Fréttir

Fréttamynd

Upplýsingagjöf ólögleg

Evrópusambandið braut gegn lögum þegar það samþykkti að skylda evrópsk flugfélög til að láta Bandaríkjamönnum í té upplýsingar um flugfarþega þeirra. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.

Erlent
Fréttamynd

Innbrotsþjófar gleymdu myndavélinni

Lögreglan á Selfossi leitar nú nokkurra innbrotsþjófa sem brutust inn í sumarbústað i Grímsnesi um helgina og virðast hafa slegið upp teiti á staðnum. Góður gleðskapur er gjarnan festur á filmu og gerður þjófarnir enga undantekningu á því. Það varð þeim hinsvegar að falli, því þeir gleymdu myndavélinni á vettvangi og telur lögreglan sig þegar þekkja einn þeirra af myndum úr teitinu, og ætlar að hafa tal af honum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lögregluna af

Ungur ökumaður bifhjóls, sem reyndi að stinga lögregluna af í Reykjavík í gærkvöldi, slapp ómeiddur þótt hann hafi tvisvar fallið af hjólinu á flóttanum. Þegar lögreglumenn reyndu að hafa tal af honum í miðborginni gaf hann í austur Sæbraut, þar sem hann féll á gatnamótunum við Snorrabraut.

Innlent
Fréttamynd

Sumarþing hefst í dag

Sumarþing hefst í dag en þingmenn tóku sér frí í byrjun mánaðarins vegna nýliðinna sveitarstjórnarkosninga. Nefndarfundir hófust í gær og halda áfram í fyrramálið. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu og um flest þeirra er væntanlega sátt á milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Um nokkur mál standa þó deilur og þingfundur hefst á því að ræða eitt þeirra, nýtt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir fórust í sprengingu í efnaverksmiðju

Að minnsta kosti fjórir létu lífið og þrír slösuðust í sprengingu í efnaverksmiðju um þrjátíu kílómetra suðvestur af Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær. Auk þess að framleiða ýmis eiturefni er sprengiefni framleitt í verksmiðjunni en sprengingin mun hafa orðið þar sem sú framleiðsla fer fram.

Erlent
Fréttamynd

Ökumaður slapp með skrekkinn

Þau undur gerðust í Njarðvík í gærkvöldi að vél í nýlegum jepplingi hreinlega sprakk í miðjum akstri, og eldur kviknaði í vélarhúsinu. Vegfarandi gat haldið eldinum í skefjum þar til slökkviliðið kom á vettvang og slökkti hann. Kom þá í ljós að sjálf blokkin í vélinni var sprunginn og ýmislegt innvols úr vélinni lá í götunni auk þess sem olía og kælilvökvi láku úr vélinnin þannig að slökkviliðsmenn þurftu að hreinsa vettvanginn. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en orsakir þessa eru ókunnar.

Innlent
Fréttamynd

Grískum ráðherra sýnt banatilræði

Öflug sprengja sprakk við heimili ráðherra menningarmála í Grikklandi í Aþenu í morgun. Enginn særðist í sprengingunni, að sögn lögreglu, en nokkrir bílar eyðilögðust. Ekki fylgir sögunni hvort bíll ráðherrans, George Voulgarakis, hafi verið þar á meðal en sprengjan sprakk skömmu áður en ráðherrann lagði af stað til vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Meirihlutaviðræður halda áfram í dag

Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Útgöngubann í Kabúl

Útgöngubann hefur verið sett á í Kabúl, höfuðborg Afganistans, vegna átakanna sem þar hafa geisað síðasta sólarhring. Átökin hófust eftir að bandarískur herbíll keyrði á fjölda farartækja á götum borgarinnar og varð fimm manns að bana.

Erlent
Fréttamynd

Vinstri grænir í Kópavogi harma ákvörðun Framsóknarmanna

Vinstri græn í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þá ákvörðun Framsóknarmanna í Kópavogi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjónr Kópavogs. Segja Vinstri grænir framsóknarflokkinn þar með kasta frá sér sögulegu tækifæri til að losna úr viðjum þess meirihluta sem er á góðri leið með að þurrka Framsóknarflokkinn út, ekki bara í Kópavogi heldur víðast hvar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun opnar tilboð í IP Telephone Exchange

Í dag opnaði Landsvirkjun tilboð í IP Telephone Exchange. Alls bárust níu tilboð og var það hæsta frá EJS og hljóðaði það upp á rúmar 12 komma 8 milljónir króna. Notrek ehf. átti næsthæsta tilboðið og Sensa það þriðja hæsta.

