Saddam sóttur til saka 18. október 2005 00:01 Rétt tæp tvö ár eru síðan Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, var handsamaður í holu nálægt heimabæ sínum Tikrit. Síðan þá hefur undirbúningur að réttarhöldum yfir honum staðið nánast linnulaust. Í dag tekur sérstakur rannsóknardómstóll fyrstu ákærurnar til umfjöllunar en Saddam og sjö undirsátum hans er gefið að sök að hafa fyrirskipað fjöldamorð á 143 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Sjíarnir voru myrtir í hefndarskyni fyrir banatilræði sem Saddam var sýnt þegar hann átti leið um bæinn sama ár. Búist er við að í dag og næstu daga verði ákærurnar lesnar upp en síðan verði dómhaldi frestað um nokkrar vikur. Með margt á samviskunni Saddam er sagður hafa margt verra á samviskunni en drápin á sjíunum í Dujail. Talið er að 300.000 Írakar, sjíar og Kúrdar í yfirgnæfandi meirihluta, hafi látið lífið í ofsóknum Baath-flokksins og þá eru ekki þeir meðtaldir sem féllu í stríðinu við Íran og Flóabardögunum 1991 og 2003. Formælendur dómstólsins segja aftur á móti að ákveðið hafi verið að rétta fyrst í þessu máli þar sem auðveldast og fljótlegast hefði verið að byggja það upp gegn forsetanum fyrrverandi. Fleiri mál eru hins vegar í rannsókn, til dæmis Anfalherferðin gegn Kúrdum sem ráðist var í undir lok stríðsins við Írana. Talið er að allt að 182.000 Kúrdar hafi verið stráfelldir í þeim hildarleik. Víst er að íröskum valdhöfum, sem þessa stundina eru sjíar og Kúrdar, liggi á að fá Saddam dæmdan. Bæði eru margir orðnir óþreyjufullir eftir því að einræðisherrann fái makleg málagjöld en eins er vonast til að sakfelling Saddams verði til þess að hans fyrrverandi fylgismenn láti af skæruhernaði og hryðjuverkum. Raunar er kappið slíkt að jafnvel er gert ráð fyrir að Saddam verði dæmdur og líflátinn fyrir þær ákærur sem nú eru til umfjöllunar áður en réttað verði yfir honum vegna annarra ákæruliða. Réttlæti sigurvegaranna Talsmenn alþjóðlegra mannréttindasamtaka horfa á málið allt öðrum augum. Þeir telja að óðagotið bendi til að „réttlæti sigurvegaranna“ verði haft að leiðarljósi. Eðlilegra hefði verið að Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag fjallaði um málið svo að málaferlin yrðu hafin yfir allan vafa. Síðast á mánudaginn létu samtökin Human Rights Watch verulegar efasemdir í ljós um að dómstóllinn hefði getu til að gangast fyrir réttarhöldum sem álitin væru sanngjörn í augum alþjóðasamfélagsins og írösku þjóðarinnar. Í svipaðan streng tekur Khalil al-Dulaimi, aðalverjandi Saddams. Hann segir að vörnin hafi fengið lítinn tíma til að kynna sér málsgögn og ræða við sakborninginn. Jafnframt heldur hann því fram að dómstóllinn sjálfur sé ólöglegur þar sem hann var settur á fót þegar Írak var enn hernumið af Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn leggja allt kapp á að láta líta svo út að Írakar sjálfir dæmi Saddam því þannig er til dæmis hægt að lífláta hann. Engu að síður hafa þeir meðal annars fjármagnað réttarhöldin - um rúma átta milljarða króna að sögn New York Times - og veitt Írökum ýmsa lögfræðiaðstoð sem er sjálfsagt nauðsynlegt þar sem íraskt réttarkerfi er í molum. Ofan á þetta bætast svo deilur um ýmis útfærsluatriði, eins og hvernig sjónvarpsútsendingum frá dómssalnum skuli vera háttað. Slíkar útsendingar eru sagðar nauðsynlegar svo að almenningur geti séð með eigin augum hverju fram vindur. Stjórnvöld vilja hins vegar að útsendingin verði með tuttugu mínútna töf til að koma í veg fyrir að nöfn vitnanna leki út. Gagnrýnendur telja aftur á móti að þar með hafi myndast hætta á ritskoðun og augljóst sé að ekki eigi að láta Saddam komast upp með að gagnrýna þá sem steyptu honum af stóli, rétt eins og Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, í réttarhöldum yfir sér í Haag. