Innlent

Breytt skipting Dagsbrúnar

MYND/Pjetur

Og fjarskipti er nú dótturfélag Dagsbrúnar en fyrirtækið var áður hluti af móðurfélaginu Dagsbrún. Tekin var ákvörðun um þetta á hluthafafundi í dag. Með breytingunni er verið að fylgja eftir kröfum Samkeppnisráðs um að fjarskiptafyrirtæki og fjölmiðlafyrirtæki séu aðskild. Megin dótturfyrirtæki Dagsbrúnar eru nú þrjú Og fjarskipti, Kögun og 365 prent- og ljósvakamiðlar sem meðal annars rekur NFS. Breytingin hefur engin áhrif á rekstur fyrirtækjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×