Fréttir Hluti lyflækningadeildar í einangrun Hluti af lyflækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvoginum hefur verið sett í einangrun eftir að veirusýking kom þar upp. Á deildinni eru þrettán sjúklingar og nokkrir starfsmenn og hefur hluti þeirra fengið veirusýkinguna sem felur í sér uppsöl og niðurgang. Innlent 24.6.2006 12:22 Vélarvana við strendur Grindavíkur Lítill fiskibátur varð vélarvana úti fyrir ströndum Grindavíkur laust fyrir hádegi . Starfsmenn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar þar í bæ kváðust hafa sent út bát af öryggisátæðun sem væri að fylgja skipverjum til hafnar. Innlent 24.6.2006 12:14 Framleiðandinn Aaron Spelling látinn Sjónvarpsframleiðandinn Aaron Spelling lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, áttatíu og þriggja ára að aldri. Spelling fékk heilablóðfall fyrr í mánuðinum. Hann var afkasta mikill framleiðandi og eftir hann liggja fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Erlent 24.6.2006 10:10 Dauðarefsing afnumin á Filippseyjum Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, undirritaði í morgun lög sem afnema dauðarefsingu í landinu. Dauðarefsing var afnumin á Filippseyjum 1987 en aftur leyfð með lögum sex árum síðar. Sjö hafa verið teknir af lífi síðan þá. Erlent 24.6.2006 10:06 Lík eins námamanns af 65 fundið Björgunarsveitarmenn fundu í gær lík námamanns sem var einn 65 sem festust í námu í Mexíkó í febrúar. Sprenging var í námunni og sátu mennirnir fastir og ekkert gekk að komast að þeim. Björgunarmenn leita nú að líku hinna. Erlent 24.6.2006 10:03 Tómas Zoëga verður ekki aftur yfirlæknir Tómas Zoëga hefur látið af störfum við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði fyrr í mánuðinum að tilfærsla Tómasar í starfi hafi verið ólögmæt. Innlent 24.6.2006 10:51 Átök lögreglu og landtökufólks í Perú Til átaka kom milli lögreglu og landtökumanna í útjaðri Lima, höfuðborgar Perú, í gær. Fólkið hafði reist sér bráðabirgðahúsnæði á svæðinu og var lögregla send til að reka það á brott og jafna húsin við jörðu. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir því að byggja hús þarna en þau voru reist fyrir sex árum. Erlent 24.6.2006 10:00 Þrír teknir á ofsahraða Lögreglan á Keflavíkurflugvelli gómaði í nótt þrjá ökumenn á ofsahraða á Strandarheiði. Sá sem hraðast ók var á 182 km. Hann var sviptur ökuskírteininu á staðnum en við það kom í ljós að pilturinn var ekki kominn með fullgilt skírteini. Í síðustu viku varð slys á þessu svæði og segir lögreglan að það sé leitt að sjá að slíkir atburðir hafi ekki þau áhrif að ökumenn sjái sóma sinn í að aka á skikkanlegum hraða. Innlent 24.6.2006 09:51 Missti stjórn á bíl sínum Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í beygju við gatnamót Sæbrautar og Lauganesvegar í Reykjavík um klukkan sex í morgun, með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Minniháttar meiðsl urðu á bílstjóra og tveimur farþegum sem með honum voru. Innlent 24.6.2006 09:47 Strandaði á sandrifi Einn var fluttur á slysadeild eftir að skemmtibátur strandaði á sandrifi skammt frá Snarfarahöfn á fyrsta tímanum í nótt. Fimm voru um borð í bátnum. Kona sem flutt var á slysadeild er ekki talin mikið slösuð. Innlent 24.6.2006 09:40 Klink og bank samkomustaður unglinga Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að gamla Klink og bank húsinu við Brautarholt um korter yfir átta í kvöld í þriðja sinn á skömmum tíma. Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta húsið. Innlent 23.6.2006 22:47 Breytt skipting Dagsbrúnar Og fjarskipti er nú dótturfélag Dagsbrúnar en fyrirtækið var áður hluti af móðurfélaginu Dagsbrún. Tekin var ákvörðun um þetta á hluthafafundi í dag. Með breytingunni er verið að fylgja eftir kröfum Samkeppnisráðs um að fjarskiptafyrirtæki og fjölmiðlafyrirtæki séu aðskild. Megin dótturfyrirtæki Dagsbrúnar eru nú þrjú Og fjarskipti, Kögun og 365 prent- og ljósvakamiðlar sem meðal annars rekur NFS. Breytingin hefur engin áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Innlent 23.6.2006 22:23 Brotist inn í