Fréttir Sýknuð af kókaínsmygli Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus. Innlent 23.10.2005 17:50 Fundust heilir á húfi Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan 18 í gær, vegna þriggja rjúpnaskytta sem saknað var. Mennirnir höfðu verið á veiðum við Skjaldbreið. Innlent 23.10.2005 17:50 Saddam sóttur til saka Réttarhöld yfir Saddam Hussein hefjast í Bagdad í dag en hann er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað fjöldamorð á 143 sjíum árið 1982. Mannréttindasamtök bera brigður á sanngirni réttarhaldanna og segja þau stjórnast af hefnigirni. Erlent 23.10.2005 17:50 Vilma orðin að fellibyl Hitabeltisstormurinn Vilma er nú formlega orðin að fellibyl. Vindkviðurnar ná allt að eitthundrað sjötíu og sjö kílómetra hraða á klukkustund en þegar vindhraðinn er kominn í eitthundrað og nítján kílómetra á klukkustund eru óveður skilgreind sem fellibylir. Erlent 23.10.2005 17:50 Veggjakrot til vandræða Fossvogshverfið er illa farið af veggjakroti. Gunnlaugur A. Júlíusson býr í hverfinu og hann hefur sent öllum borgarfulltrúum tölvubréf til að benda á þessa skrílmennsku. Svar hefur aðeins borist frá einum þeirra sem segir ástandið líka slæmt í Breiðholtinu. Innlent 23.10.2005 17:50 Kastaði köku í nýja ráðherrann Kristin Halvorsen fékk óblíðar móttökur þegar hún mætti í fjármálaráðuneytið í fyrsta skipti eftir að hafa tekið við embætti fjármálaráðherra í norsku ríkisstjórninni, að því er vefútgáfa Verdens Gang greinir frá. Erlent 23.10.2005 17:50 Nýi Danaprinsinn kominn heim María Elísabet krónprinsessa og Friðrik krónprins Danmerkur sýndu nýfæddan son sinn í fyrsta sinn opinberlega í gær er þau fóru heim af fæðingardeildinni. Þau brostu sínu breiðasta, hún með prinsinn unga á arminum, þegar þau veifuðu til fjölmiðlafólks sem beið þeirra við innganginn að Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Erlent 23.10.2005 17:50 Hjálparstarf gengur enn erfiðlega Fimmtíu og fjögur þúsund manns eru nú talin hafa farist í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmírhérað fyrir tíu dögum. Neyðaraðstoð hefur enn ekki borist til hálfrar milljónar manna. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir hjálparstarf í Kasmír erfiðara en eftir flóðbylgjuna miklu í Indlandshafi í fyrra, og telur ekki nógu mörg vetrartjöld til í heiminum til að veita öllum þeim sem eru heimilislausir eftir skjálftann, tímabundið húsaskjól í vetur. Erlent 23.10.2005 17:50 Þyrluloftbrú í Pakistan Loftbrú var mynduð með tugum herþyrlna til að flytja hjálpargögn til nauðstaddra í afskekktari byggðum í fjalllendinu í pakistanska hluta Kasmír í gær þar sem áætlað er að um hálf milljón manna sem lifði af jarðskjálftann mikla um þarsíðustu helgi bíði þess enn að þeim berist aðstoð. Erlent 23.10.2005 17:50 Saklaus í svikamyllu smyglara Breskur kviðdómur sýknaði í gærdag íslensku unglingsstúlkuna sem ákærð var fyrir að smygla kókaíni til Bretlands í vor. „Hún er þar með laus allra mála,“ segir lögmaður hennar, Aika Stephenson hjá breska lögfræðifyrirtækinu Lawrence & Co. í samtali við Fréttablaðið. Innlent 23.10.2005 17:50 Kenneth Clarke kosinn út Kenneth Clarke, fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, varð fyrsti frambjóðandinn til leiðtogaembættis breska Íhaldsflokksins til að falla úr leik. Þingmenn flokksins greiddu atkvæði um frambjóðendurna fjóra rétt í þessu og fékk Clarke fæst atkvæði. David Davis fékk flest atkvæði, en 62 af 198 þingmönnum greiddu honum atkvæði sitt. Erlent 23.10.2005 17:50 Evrópa ekki nógu vel undirbúin Evrópa er ekki nógu vel undirbúin fyrir fuglaflensufaraldur, en allt verður gert til að bæta úr því, segir yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu. Stöðugt fjölgar þeim Evrópulöndum þar sem grunur leikur á að flensan hafi stungið sér niður. Erlent 23.10.2005 17:50 Stúlka rotaðist í sundlaug Hótel Geysir í Haukadal var í gær dæmt til að greiða 19 ára stúlku þrjár og hálfa milljón króna í skaðabætur fyrir slys sem hún varð fyrir í sundlaug staðarins. Innlent 23.10.2005 17:50 Síðbúinn sauðburður Við feðgarnir sáum bara allt í einu nýborið lamb stíga sín fyrstu skref við vegkantinn," segir Sigurður M. Þorvaldsson en hann varð vitni af nokkuð síðbúnum sauðburði í fyrrakvöld. