Erlent

Upplýsingagjöf ólögleg

MYND/Reuters

Evrópusambandið braut gegn lögum þegar það samþykkti að skylda evrópsk flugfélög til að láta Bandaríkjamönnum í té upplýsingar um flugfarþega þeirra. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.

Evrópusambandið og bandarísk stjórnvöld komust að samkomulagi um það fyrir tveimur árum að evrópskum flugfélögum yrði gert að láta bandarískum yfirvöldum í té tilteknar upplýsingar í 34 liðum um farþegar sem ætluðu að fljúga til Bandaríkjanna.

Sem dæmi yrði upplýst um heimilisfang viðkomandi, símanúmer og greiðslumáta við kaup á flugmiða. Bandaríkjamenn hafa sagt það mikilvægt að þessar upplýsingar verði veittar til að aðstoða yfirvöld í baráttunni við hryðjuverkamenn. Evrópudómstóllinn segir hins vegar að samkomulagið standist ekki lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×