sumarbústaði Sumarbústaðareigendum tveggja bústaða í Galtarholti í Borarbyggð brá heldur betur í brún þegar þeir komu í bústaði sína nú undir kvöldið. Brotist hafði verið inn í bústaði þeirra í gærkvöldi eða í nótt. Höfðu þjófarnir hina ýmsu hluti á brott með sér verkfæri, hljómflutningstæki og myndbandstæki. Innlent 23.6.2006 22:22 Tveir árekstrar í Kömbunum Tveir árekstrar urðu neðarlega í Kömbunum og ullu töfum á umferð. Fjórir bílar eru mjög skemmdir en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Sjúkrabíll fór á staðinn og dráttarbílar fjarlægðu bílana sem voru óökufærir. Innlent 23.6.2006 19:35 Hlutfall kvenna í embættum sjálfstæðismanna í borginni 41% Landssamband sjálfstæðiskvenna vísar ásökunum minnihlutans um að ekki sé hugað að jafnréttismálum í borginni aftur til heimahúsanna. Hlutfall kvenna í þeim embættum borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa er rúmlega 41%. Framsóknarflokkurinn stendur sig þó sýnu verst allra flokka. Innlent 23.6.2006 19:16 Björn segir varnarmálastefnu byggða á óskhyggju Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra telur að það hafi verið óskhyggja að vænta þess að Bandaríkjastjórn samþykkti kröfur íslenskra stjórnvalda um loftvarnir. Hann telur að riftun samningsins sé meiri hótun gagnvart NATO en bandaríkjamönnum. Innlent 23.6.2006 19:12 Rekinn en fær milljarð Þórður Már Jóhannesson, sem rekinn var úr starfi forstjóra Straums-Burðaráss eftir 10 mánuði hagnast um milljarð króna á kaupréttarsamningum. Magnús Kristinsson gerði þennan samning við hann áður en formlega var gengið frá sameiningu Straums og Burðaráss Innlent 23.6.2006 19:08 Forsetinn skammar ísraelska sendiherrann Ólafur Ragnar Grímsson forseti lenti í rifrildi við sendiherra Ísraels á Bessastöðum samkvæmt frétt ísraelsks fréttavefs. Ástæðan var meðferð landamæravarða í Ísrael á forsetafrúnni. Sagt er að fundurinn hafi endað með því að forsetinn vísaði sendiherranum á dyr og skellti hurðum á eftir. "Litrík frásögn og færð í stílinn" - segir forsetaembættið. Innlent 23.6.2006 19:06 Þurfa hugsanlega að fella niður strætóferðir Svo illa gengur að ráða bílstjóra til sumarafleysinga hjá Strætó bs. að leiðir verða hugsanlega felldar niður. Innlent 23.6.2006 18:06 Ætlar að leita réttar síns Helgi Hermannsson fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins ætlar að leita réttar síns og fara fram á bætur fyrir dómstólum. Hann ákvað þetta eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hefðu brotið gegn persónuvernd með því að skoða tölvupóst Helga. Innlent 23.6.2006 18:02 Einnig grunaður um að kasta bensínsprengju Gæsluvarðhald yfir manni, sem grunaður er um að eiga þátt í skotárás á hús í Vallahverfi í Hafnarfirði, í fyrradag, var framlengt í dag. Innlent 23.6.2006 17:59 Forseti Íslands afhjúpar listaverk í Hull Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Precott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, voru viðstaddir þegar listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur var afhjúpað í Hull í Bretlandi í dag, til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. Sams konar verk verður síðan vígt í Vík í Mýrdal í næsta mánuði. Innlent 23.6.2006 17:58 Býður fólki að græða og gefa af sér um leið Íslendingum gefst nú kostur á nýrri tegund netviðskipta. Bergur Ísleifsson rekur vef þar sem fólki er boðið að kaupa áskrift að þurrmat sem sendur er til sveltandi barna í þriðja heiminum. Tilgangurinn er að græða pening og búa til betri heim um leið. Innlent 23.6.2006 17:45 Segir umræðu þarfa um stöðu varnarmála Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í leiðara blaðsins í dag að hótun um uppsögn varnarsamningsins ef herþoturnar yrðu fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli, hafi beinlínis verið óskynsamleg og Íslendingum ekki til framdráttar. Þá segir hann stjórnvöld hafa stuðst við lélega ráðgjöf í varnarmálum. Innlent 23.6.2006 17:37 Samgöngumál ósættanleg með öllu Ástand í samgöngumálum milli lands og Vestmannaeyja er óásættanlegt með öllu, að mati hóps þjónustuaðila og