Fréttir

Fréttamynd

Breytt neysluhegðan skaðar veltu

Verulegar breytingar hafa orðið á því hvaða augum fólk lítur raftækin sín og hvort það lætur gera við þau ef þau bila. "Við sjáum stórfelldar breytingar, sérstaklega síðasta árið," segir Þórir Georgsson hjá Radíóverkstæðinu Sóni. >

Innlent
Fréttamynd

Gömul könnun og slitin úr samhengi

Áhugamenn um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar átelja samgönguráðherra fyrir birtingu könnunar þar sem segir að meirihluti landsmanna sé andvígur flutningnum. Þeir segja könnunina gamla og slitna úr samhengi.>

Innlent
Fréttamynd

Hét Pakistönum langtímaaðstoð

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét Pakistönum langtímaaðstoð vegna jarðskjálftans á laugardag sem kostaði tugþúsundir lífið, en Rice kom til Islamabad í dag. Hjálparstarf gengur erfiðlega á skjálftasvæðinu. >

Erlent
Fréttamynd

4,6 prósenta verðbólga

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent milli september og október. Verðbólga á ársgrundvelli er því 4,6 prósent, litlu minni en í síðasta mánuði þegar hún mældist 4,8 prósent. Verðbólga án húsnæðis hefur hins vegar hækkað um 1,2 prósent síðasta árið. >

Innlent
Fréttamynd

Greiða atkvæði öðru sinni

Félagar í Starfsmannafélagi Akraness greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Akranesbæ. Samningar náðust seint á laugardag, sólarhring áður en verkfall átti að hefjast sem haft hefði mikil áhrif á stofnanir bæjarins. >

Innlent
Fréttamynd

Uppbygging LHS

Norænn hópur skipaður fimm arkitekta- og verkfræðistofum mun skipuleggja uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut, sem hefst árið 2008. Hópurinn sigraði í samkeppni um deiliskipulag á svæðinu en tillaga hans var heildstæðari en aðrar sem bárust að mati dómnefndar. >

Innlent
Fréttamynd

Skortur á vinnuafli í New Orleans

Skortur er á vinnuafli á veitingastöðum í New Orleans og eru skilti í glugga á nánast hverjum einasta veitingastað í borginni þar sem stendur á hjálp óskast. Stjórnendur veitingastaðanna hafa neyðst til að bera  matinn fram á plastdiskum og drykkina sömuleiðis í plastglösum þar sem enginn er á staðnum til að þvo upp. >

Erlent
Fréttamynd

Skoða kaup á Júmbó

Eigandi samlokugerðarinnar Sóma skoðar nú möguleika á að kaupa keppinautinn Júmbó-samlokur. Með kaupunum yrði til fyrirtæki sem réði yfir stærstum hluta samlokumarkaðarins á Íslandi. >

Innlent
Fréttamynd

Annar jarðskjálfti í Pakistan

Jarðskjálfti sem ældist fimm á Richter reið yfir suðvesturhluta Pakistan í gær, fjórum dögum eftir jarðskjálftann á laugardag. >

Erlent
Fréttamynd

Landsfundur hefst á morgun

Framtíð Reykjavíkurflugvallar og málefni aldraðra verða líklega helstu átakamálin á þrítugasta og sjötta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst á morgun. Sem kunnugt er verður nýr formaður kosinn á fundinum sem og varaformaður. >

Innlent
Fréttamynd

Hjálparstarf reynist erfitt

Hjálparsveitum hefur reynst erfitt að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til bágstaddra á hamfarasvæðum í Pakistan eftir jarðskjálftan sem reið þar yfir á laugardag. >

Erlent
Fréttamynd

Ákvörðun felld úr gildi

<font size="2">Félagsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar um að víkja Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur úr sveitarstjórn Dalabyggðar. </font>>

Innlent
Fréttamynd

Sturla gagnrýnir ummæli FlugKef

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, gagnrýnir ummæli áhugamanna um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar, og segir fullyrðingar þeirra um niðurstöður könnunnar rangar. Hann segir gagnrýni FlugKef hópsins vera útspil Suðurnesjamanna þar sem eiginhagsmunasemi sé á ferðinni. >

Innlent
Fréttamynd

Sprengt við sendiráð BNA í Kabúl

Tveir særðust þegar sprengja sprakk við bandaríska sendiráðið í Kabúl, höfuðborg Afghanistan í morgun. Enginn hópur hefur lýst verknaðinum á hendur. Árásum hefur fjölgað mikið í borginni að undanförnu en yfir 1400 manns hafa fallið vegna þeirra á síðustu sex mánuðum.>

Erlent
Fréttamynd

Græðgi ógnar fótboltanum

Forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins segir græðgina í fótboltanum vera farna að ógna leiknum sjálfum. Launagreiðslur leikmanna séu orðnar óeðlilega háar og fótboltann orðinn aukaatriði. Eigendur knattspyrnufélaganna hugsi aðeins um peninga og líti ekki á fótbotann sem íþrótt heldur viðskipti og það eingöngu.>

