Innlent

Klink og bank samkomustaður unglinga

MYND/Haraldur Jónasson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að gamla Klink og bank húsinu við Brautarholt um korter yfir átta í kvöld í þriðja sinn á skömmum tíma. Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta húsið.

Eldur logaði í kjallara hússins og lagði svartan reyk frá honum. Enginn reyndist vera inni. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem kviknar í þessu sama húsi. Húsið bíður þess að vera rifið en engin starfsemi er í því lengur. Drengur sem NFS ræddi við á vettvangi sagði krakka safnast þar saman reglulega. Hann hefði sjálfur verið á leið þangað í kvöld en við bakhlið hússins hefði mætt honum þykkur svartur reykur og sýndist honum sem logaði í gúmmíi.

Varðsstjóri sagði NFS að slökkviliðið myndi áfram beita sér fyrir því að úr þessum málum yrði bætt. Húsið biði beinlínis eftir því að fuðra upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×