Erlent

Fuglaflensa greinist í Kólumbíu

Yfirvöld í Kólumbíu hafa staðfest fuglaflensutilfelli í landinu en segja þó að engin alvarleg hætta sé á ferðum. Fuglaflensa fannst á þremur alifuglabæjum í vesturhluta landsins og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Alls hafa 116 manns smitast af veirunni frá árinu 2003 og þar af 60 látist af völdum hennar. Þá hafa yfir 100 milljónir fugla drepist vegna fuglaflensunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×