Erlent
Fréttamynd

Umferðin hættuleg börnum

Slæm umgengni verktaka við Gvendargeisla, auk skorts á gangbrautum yfir götuna, setur börn sem ganga í Sæmundarsel í hættu. „Það vantar gangbrautir yfir Gvendargeisla og sums staðar sturta verktakar drasli frá sér og skilja eftir ruðninga sem fara alveg upp á þar sem gangbrautirnar eiga að vera. Þetta neyðir börnin til þess að ganga út á götu,“ segir Eygló Friðriksdóttir, aðstoðarskólastjóri í Sæmundarseli, en Sæmundarsel er útibú frá Ingunnarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin selja Gasfélagið

Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf., sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf., Olíuverzlun Íslands og Skeljungur. Gasfélagið ehf. var stofnað í núverandi mynd árið 1995.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Handteknir fyrir að smygla fólki

Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem eru grunaðir um að hafa rekið gríðarstórt og vel skipulagt smygl á tugþúsundum Tyrkja, fyrst og fremst Kúrdum, til Bretlands. Mennirnir voru fluttir til Bretlands með flutningabílum og í flugi. Mennirnir í glæpagenginu eru sjálfir Kúrdar en þeir höfðu fengið hæli í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Verðstríð á flugverði til Alicante

Tuttugu og tvö þúsund Íslendinga þarf til að fylla vélar Heimsferða og Iceland Express til Alicante næsta sumar. Heimsferðir hafa tvöfaldað sætafjölda sinn úr 3500 sætum í 7000 og Iceland Express býður 15 þúsund sæti í því verðstríði sem nú er hafið á þessari flugleið.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa á atvinnumarkaði

Launþegar munu í síðasta lagi vita þann 10. desember hvort kjarasamningum verði sagt upp. „Það liggur alveg fyrir að forsendan um 2,5 prósent verðbólgu hefur ekki gengið eftir, og það þýðir að verið er að skoða varnaglann um endurskoðun sem sleginn var í kjarasamningunum,“ segir Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Verið að reykræsta

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að reykræsta í kjallaraíbúð við Laugateig. Talið var að eldur hafi kviknað í íbúðinni út frá eldavél en síðar kom í ljós að aðeins hafi soðið upp úr potti.

Innlent
Fréttamynd

Tekin full í fimmta sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið ölvuð og án ökuréttinda í mars síðastliðnum. Þetta er í fimmta sinn sem konan er tekin fyrir ölvunarakstur síðan árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Léstust þegar ekið var á hús

Fjórar eldri konur létust þegar bifreið sem þær voru farþegar í hafnaði inni í húsi í Wisconsin í Bandarískjunum um helgina. Svo virðist sem bílstjóri bifreiðarinnar hafi ekki virt stöðvunarskyldu, tekist á loft og hafnað inni í húsinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en enginn vitni urðu að því. Bílstjórinn, sem er 89 ára, slasaðist alvarlega en íbúar í húsinu sluppu þó allir ómeiddir.

Erlent
Fréttamynd

Sakaði Björn um blaður og brottför

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta nærri Hvolsvelli

Bílvelta varð nærri Hvolsvelli um fjögurleytið í dag þegar ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sluppu bæði ökumaður og farþegi ómeiddir.

Innlent
Fréttamynd

Barnabætur óháðar tekjum

Í drögum að ályktun Sjálfstæðisflokks um fjölskyldumál, sem lögð verður fyrir landsfund flokksins nú um helgina, er hvatt til þess að lagaumhverfi verði með þeim hætti að það -hvetji- fremur en letji fólk til að búa saman í fjölskyldum.

Innlent
Fréttamynd

The Times segir dóminn áfall

Þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst því yfir að hann haldi sér til hlés í fjárfestingum á meðan málaferli gegn honum standa yfir er ákvörðun Hæstaréttar Íslands í fyrradag áfall. Þetta segir Lundúnablaðið Times í umfjöllun sinni.

Erlent
Fréttamynd

Forsetakjör í Líberíu

Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afríkulýðveldisins Líberíu eftir fjórtán ára borgarastyrjöld var kjörinn í dag. Niðurstaðan liggur ekki fyrir en knattspyrnuhetjan George Weah er meðal þeirra sem þykja líklegir.

Innlent
Fréttamynd

Bera ekki ábyrgð á ráðherra

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á dómsmálaráðherra, sem tjái sig með þeim hætti sem Björn Bjarnason gerir á heimasíðu sinni um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu. En þar segir Björn að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa greinist í Kólumbíu

Yfirvöld í Kólumbíu hafa staðfest fuglaflensutilfelli í landinu en segja þó að engin alvarleg hætta sé á ferðum. Fuglaflensa fannst á þremur alifuglabæjum í vesturhluta landsins og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar.

Erlent