Erlent

Þrír fórust í átökum á Gazasvæðinu

Þrír biðu bana og fjórir særðust í átökum Ísraelshers og palestínskra vígamanna á Gaza-ströndinni í morgun, að sögn heimildarmanns úr röðum Palestínumanna. Allir hinna látnu eru úr röðum þeirra síðarnefndu. Samkvæmt sömu heimild dóu mennirnir af völdum flugskeytis frá ísraelskri herþyrlu eftir að skotbardagar höfu staðið yfir í einhvern tíma á milli þeirra og hermanna á jörðu niðri. Talsmaður Ísraelshers segir flugskeytinu hafa verið skotið þegar palestínuennirnir gerðu sig líklega til að skjóta flugskeytum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×