áhugamanna um ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hópurinn óskar eftir nýju gangmiklu skipi svo fjótt sem auðið er og að flug með 30-50 sæta flugvélum verði komið á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja þegar í stað Innlent 23.6.2006 17:08 Miðnæturhlaup í Laugardalnum Hið árlega Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaup fer fram í kvöld klukkan tíu við Laugardalslaug. Þetta er í fjórtánda sinn sem hlauið er haldið og hefur þátttakendur fjölgað ár frá ári. Enn er hægt að skrá sig í hlaupið en hægt er að skrá sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk án tímatöku og fimm og tíu kílómetra hlaup með tímatöku. Hlaupið er haldið í tengslum við Jónsmessumót fjölskyldunnar sem verður í Laugardalnum, Heiðmörk og Viðey í kvöld. Innlent 23.6.2006 16:35 Valgerður ræður aðstoðarmann Sigfús Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu en tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu á næstu dögum. Innlent 23.6.2006 14:38 Skorður settar við efnistöku úr Ingólfsfjalli Forstjóri Landverndar segir áfangasigur í náttúruvernd hafa náðst með úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um efnistöku úr Ingólfsfjalli. Nefndin stöðvaði framkvæmdir að hluta til með bráðabirgðaúrskurði sínum í gær. Enn er þó til meðferðar aðalkrafa kærenda, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, um afnám framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli. Innlent 23.6.2006 13:04 Sancy heldur heim Færeyski togarinn Sancy hélt frá Eskifirði í gærkvöldi, eftir að tryggingar voru settar, og hefur skipstjórinn nú samviskusamlega kveikt á sjálfvirka fjareftirlits-búnaðinum. Innlent 23.6.2006 12:57 Hryðjuverkamenn í Miami Sjö voru handteknir í gærkvöldi í Miami í Bandaríkjunum, vegna gruns um að þeir legðu á ráðin um hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum. Talið er að ætlunin hafi verið að sprengja Sears-turninn í Chicago og aðrar byggingar í Bandaríkjunum. Erlent 23.6.2006 12:51 « ‹ ›
Hluti lyflækningadeildar í einangrun Hluti af lyflækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvoginum hefur verið sett í einangrun eftir að veirusýking kom þar upp. Á deildinni eru þrettán sjúklingar og nokkrir starfsmenn og hefur hluti þeirra fengið veirusýkinguna sem felur í sér uppsöl og niðurgang. Innlent 24.6.2006 12:22
Vélarvana við strendur Grindavíkur Lítill fiskibátur varð vélarvana úti fyrir ströndum Grindavíkur laust fyrir hádegi . Starfsmenn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar þar í bæ kváðust hafa sent út bát af öryggisátæðun sem væri að fylgja skipverjum til hafnar. Innlent 24.6.2006 12:14
Framleiðandinn Aaron Spelling látinn Sjónvarpsframleiðandinn Aaron Spelling lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, áttatíu og þriggja ára að aldri. Spelling fékk heilablóðfall fyrr í mánuðinum. Hann var afkasta mikill framleiðandi og eftir hann liggja fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Erlent 24.6.2006 10:10
Dauðarefsing afnumin á Filippseyjum Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, undirritaði í morgun lög sem afnema dauðarefsingu í landinu. Dauðarefsing var afnumin á Filippseyjum 1987 en aftur leyfð með lögum sex árum síðar. Sjö hafa verið teknir af lífi síðan þá. Erlent 24.6.2006 10:06
Lík eins námamanns af 65 fundið Björgunarsveitarmenn fundu í gær lík námamanns sem var einn 65 sem festust í námu í Mexíkó í febrúar. Sprenging var í námunni og sátu mennirnir fastir og ekkert gekk að komast að þeim. Björgunarmenn leita nú að líku hinna. Erlent 24.6.2006 10:03
Tómas Zoëga verður ekki aftur yfirlæknir Tómas Zoëga hefur látið af störfum við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði fyrr í mánuðinum að tilfærsla Tómasar í starfi hafi verið ólögmæt. Innlent 24.6.2006 10:51
Átök lögreglu og landtökufólks í Perú Til átaka kom milli lögreglu og landtökumanna í útjaðri Lima, höfuðborgar Perú, í gær. Fólkið hafði reist sér bráðabirgðahúsnæði á svæðinu og var lögregla send til að reka það á brott og jafna húsin við jörðu. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir því að byggja hús þarna en þau voru reist fyrir sex árum. Erlent 24.6.2006 10:00
