Erlent

Hét Pakistönum langtímaaðstoð

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét Pakistönum langtímaaðstoð vegna jarðskjálftans á laugardag sem kostaði tugþúsundir lífið, en Rice kom til Islamabad í dag. Hjálparstarf gengur erfiðlega á skjálftasvæðinu. Condoleezza Rice ræddi við fulltrúa stjórnvalda í Islamabad, en heimsótti ekki sjálft skjálftasvæðið í Kasmír-héraði. Hún sagði hug Bandaríkjamanna hjá Pakistönum og hét umfangsmikilli aðstoð. Hamfarirnar hefðu snert Bandaríkjamenn djúpt en þeir þekki af reynslunni þá erfiðleika sem fylgja náttúruhamförum. Mikil vinátta væri milli Pakistans og Bandaríkjanna, ekki aðeins á milli ríkisstjórnanna heldur einnig á milli einstaklinga innan þeirra. Bandaríkjamenn vilji því sjá að ríkisstjórn þeirra bregðist við þeim erfiðleikum sem nú mæti Pakistan. Hjálparstarf gengur erfiðlega á skjálftasvæðunum og eru aðstæður ömurlegar á þeim stöðum sem urðu verst úti. Hjálpargögn berast hvaðanæfa að úr heiminum, en erfiðlega hefur gengið að koma þeim á áfangastaði þar sem samgöngur eru lamaðar. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×