hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og mun hraðar en Reykvíkingum. Árið 2004 voru í borginni um 610 bílar á hverja þúsund íbúa, samanborið við 463 bíla árið 1996. "Það eru mörk sem eru miklu nær Norður-Ameríku en Norðurlöndunum," segir Hjalti J. Guðmundsson, yfirmaður Staðardagskrár 21. Innlent 23.10.2005 15:00
Sjötug kona beitt ofbeldi Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfarafótt sunnudags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bankað upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn. Innlent 23.10.2005 15:00
Háspennulína lögð í jörð Hitaveita Suðurnesja mun að öllum líkindum grafa rafstreng frá Reykjanesvirkjun í jörðu, en það kostar ríflega fimmfalt meira en að leggja loftlínu. Ástæðan er samkomulag við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem höfðu áhyggjur af sjónmengun á svæðinu. Innlent 23.10.2005 15:00
Nýr landsstjóri í Kanada Michaëlle Jean sór í gær embættiseið sem nýr landsstjóri í Kanada en hún er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir þessu embætti. Skipan hennar hefur verið vel tekið víðast hvar í Kanada en var þó ekki óumdeild. Landsstjórinn er fulltrúi Bretadrottningar sem er eiginlegur þjóðhöfðingi Kanada. Erlent 23.10.2005 15:00
Hyggjast banna ruslfæði í skólum Ruth Kelly, menntamálaráðaherra Bretlands, tilkynnir í dag á þingi Verkamannaflokksins að til standi að banna allt ruslfæði í breskum skólum innan árs í viðleitni til að bæta heilsu breskra barna. Umræða um hollari máltíðir í skólum komst í hámæli í kosningunum í Bretlandi í vor en þá vakti sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver athygli á málinu og hefur hann leitt baráttuna fram til þessa. Erlent 23.10.2005 15:00
Barin fyrir að kvarta undan látum Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. Innlent 23.10.2005 15:00
Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Innlent 23.10.2005 15:00
Írakar reiðir vegna dóms Reiði braust út meðal almennings í Írak þegar kunnugt varð að Lynndie England fengi aðeins þriggja ára fangelsisdóm fyrir að misþyrma og niðurlægja írakska fanga í Abu Ghraib fangelsinu. Erlent 23.10.2005 15:00
Harka gegn Hamas Ísraelsher hélt áfram hernaðaraðgerðum sínum í gær gegn herskáum Palestínumönnum. Ísraelar segja hörkuna nauðsynlega en Hamas telur að verið sé að veikja samtökin í pólitísku tilliti. Erlent 23.10.2005 15:00
Sækja í lífsgæðin í Evrópu Þúsund innflytjendur frá fátækum ríkjum Afríku réðust á varnargirðingu milli Spánar og Marokkós til að freista þess að öðlast betri lífsgæði í Evrópu. Girðinguna reistu Spánverjar til að halda frá ólöglegum innflytjendum frá fátækum ríkjum suðlægrar Afríku sem reyna að flýja eymdina í heimalandinu. Erlent 23.10.2005 15:00
Leituðu músar í flugvél Heldur óvenjulegur laumufarþegi fannst í flugvél á vegum Qatar Airways þegar verið var að undirbúa flugtak frá flugvellinum í Maníla á dögunum. Einn úr áhöfinni kom þá auga á litla mús sem skaust á milli sæta í farþegarými vélarinnar. Flugstjórinn greip til þess ráðs að skipa öllum 250 farþegunum að fara út út vélinni á meðan reynt var að ná nagdýrinu. Erlent 23.10.2005 15:00