Erlent

Hjálparstarf reynist erfitt

Hjálparsveitum hefur reynst erfitt að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til bágstaddra á hamfarasvæðum í Pakistan eftir jarðskjálftan sem reið þar yfir á laugardag. Nú er talið að um fjörutíuþúsund manns hafi týnt lífi í skjálftanum. Í gær reið jarðskjálfti upp á fimm á richter yfir suðvesturhluta Pakistan. Enginn slasaðist þó í þeim skjálfta. Það sem helst virðist nú standa hjálparstarfi fyrir þrifum er að það er illa skipulagt auk þess sem aðstæður eru erfiðar. Vegir eru slæmir og jafnvel hafa upp komið þær aðstæður að sjúkrabílar með illa slasað fólk innanborðs hafi staðið fastir í umferðarhnútum. Vegirnir í fjöllum Kasmír eru einnig sumir hreinlega of brattir fyrir vörubíla fullhlaðna hjálpargögnum. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×