Erlent

Skortur á vinnuafli í New Orleans

Skortur er á vinnuafli á veitingastöðum í New Orleans og eru skilti í glugga á nánast hverjum einasta veitingastað í borginni þar sem stendur á hjálp óskast. Stjórnendur veitingastaðanna hafa neyðst til að bera  matinn fram á plastdiskum og drykkina sömuleiðis í plastglösum þar sem enginn er á staðnum til að þvo upp. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða bæði hærri laun og frían mat þeim sem vilja vinna á veitingastöðum en veitingamenn segja að um verulegt vandamál sé að ræða því veitingahúsin eru óðum að fyllast. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×