Þrír teknir á ofsahraða Lögreglan á Keflavíkurflugvelli gómaði í nótt þrjá ökumenn á ofsahraða á Strandarheiði. Sá sem hraðast ók var á 182 km. Hann var sviptur ökuskírteininu á staðnum en við það kom í ljós að pilturinn var ekki kominn með fullgilt skírteini. Í síðustu viku varð slys á þessu svæði og segir lögreglan að það sé leitt að sjá að slíkir atburðir hafi ekki þau áhrif að ökumenn sjái sóma sinn í að aka á skikkanlegum hraða. Innlent 24.6.2006 09:51
Missti stjórn á bíl sínum Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í beygju við gatnamót Sæbrautar og Lauganesvegar í Reykjavík um klukkan sex í morgun, með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Minniháttar meiðsl urðu á bílstjóra og tveimur farþegum sem með honum voru. Innlent 24.6.2006 09:47
Strandaði á sandrifi Einn var fluttur á slysadeild eftir að skemmtibátur strandaði á sandrifi skammt frá Snarfarahöfn á fyrsta tímanum í nótt. Fimm voru um borð í bátnum. Kona sem flutt var á slysadeild er ekki talin mikið slösuð. Innlent 24.6.2006 09:40
Klink og bank samkomustaður unglinga Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að gamla Klink og bank húsinu við Brautarholt um korter yfir átta í kvöld í þriðja sinn á skömmum tíma. Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta húsið. Innlent 23.6.2006 22:47
Breytt skipting Dagsbrúnar Og fjarskipti er nú dótturfélag Dagsbrúnar en fyrirtækið var áður hluti af móðurfélaginu Dagsbrún. Tekin var ákvörðun um þetta á hluthafafundi í dag. Með breytingunni er verið að fylgja eftir kröfum Samkeppnisráðs um að fjarskiptafyrirtæki og fjölmiðlafyrirtæki séu aðskild. Megin dótturfyrirtæki Dagsbrúnar eru nú þrjú Og fjarskipti, Kögun og 365 prent- og ljósvakamiðlar sem meðal annars rekur NFS. Breytingin hefur engin áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Innlent 23.6.2006 22:23
Brotist inn í sumarbústaði Sumarbústaðareigendum tveggja bústaða í Galtarholti í Borarbyggð brá heldur betur í brún þegar þeir komu í bústaði sína nú undir kvöldið. Brotist hafði verið inn í bústaði þeirra í gærkvöldi eða í nótt. Höfðu þjófarnir hina ýmsu hluti á brott með sér verkfæri, hljómflutningstæki og myndbandstæki. Innlent 23.6.2006 22:22
Tveir árekstrar í Kömbunum Tveir árekstrar urðu neðarlega í Kömbunum og ullu töfum á umferð. Fjórir bílar eru mjög skemmdir en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Sjúkrabíll fór á staðinn og dráttarbílar fjarlægðu bílana sem voru óökufærir. Innlent 23.6.2006 19:35
Hlutfall kvenna í embættum sjálfstæðismanna í borginni 41% Landssamband sjálfstæðiskvenna vísar ásökunum minnihlutans um að ekki sé hugað að jafnréttismálum í borginni aftur til heimahúsanna. Hlutfall kvenna í þeim embættum borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa er rúmlega 41%. Framsóknarflokkurinn stendur sig þó sýnu verst allra flokka. Innlent 23.6.2006 19:16
Björn segir varnarmálastefnu byggða á óskhyggju Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra telur að það hafi verið óskhyggja að vænta þess að Bandaríkjastjórn samþykkti kröfur íslenskra stjórnvalda um loftvarnir. Hann telur að riftun samningsins sé meiri hótun gagnvart NATO en bandaríkjamönnum. Innlent 23.6.2006 19:12
Rekinn en fær milljarð Þórður Már Jóhannesson, sem rekinn var úr starfi forstjóra Straums-Burðaráss eftir 10 mánuði hagnast um milljarð króna á kaupréttarsamningum. Magnús Kristinsson gerði þennan samning við hann áður en formlega var gengið frá sameiningu Straums og Burðaráss Innlent 23.6.2006 19:08
Forsetinn skammar ísraelska sendiherrann Ólafur Ragnar Grímsson forseti lenti í rifrildi við sendiherra Ísraels á Bessastöðum samkvæmt frétt ísraelsks fréttavefs. Ástæðan var meðferð landamæravarða í Ísrael á forsetafrúnni. Sagt er að fundurinn hafi endað með því að forsetinn vísaði sendiherranum á dyr og skellti hurðum á eftir. "Litrík frásögn og færð í stílinn" - segir forsetaembættið. Innlent 23.6.2006 19:06
