Fréttir

Fréttamynd

Bandaríkjamenn of háðir olíuríkjum

Bandaríkjamenn eru of háðir olíuríkjum þar sem stjórnarfar er bágborið. Þetta var meðal þess sem kom fram í stefnuræðu George Bush Bandaríkjaforseta í gær. Hann sagðist ætla að berjast fyrir því að meiri fjármunum yrði veitt í þróun tækni sem drægi úr þörf Bandaríkjanna fyrir olíu.

Erlent
Fréttamynd

Veiðistofn loðnu ekki hruninn

Hafrannsóknastofnun náði í gær að mæla yfir 400 þúsund tonn af loðnu hér við land, en það er talið nægilegt til að hrygna og halda stofninum við. Það er því ljóst að veiðistofninn í ár, sem ekkert hefur spurst til í tvö ár, er ekki hruninn.

Innlent
Fréttamynd

Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum nær engin

Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum er nær engin orðin eftir deiluna um skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Dansk-sænski matvælarisinn Arla Foods hefur þegar þurft að segja upp eitt hundrað manns í Miðausturlöndum vegna dvínandi eftirspurnar.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu á ráðin um stjórn fyrir kosningar

Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson lögðu grunninn að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks með samningum nokkuð fyrir kosningar 1991 segir Össur Skarphéðinsson í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í prófkjör Samfylkingarinnar í Kópavogi

Prófkjör Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar fer fram á laugardaginn kemur. Oddviti flokksins í bæjarstjórn Kópavogs sækjist eftir fjórða sætinu en Samfylkingin hefur nú þrjú sæti í bæjarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Segist virða ákvörðun Valgerðar

Ný leiðtogi Vinstri-grænna á Akureyri segist virða þá ákvörðun Valgerðar Bjarnadóttur að taka ekki annað sætið á listanum. Hann boðar byltingu og neitar að hafa keypt fylgi með kjötbollum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkja Martins Luther King lést í dag

Bandaríski mannréttindafrömuðurinn Coretta Scott King lést í dag, 78 ára að aldri. Hún var ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings, en eftir að hann var myrtur árið 1968 valdist hún sjálf í forystusveit þeirra sem börðust fyrir borgaralegum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp um reykingabann lagt fyrir á Alþingi í dag

Reykingar skulu með öllu bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi frá og með 1. júní 2007 ef frumvarp sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag nær fram að ganga. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir við frumvarpið og virðist afstaða til þess ganga þvert á pólitískar línur. Forræðishyggja segir Björgvin Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Flóð valda miklu tjóni í Noregi

Hundruð manna hafa yfirgefið heimili sín í Þrándalögum í Noregi vegna mikilla flóða. Mörg hús hafa horfið í vatnsflauminn, þar af eitt sem flaut 700 metra út á haf, niður ólgandi fljót sem áður var vart meira en lækur. Vatnið hefur rifið niður brýr og vegir hafa skolast burt. Óvenjuhlýtt er í Mið-Noregi, þannig að snjór hefur bráðnað og úrhellisrigningar hafa bætt um betur. Engar fréttir hafa borist af mannskaða.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti hluti lóðar verður ekki boðin út

Urgur er í verktökum í kjölfar frétta um að semja eigi útboðslaust um fyrsta hluta lóðaframkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. Þeir vilja þó ekki gagnrýna borgaryfirvöld opinberlega, af ótta við að verða settir út í kuldann.

Innlent
Fréttamynd

Varnarmálaviðræður hefjast á fimmtudag

Stefnt er að því að viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjist að nýju á fimmtudag í Washington. Þetta var ákveðið á fundi Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í London í dag.

Erlent
Fréttamynd

Minni Fríhöfn ógnar atvinnulífi á Suðurnesjunum

Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segir það ógna atvinnulífi á Suðurnesjum verði bannað að selja annað en áfengi og tóbak í komufríhöfninni. Ef af verður þarf að segja um fimmtíu starfsmönnum upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Bahá'íar sækjast ekki eftir að gefa samknynhneigða saman

Bahá' íar á Íslandi segjast ekki munu sækjast eftir að gefa samkynhneigða saman í hjónaband en segja fordóma gagnvart samkynhneigðum vera í andstöðu við trú sína. Þetta kemur fram í umsögn sem Andlegt þjóðarráð bahá' ía á Íslandi sendi nýverið Alsherjanefnd Alþingis sem hafði áður óskað eftir umsögn trúfélagsins um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálaráðuneyti veitir styrki til atvinnuleikhópa

Styrkir til atvinnuleikhópa og starfslaun úr listamannasjóði voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Það er Menntamálaráðuneyti og listasjóður sem veitir styrkina sem ætlaðir eru til að styrkja starfsemi atvinnuleikhópa.

Innlent
Fréttamynd

Umræður um varnarmál hefjast á ný

Stefnt er að því að viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjist að nýju á fimmtudag í Washington. Þetta var ákveðið á fundi Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í London í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hótunin var gabb

Sprengjuhótunin sem barst Jótlandspóstinum reyndist vera gabb. Full starfsemi er hafin í húsinu að nýju en lögreglan rannsakar málið.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuhótun barst Jótlandspóstinum

Byggingar Jótlandspóstsins í Árósum og Kaupmannahöfn í Danmörku voru rýmdar fyrr í dag, eftir að sprengjuhótun barst á ritstjórn blaðsins. Hringt var á blaðið og sagt að sprengju hefði verið komið fyrir. Mikil reiði ríkir meðal múslima í garð blaðsins, eftir að það birti tólf skopmyndir af Múhameð spámanni síðastliðið haust.

Innlent
Fréttamynd

Þoturnar eftir en þyrlurnar á brott?

Svo gæti farið að björgunarþyrlur varnarliðsins yrðu fluttar á brott en herþotur Bandaríkjamanna yrðu hér áfram. Valur Ingimundarson, sagnfræðingur, fullyrðir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að skilja að rekstur á þyrlum og þotum til þess að svo megi verða en það hafi ekki verið gert hingað til. Þetta sé nýr flögur á varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna.

Innlent
Fréttamynd

Arnarfell bauð lægst

Í dag voru opnuð tilboð í Hraunveitu, sem er einn áfangi í byggingu Kárahnjúkavirkjunnar. Var það verktakafyrirtækið Arnarfell sem bauð lægst eða tæpar 980 milljónir sem svarar til um sjötíu prósenta af kostnaðaráætlun.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður Íslandsbanka

Íslandsbanki kynnti í dag uppgjör sitt fyrir árið 2005. Var hagnaður fyrirtækisins rúmir nítján milljarðar eftir skatta og arðsemi eigin fjár 30 prósent. Hagnaðurinn jókst um 60 prósent á milli ára en var 12 milljarðar árið 2004. Fyrirtækið skilaði skatttekjum upp á um 4,3 milljarða til ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Tveir nýir metanvagnar

Strætó bs. kynnti í dag tvo nýja almenningsvagna, sem ganga fyrir metani. Þar með hefur fyrirtækið stigið enn eitt skrefið í þá átt að draga úr útblástursmengun á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði Strætó bs. verið frumkvöðull í notkun vetnisknúinna bifreiða hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Blóðug átök á Filippseyjum

Hersveitir skutu að minnsta kosti átján uppreisnarmenn til bana í smábæ á Filippseyjum í dag í blóðugustu átökum þarlendis í marga mánuði. Átök á milli stjórnarhers og sósíalískra uppreisnarmanna hafa þó staðið í nær hálfa öld á Filippseyjum.

Erlent