Erlent

Handteknir fyrir að smygla fólki

Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem eru grunaðir um að hafa rekið gríðarstórt og vel skipulagt smygl á tugþúsundum Tyrkja, fyrst og fremst Kúrdum, til Bretlands. Mennirnir voru fluttir til Bretlands með flutningabílum og í flugi. Mennirnir í glæpagenginu eru sjálfir Kúrdar en þeir höfðu fengið hæli í Bretlandi. Samkvæmt fréttum The Guardian er talið að glæpahringurinn teygi sig til Danmerkur og einnig er haft eftir bresku lögreglunni að þetta sé líklega stærsti glæpahringur sinnar tegundar. Við rannsókn málsins unnu yfir 200 lögregluþjónar í Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og Danmörku með aðstoð Europol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×