Innlent

Strandaði á sandrifi

Einn var fluttur á slysadeild eftir að skemmtibátur strandaði á sandrifi skammt frá Snarfarahöfn á fyrsta tímanum í nótt. Fyrsta neyðarkall kom klukkan tuttugu mínútur í eitt og fóru björgunarsveitin Ásæll og björgunarbátur lögreglunnar í Reykjavík á staðinn.

Fimm voru um borð í bátnum. Kona sem flutt var á slysadeild er ekki talin mikið slösuð. Ekki er grunur um ölvun. Farið var að flæða að þegar tilraun var gerð til þess að losa bátinn af sandrifinu og eftir að taug var komið í hann losnaði hann auðveldlega. Rúmlega tuttugu manns komu að björgunaraðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×