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Rétt tæp tvö ár eru síðan Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, var handsamaður í holu nálægt heimabæ sínum Tikrit. Síðan þá hefur undirbúningur að réttarhöldum yfir honum staðið nánast linnulaust. Í dag tekur sérstakur rannsóknardómstóll fyrstu ákærurnar til umfjöllunar en Saddam og sjö undirsátum hans er gefið að sök að hafa fyrirskipað fjöldamorð á 143 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Sjíarnir voru myrtir í hefndarskyni fyrir banatilræði sem Saddam var sýnt þegar hann átti leið um bæinn sama ár. Búist er við að í dag og næstu daga verði ákærurnar lesnar upp en síðan verði dómhaldi frestað um nokkrar vikur. Með margt á samviskunni Saddam er sagður hafa margt verra á samviskunni en drápin á sjíunum í Dujail. Talið er að 300.000 Írakar, sjíar og Kúrdar í yfirgnæfandi meirihluta, hafi látið lífið í ofsóknum Baath-flokksins og þá eru ekki þeir meðtaldir sem féllu í stríðinu við Íran og Flóabardögunum 1991 og 2003. Formælendur dómstólsins segja aftur á móti að ákveðið hafi verið að rétta fyrst í þessu máli þar sem auðveldast og fljótlegast hefði verið að byggja það upp gegn forsetanum fyrrverandi. Fleiri mál eru hins vegar í rannsókn, til dæmis Anfalherferðin gegn Kúrdum sem ráðist var í undir lok stríðsins við Írana. Talið er að allt að 182.000 Kúrdar hafi verið stráfelldir í þeim hildarleik. Víst er að íröskum valdhöfum, sem þessa stundina eru sjíar og Kúrdar, liggi á að fá Saddam dæmdan. Bæði eru margir orðnir óþreyjufullir eftir því að einræðisherrann fái makleg málagjöld en eins er vonast til að sakfelling Saddams verði til þess að hans fyrrverandi fylgismenn láti af skæruhernaði og hryðjuverkum. Raunar er kappið slíkt að jafnvel er gert ráð fyrir að Saddam verði dæmdur og líflátinn fyrir þær ákærur sem nú eru til umfjöllunar áður en réttað verði yfir honum vegna annarra ákæruliða. Réttlæti sigurvegaranna Talsmenn alþjóðlegra mannréttindasamtaka horfa á málið allt öðrum augum. Þeir telja að óðagotið bendi til að „réttlæti sigurvegaranna“ verði haft að leiðarljósi. Eðlilegra hefði verið að Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag fjallaði um málið svo að málaferlin yrðu hafin yfir allan vafa. Síðast á mánudaginn létu samtökin Human Rights Watch verulegar efasemdir í ljós um að dómstóllinn hefði getu til að gangast fyrir réttarhöldum sem álitin væru sanngjörn í augum alþjóðasamfélagsins og írösku þjóðarinnar. Í svipaðan streng tekur Khalil al-Dulaimi, aðalverjandi Saddams. Hann segir að vörnin hafi fengið lítinn tíma til að kynna sér málsgögn og ræða við sakborninginn. Jafnframt heldur hann því fram að dómstóllinn sjálfur sé ólöglegur þar sem hann var settur á fót þegar Írak var enn hernumið af Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn leggja allt kapp á að láta líta svo út að Írakar sjálfir dæmi Saddam því þannig er til dæmis hægt að lífláta hann. Engu að síður hafa þeir meðal annars fjármagnað réttarhöldin - um rúma átta milljarða króna að sögn New York Times - og veitt Írökum ýmsa lögfræðiaðstoð sem er sjálfsagt nauðsynlegt þar sem íraskt réttarkerfi er í molum. Ofan á þetta bætast svo deilur um ýmis útfærsluatriði, eins og hvernig sjónvarpsútsendingum frá dómssalnum skuli vera háttað. Slíkar útsendingar eru sagðar nauðsynlegar svo að almenningur geti séð með eigin augum hverju fram vindur. Stjórnvöld vilja hins vegar að útsendingin verði með tuttugu mínútna töf til að koma í veg fyrir að nöfn vitnanna leki út. Gagnrýnendur telja aftur á móti að þar með hafi myndast hætta á ritskoðun og augljóst sé að ekki eigi að láta Saddam komast upp með að gagnrýna þá sem steyptu honum af stóli, rétt eins og Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, í réttarhöldum yfir sér í Haag.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira