Innlent

Háspennulína lögð í jörð

Hitaveita Suðurnesja mun að öllum líkindum grafa rafstreng frá Reykjanesvirkjun í jörðu, en það kostar ríflega fimmfalt meira en að leggja loftlínu. Ástæðan er samkomulag við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem höfðu áhyggjur af sjónmengun á svæðinu. Um er að ræða tveggja kílómetra kafla næst virkjuninni sjálfri. Það kostar 220 milljónir króna að leggja strenginn í jörð, en fjörutíu milljónir í loftlínu. Strengurinn verður þó ekki lagður strax, heldur felur samkomulagið í sér að hitaveitan skuli leggja strenginn innan tíu ára, ef rannsóknir á jarðskjálftavirkni og jarðhita leiða í ljós að þetta sé mögulegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×