Erlent

Fjórir fórust í sprengingu í efnaverksmiðju

Að minnsta kosti fjórir létu lífið og þrír slösuðust í sprengingu í efnaverksmiðju um þrjátíu kílómetra suðvestur af Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær. Auk þess að framleiða ýmis eiturefni er sprengiefni framleitt í verksmiðjunni en sprengingin mun hafa orðið þar sem sú framleiðsla fer fram. Í fyrstu var sjúkramönnum ekki hleypt inn í verksmiðjuna til að hlúa að slösuðum af ótta við frekari sprengingar. Að sögn umhverfisráðherra Serbíu er engin hætta á að eiturefni sem geymd voru í verksmiðjunni komist út í andrúmsloftið. Í loftárásum Atlandshafsbandalagsins á Serbíu í apríl 1999 var nokkrum sinnum gerð árás á verksmiðjuna þar sem talið var að sarín- og sinnepsgas væri framleitt þar. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×