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 17:50 Undrast viðbótarkostnað Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni. Innlent 23.10.2005 17:57 Sífellt fleiri í framhaldsnám Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á Íslandi og á skólaárinu 2003 - 2004. Sama má segja um útskrifaða nema af framhaldsskólastigi. Örlítil fækkun er þó í útskrift nýstúdenta en sífellt fleiri útskrifast með stúdentspróf verkgreina og viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi. Innlent 23.10.2005 17:50 Lithárnir án atvinnuleyfis Forsvarsmenn Afls Starfsgreinafélags á Austurlandi segja ljóst að enginn leyfi né samningar séu til staðar fyrir fjóra Litháa sem starfað hafa hjá fyrirtækinu Járn@járn á Reyðarfirði undanfarið. Lögregla hefur gefið fyrirtækinu frest til morguns til að afla gagna í málinu. Innlent 23.10.2005 17:50 Veggur mældur á 27 kílómetra hraða Það er ekki alltaf að marka hraðamælingar lögreglunnar. Það sannreyndu blaðamenn breska dagblaðsins Daily Mail þegar þeir prófuðu radarmæla lögreglunnar. Veggur, sem eðli málsins samkvæmt var kyrrstæður, mældist á tuttugu og sjö kílómetra hraða og kyrrstæður bíll á bílastæði mældist á fjórtán kílómetra hraða. Erlent 23.10.2005 17:50 Litli prinsinn farinn heim María krónprinsessa Dana og Friðrik ríkisarfi fóru heim af sjúkrahúsinu í dag með son sinn sem fæddist á laugardaginn. Fjölmiðlum var um leið gefið tækifæri til að sjá nýfædda prinsinn, sem svaf sallarólegur á sínu græna eyra meðan myndavélarnar suðuðu og smelltu í gríð og erg. Móður og syni heilsast vel og sögðust foreldrarnir vera að springa úr stolti yfir frumburðinum. Erlent 23.10.2005 17:50 Leyfir ekki innflutning erfðaefnis Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að leyfa innflutning erfðaefna til að blanda við íslenska kúastofninn. Hann furðar sig á ályktun borgfirskra bænda um að undirbúningur að slíkum innflutningi skuli hafinn. Innlent 23.10.2005 17:50 Álit fjöllmiðlanefndar standi Ég er tilbúinn fyrir hönd míns flokks að standa að setningu laga sem byggir á þeirri þverpólitísku sátt sem náðist í fjölmiðlanefndinni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 17:57 Borgarstjóri fagnar kvennafrídegi Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fagnar aðgerðum sem fyrirhugaðar eru til að minnast 30 ára afmælis kvennafrídagsins 24. október. Hún segir í yfirlýsingu að allt of hægt gangi að jafna launamun kynjanna og aðstöðumun til að afla tekna. Innlent 23.10.2005 17:50 Tilbúinn að endurskoða kvótakerfið Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ekki komi til greina að flytja inn fósturvísa til þess að blanda við íslenska kúakynið. Hann vill hins vegar skoða hvort lyfta eigi þaki af mjólkurkvótanum til þess að mæta auknum þörfum markaðarins. Innlent 23.10.2005 17:50 Stöðvar ekki fyrr en í Rússlandi Skipstjóri rússneska togarans sem er á flótta undan norskum varðskipum með tvo norska strandgæslumenn innanborðs segist ekki ætla að nema staðar fyrr en hann er kominn í rússneska landhelgi. Erlent 23.10.2005 17:50 Enn í haldi Rússa Norskum strandgæslumönnum er enn haldið nauðugum um borð í rússneska togaranum Electron sem stefnir á Múrmansk í Rússlandi eftir að norskt varðskip skipaði því að stöðva á Barentshafi vegna ólöglegra veiða. Skipið er nú komið inn í rússneska landhelgi. Erlent 23.10.2005 