Þurfa hugsanlega að fella niður strætóferðir Svo illa gengur að ráða bílstjóra til sumarafleysinga hjá Strætó bs. að leiðir verða hugsanlega felldar niður. Innlent 23.6.2006 18:06
Ætlar að leita réttar síns Helgi Hermannsson fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins ætlar að leita réttar síns og fara fram á bætur fyrir dómstólum. Hann ákvað þetta eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hefðu brotið gegn persónuvernd með því að skoða tölvupóst Helga. Innlent 23.6.2006 18:02
Einnig grunaður um að kasta bensínsprengju Gæsluvarðhald yfir manni, sem grunaður er um að eiga þátt í skotárás á hús í Vallahverfi í Hafnarfirði, í fyrradag, var framlengt í dag. Innlent 23.6.2006 17:59
Forseti Íslands afhjúpar listaverk í Hull Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Precott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, voru viðstaddir þegar listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur var afhjúpað í Hull í Bretlandi í dag, til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. Sams konar verk verður síðan vígt í Vík í Mýrdal í næsta mánuði. Innlent 23.6.2006 17:58
Býður fólki að græða og gefa af sér um leið Íslendingum gefst nú kostur á nýrri tegund netviðskipta. Bergur Ísleifsson rekur vef þar sem fólki er boðið að kaupa áskrift að þurrmat sem sendur er til sveltandi barna í þriðja heiminum. Tilgangurinn er að græða pening og búa til betri heim um leið. Innlent 23.6.2006 17:45
Segir umræðu þarfa um stöðu varnarmála Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í leiðara blaðsins í dag að hótun um uppsögn varnarsamningsins ef herþoturnar yrðu fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli, hafi beinlínis verið óskynsamleg og Íslendingum ekki til framdráttar. Þá segir hann stjórnvöld hafa stuðst við lélega ráðgjöf í varnarmálum. Innlent 23.6.2006 17:37
Samgöngumál ósættanleg með öllu Ástand í samgöngumálum milli lands og Vestmannaeyja er óásættanlegt með öllu, að mati hóps þjónustuaðila og áhugamanna um ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hópurinn óskar eftir nýju gangmiklu skipi svo fjótt sem auðið er og að flug með 30-50 sæta flugvélum verði komið á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja þegar í stað Innlent 23.6.2006 17:08
Miðnæturhlaup í Laugardalnum Hið árlega Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaup fer fram í kvöld klukkan tíu við Laugardalslaug. Þetta er í fjórtánda sinn sem hlauið er haldið og hefur þátttakendur fjölgað ár frá ári. Enn er hægt að skrá sig í hlaupið en hægt er að skrá sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk án tímatöku og fimm og tíu kílómetra hlaup með tímatöku. Hlaupið er haldið í tengslum við Jónsmessumót fjölskyldunnar sem verður í Laugardalnum, Heiðmörk og Viðey í kvöld. Innlent 23.6.2006 16:35
Valgerður ræður aðstoðarmann Sigfús Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu en tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu á næstu dögum. Innlent 23.6.2006 14:38
Skorður settar við efnistöku úr Ingólfsfjalli Forstjóri Landverndar segir áfangasigur í náttúruvernd hafa náðst með úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um efnistöku úr Ingólfsfjalli. Nefndin stöðvaði framkvæmdir að hluta til með bráðabirgðaúrskurði sínum í gær. Enn er þó til meðferðar aðalkrafa kærenda, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, um afnám framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli. Innlent 23.6.2006 13:04
Sancy heldur heim Færeyski togarinn Sancy hélt frá Eskifirði í gærkvöldi, eftir að tryggingar voru settar, og hefur skipstjórinn nú samviskusamlega kveikt á sjálfvirka fjareftirlits-búnaðinum. Innlent 23.6.2006 12:57
Hryðjuverkamenn í Miami Sjö voru handteknir í gærkvöldi í Miami í Bandaríkjunum, vegna gruns um að þeir legðu á ráðin um hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum. Talið er að ætlunin hafi verið að sprengja Sears-turninn í Chicago og aðrar byggingar í Bandaríkjunum. Erlent 23.6.2006 12:51
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent