Erlent

Græðgi ógnar fótboltanum

Forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins segir græðgina í fótboltanum vera farna að ógna leiknum sjálfum. Launagreiðslur leikmanna séu orðnar óeðlilega háar og fótboltann orðinn aukaatriði. Eigendur knattspyrnufélaganna hugsi aðeins um peninga og líti ekki á fótbotann sem íþrótt heldur viðskipti og það eingöngu. Hann segir mönnum eins og Roman Abramovich, eiganda Chelsea og Malcolm Glazer, eiganda Manchester United um að kenna sem borgi mönnum 600 til 800 milljónir króna á ári en það hafi aðeins gerst á síðustu tveimur árum og sé með öllu óeðlilegt. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×