17:50 Sveinum fer fækkandi Þeim sem ljúka sveinsprófi hefur farið fækkandi undanfarin ár. Þessa fækkun má útskýra með ríkjandi þenslu í þjóðfélaginu og yfirborgunum sem henni fylgir. Á skólaárinu 2003-2004 útskrifuðust 508 nemendur með sveinspróf og var það 57 nemendum færra en árið áður. Innlent 23.10.2005 17:50 Átak hjá Selfosslögreglu Ljósabúnaði var áfátt á fimmtíu og sjö bílum af þeim 290, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær, einkum til að kanna ástand ljósa. Þetta var fyrsti dagur í þriggja daga átaki Selfosslögreglunnar á þessu sviði. Ökumenn fengu áminningu, en nokkrir voru sektaðir vegna annarra atriða, sem voru í ólagi. Innlent 23.10.2005 17:50 Norskum strandgæslumönnum rænt Tveir eftirlitsmenn frá norsku strandgæslunni sem rússneskur togari rændi á sunnudagskvöld, eru enn um borð í togaranum. Rússnesk stjórnvöld hafa sent herskip á móti honum og er því ætlað að ná í Norðmennina. Rússarnir halda því fram að skotið hafi verið að þeim, en því neita norsk stjórnvöld. Erlent 23.10.2005 17:50 Láta draga bílana burt? Íbúar í Hlíðahverfi mótmæltu harðlega á fundi sínum í gærkvöld fyrirhuguðum framkvæmdum 365 miðla á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúarnir vilja að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Forystumenn íbúanna hvetja til þess að íbúar láti draga burt alla bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Innlent 23.10.2005 17:50 Eftirlaun ráðherra til skoðunar Misræmi á kostnaði vegna eftirlaunafrumvarpsins kemur forsætisráðherra á óvart. Hann segir stjórnvöld hafa rætt um að endurskoða lögin, en það verði ekki gert nema með samkomulagi allra stjórnmálaflokka. Alþingi samþykkti breytt lög um eftirlaun æðstu embættismanna og þingmanna rétt fyrir árslok 2003, og þiggja níu fyrrverandi ráðherrar nú eftirlaun, þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Innlent 23.10.2005 17:50 « ‹ ›
Sýknuð af kókaínsmygli Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus. Innlent 23.10.2005 17:50
Fundust heilir á húfi Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan 18 í gær, vegna þriggja rjúpnaskytta sem saknað var. Mennirnir höfðu verið á veiðum við Skjaldbreið. Innlent 23.10.2005 17:50
Saddam sóttur til saka Réttarhöld yfir Saddam Hussein hefjast í Bagdad í dag en hann er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað fjöldamorð á 143 sjíum árið 1982. Mannréttindasamtök bera brigður á sanngirni réttarhaldanna og segja þau stjórnast af hefnigirni. Erlent 23.10.2005 17:50
Vilma orðin að fellibyl Hitabeltisstormurinn Vilma er nú formlega orðin að fellibyl. Vindkviðurnar ná allt að eitthundrað sjötíu og sjö kílómetra hraða á klukkustund en þegar vindhraðinn er kominn í eitthundrað og nítján kílómetra á klukkustund eru óveður skilgreind sem fellibylir. Erlent 23.10.2005 17:50
Veggjakrot til vandræða Fossvogshverfið er illa farið af veggjakroti. Gunnlaugur A. Júlíusson býr í hverfinu og hann hefur sent öllum borgarfulltrúum tölvubréf til að benda á þessa skrílmennsku. Svar hefur aðeins borist frá einum þeirra sem segir ástandið líka slæmt í Breiðholtinu. Innlent 23.10.2005 17:50
Kastaði köku í nýja ráðherrann Kristin Halvorsen fékk óblíðar móttökur þegar hún mætti í fjármálaráðuneytið í fyrsta skipti eftir að hafa tekið við embætti fjármálaráðherra í norsku ríkisstjórninni, að því er vefútgáfa Verdens Gang greinir frá. Erlent 23.10.2005 17:50
Nýi Danaprinsinn kominn heim María Elísabet krónprinsessa og Friðrik krónprins Danmerkur sýndu nýfæddan son sinn í fyrsta sinn opinberlega í gær er þau fóru heim af fæðingardeildinni. Þau brostu sínu breiðasta, hún með prinsinn unga á arminum, þegar þau veifuðu til fjölmiðlafólks sem beið þeirra við innganginn að Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Erlent 23.10.2005 17:50
Hjálparstarf gengur enn erfiðlega Fimmtíu og fjögur þúsund manns eru nú talin hafa farist í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmírhérað fyrir tíu dögum. Neyðaraðstoð hefur enn ekki borist til hálfrar milljónar manna. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir hjálparstarf í Kasmír erfiðara en eftir flóðbylgjuna miklu í Indlandshafi í fyrra, og telur ekki nógu mörg vetrartjöld til í heiminum til að veita öllum þeim sem eru heimilislausir eftir skjálftann, tímabundið húsaskjól í vetur. Erlent 23.10.2005 17:50
Þyrluloftbrú í Pakistan Loftbrú var mynduð með tugum herþyrlna til að flytja hjálpargögn til nauðstaddra í afskekktari byggðum í fjalllendinu í pakistanska hluta Kasmír í gær þar sem áætlað er að um hálf milljón manna sem lifði af jarðskjálftann mikla um þarsíðustu helgi bíði þess enn að þeim berist aðstoð. Erlent 23.10.2005 17:50
Saklaus í svikamyllu smyglara Breskur kviðdómur sýknaði í gærdag íslensku unglingsstúlkuna sem ákærð var fyrir að smygla kókaíni til Bretlands í vor. „Hún er þar með laus allra mála,“ segir lögmaður hennar, Aika Stephenson hjá breska lögfræðifyrirtækinu Lawrence & Co. í samtali við Fréttablaðið. Innlent 23.10.2005 17:50
Kenneth Clarke kosinn út Kenneth Clarke, fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, varð fyrsti frambjóðandinn til leiðtogaembættis breska Íhaldsflokksins til að falla úr leik. Þingmenn flokksins greiddu atkvæði um frambjóðendurna fjóra rétt í þessu og fékk Clarke fæst atkvæði. David Davis fékk flest atkvæði, en 62 af 198 þingmönnum greiddu honum atkvæði sitt. Erlent 23.10.2005 17:50
Evrópa ekki nógu vel undirbúin Evrópa er ekki nógu vel undirbúin fyrir fuglaflensufaraldur, en allt verður gert til að bæta úr því, segir yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu. Stöðugt fjölgar þeim Evrópulöndum þar sem grunur leikur á að flensan hafi stungið sér niður. Erlent 23.10.2005 17:50
Stúlka rotaðist í sundlaug Hótel Geysir í Haukadal var í gær dæmt til að greiða 19 ára stúlku þrjár og hálfa milljón króna í skaðabætur fyrir slys sem hún varð fyrir í sundlaug staðarins. Innlent 23.10.2005 17:50
Síðbúinn sauðburður Við feðgarnir sáum bara allt í einu nýborið lamb stíga sín fyrstu skref við vegkantinn," segir Sigurður M. Þorvaldsson en hann varð vitni af nokkuð síðbúnum sauðburði í fyrrakvöld. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 17:50
Undrast viðbótarkostnað Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni. Innlent 23.10.2005 17:57
Sífellt fleiri í framhaldsnám Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á Íslandi og á skólaárinu 2003 - 2004. Sama má segja um útskrifaða nema af framhaldsskólastigi. Örlítil fækkun er þó í útskrift nýstúdenta en sífellt fleiri útskrifast með stúdentspróf verkgreina og viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi. Innlent 23.10.2005 17:50
Lithárnir án atvinnuleyfis Forsvarsmenn Afls Starfsgreinafélags á Austurlandi segja ljóst að enginn leyfi né samningar séu til staðar fyrir fjóra Litháa sem starfað hafa hjá fyrirtækinu Járn@járn á Reyðarfirði undanfarið. Lögregla hefur gefið fyrirtækinu frest til morguns til að afla gagna í málinu. Innlent 23.10.2005 17:50
Veggur mældur á 27 kílómetra hraða Það er ekki alltaf að marka hraðamælingar lögreglunnar. Það sannreyndu blaðamenn breska dagblaðsins Daily Mail þegar þeir prófuðu radarmæla lögreglunnar. Veggur, sem eðli málsins samkvæmt var kyrrstæður, mældist á tuttugu og sjö kílómetra hraða og kyrrstæður bíll á bílastæði mældist á fjórtán kílómetra hraða. Erlent 23.10.2005 17:50
Litli prinsinn farinn heim María krónprinsessa Dana og Friðrik ríkisarfi fóru heim af sjúkrahúsinu í dag með son sinn sem fæddist á laugardaginn. Fjölmiðlum var um leið gefið tækifæri til að sjá nýfædda prinsinn, sem svaf sallarólegur á sínu græna eyra meðan myndavélarnar suðuðu og smelltu í gríð og erg. Móður og syni heilsast vel og sögðust foreldrarnir vera að springa úr stolti yfir frumburðinum. Erlent 23.10.2005 17:50
