Erlent

Lynndie fékk þriggja ára dóm

Herréttur í Texas dæmdi í fyrrakvöld Lynndie England í þriggja ára fangelsi fyrir að niðurlægja og misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. England, sem var sakfelld af sex af sjö ákæruliðum á mánudaginn, hlýddi svipbrigðalaus á dómsuppkvaðninguna. Áður en hún var leidd út úr fangelsinu, járnuð á fótum og höndum, eyddi hún stundarkorni með 11 mánaða gömlum syni sínum. England kvaðst við réttarhöldin hafa verið leiksoppur unnusta síns, James Graner, sem fékk hana til að niðurlægja fangana á meðan hann tók af þeim myndir. Graner var sjálfur dæmdur í tíu ára fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×