Innlent
Fréttamynd

Róstur gegn útlendingum í Kabúl

Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið í uppþotum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, sem beinast gegn útlendingum í borginni. Tíu Íslendingar eru í Kabúl en ekkert amar að þeim, að sögn utanríkisráðuneytisins.

Erlent
Fréttamynd

Eyþór tekur ekki sæti í bæjarstjórn Árborgar strax

Eyþór Arnalds missir ökuréttindi í tólf mánuði og greiðir 150 þúsund króna sekt, samkvæmt lögreglusátt sem hann gekk frá á föstudaginn. Hann tekur ekki sæti sitt í bæjarstjórninni í Árborg fyrr en árið er liðið. Sem kunnugt er ók Eyþór ölvaður á ljósastaur við Kleppsveg fyrir rúmlega hálfum mánuði. Hann hefur þegar skilað inn ökuskírteininu og greitt sektina.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið

Samfylkingin á Akureyri hefur slitið meirihlutaviðræðum við L-lista og Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í bæjarstjórn Akureyrar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ný borgarstjóri Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafnsson nýr formaður borgarráðs samkvæmt samkomulagi sem Framsóknaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu í Reykjavík um meirihlutasamstarf. Þetta var tilkynnt fyrir stundu eftir fund framsóknarmanna og sjálfstæðismanna á heimili Vilhjálms í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Laun forstjóra Tesco hækka um 25 prósent

Laun Terry Leahys, forstjóra bresku verslunarkeðjunnar Tesco, hafa hækkað um 25 prósent á milli ára. Árslaun forstjórans nema nú fjórum milljónum punda, jafnvirði rúmlega 524 milljóna íslenskra króna. Innifalin í launum hans eru hlunnindagreiðslur upp á 2,8 milljón pund, jafnvirði tæpra 380 milljóna íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarmenn að mynda nýjan meirihluta

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru að ná samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg skv. heimildum NFS. Tilkynning um málið verður send út innan tveggja klukkustunda samkvæmt sömu heimild. Bein útsending verður frá blaðamannafundi um myndun meirihlutans á NFS kl. 17.

Innlent
Fréttamynd

Dómkirkja brennur í Finnlandi

Dómkirkjan í Porvoo í Suður-Finnlandi, ein elsta kirkja landsins, skemmdist töluvert í bruna í nótt. Ekki er vitað um eldsupptök en samkvæmt upplýsingum yfirvalda kviknaði eldurinn utan við kirkjuna og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert amar að Íslendingunum í Kabúl

Ekkert amar að tíu Íslendingum sem eru að störfum í Kabúl, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu, en minnst átta manns hafa fallið og rúmlega hundrað slasast í átökum í borginni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skrifað undir viljayfirlýsingu um meirihlutamyndun

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Ísafirði skrifuðu undir viljayfirlýsingu um myndun meirihluta á Ísafirði fyrir stundu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, áfram bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkurinn lagður í einelti

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórn Kópavogs. Oddviti Framsóknarflokksins segir flokkinn hafa orðið fyrir einelti en hann segir forystu flokksins bera ákveðna ábyrgð á slöku gengi og býður spenntur eftir að sjá hvernig hún ætlar að axla þá ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur slítur meirihlutaviðræðum við Frjálslynda

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sleit í dag viðræðum við Ólaf F. Magnússon fulltrúa Frjálslynda flokksins. Hann tilkynnti Ólafi síðdegis að afstaða Frjálslyndra í flugvallarmálinu væri of stíf til að viðræður gætu borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

Eldvirkni í Merapi meiri eftir jarðskjálftann

Yfirmaður hjálparstarfs hjá Sameinuðu þjóðunum segir björgunarsveitir og lækna í kapphlaupi við tímann að bjarga þeim sem slösuðust í jarðskjálfta sem skall á indónesísku eyjunni Jövu um helgina og varð minnst 5.000 manns að bana. Eldvirkni í eldfjallinu Merapi á Jövu hefur aukist.

Erlent