Leyfir ekki innflutning erfðaefnis Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að leyfa innflutning erfðaefna til að blanda við íslenska kúastofninn. Hann furðar sig á ályktun borgfirskra bænda um að undirbúningur að slíkum innflutningi skuli hafinn. Innlent 23.10.2005 17:50
Álit fjöllmiðlanefndar standi Ég er tilbúinn fyrir hönd míns flokks að standa að setningu laga sem byggir á þeirri þverpólitísku sátt sem náðist í fjölmiðlanefndinni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 17:57
Borgarstjóri fagnar kvennafrídegi Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fagnar aðgerðum sem fyrirhugaðar eru til að minnast 30 ára afmælis kvennafrídagsins 24. október. Hún segir í yfirlýsingu að allt of hægt gangi að jafna launamun kynjanna og aðstöðumun til að afla tekna. Innlent 23.10.2005 17:50
Tilbúinn að endurskoða kvótakerfið Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ekki komi til greina að flytja inn fósturvísa til þess að blanda við íslenska kúakynið. Hann vill hins vegar skoða hvort lyfta eigi þaki af mjólkurkvótanum til þess að mæta auknum þörfum markaðarins. Innlent 23.10.2005 17:50
Stöðvar ekki fyrr en í Rússlandi Skipstjóri rússneska togarans sem er á flótta undan norskum varðskipum með tvo norska strandgæslumenn innanborðs segist ekki ætla að nema staðar fyrr en hann er kominn í rússneska landhelgi. Erlent 23.10.2005 17:50
Enn í haldi Rússa Norskum strandgæslumönnum er enn haldið nauðugum um borð í rússneska togaranum Electron sem stefnir á Múrmansk í Rússlandi eftir að norskt varðskip skipaði því að stöðva á Barentshafi vegna ólöglegra veiða. Skipið er nú komið inn í rússneska landhelgi. Erlent 23.10.2005 17:50
Sveinum fer fækkandi Þeim sem ljúka sveinsprófi hefur farið fækkandi undanfarin ár. Þessa fækkun má útskýra með ríkjandi þenslu í þjóðfélaginu og yfirborgunum sem henni fylgir. Á skólaárinu 2003-2004 útskrifuðust 508 nemendur með sveinspróf og var það 57 nemendum færra en árið áður. Innlent 23.10.2005 17:50
Átak hjá Selfosslögreglu Ljósabúnaði var áfátt á fimmtíu og sjö bílum af þeim 290, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær, einkum til að kanna ástand ljósa. Þetta var fyrsti dagur í þriggja daga átaki Selfosslögreglunnar á þessu sviði. Ökumenn fengu áminningu, en nokkrir voru sektaðir vegna annarra atriða, sem voru í ólagi. Innlent 23.10.2005 17:50
Norskum strandgæslumönnum rænt Tveir eftirlitsmenn frá norsku strandgæslunni sem rússneskur togari rændi á sunnudagskvöld, eru enn um borð í togaranum. Rússnesk stjórnvöld hafa sent herskip á móti honum og er því ætlað að ná í Norðmennina. Rússarnir halda því fram að skotið hafi verið að þeim, en því neita norsk stjórnvöld. Erlent 23.10.2005 17:50
Láta draga bílana burt? Íbúar í Hlíðahverfi mótmæltu harðlega á fundi sínum í gærkvöld fyrirhuguðum framkvæmdum 365 miðla á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúarnir vilja að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Forystumenn íbúanna hvetja til þess að íbúar láti draga burt alla bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Innlent 23.10.2005 17:50
Eftirlaun ráðherra til skoðunar Misræmi á kostnaði vegna eftirlaunafrumvarpsins kemur forsætisráðherra á óvart. Hann segir stjórnvöld hafa rætt um að endurskoða lögin, en það verði ekki gert nema með samkomulagi allra stjórnmálaflokka. Alþingi samþykkti breytt lög um eftirlaun æðstu embættismanna og þingmanna rétt fyrir árslok 2003, og þiggja níu fyrrverandi ráðherrar nú eftirlaun, þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Innlent 23.10.2005 17:50