Fréttir

Fréttamynd

Varað við orkudrykkjum og áfengi

Umhverfisstofnun varaði í dag við neyslu á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu. Viðvörunin fylgir í kjölfar tilkynningar dönsku Matvælastofnunarinnar fyrir stuttu þar sem fólk er beðið um að sýna varkárni við neyslu á orkudrykkjum sem innihalda meðal annars koffín og taurín.

Innlent
Fréttamynd

Álagning virðist hafa minnkað

Olíufélögin virðast vera farin að minnka meðalálagningu sína á bensínlítrann í ljósi þess að þau hækka ekki bensínverð, þrátt fyrir stöðugar hækkanir á heimsmarkaði. 

Innlent
Fréttamynd

R-listinn í ferð án fyrirheits

Ólafur F. Magnússon, fulltrúi frjálslyndra í borgarstjórn, gagnrýnir skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar fyrir að ráðast í færslu Hringbrautar án þess að skipuleggja fyrst aðliggjandi svæði. Kallar hann skipulagsvinnu borgaryfirvalda ferð án fyrirheits þar sem verið sé að gera hlutina í vitlausri röð.

Innlent
Fréttamynd

SUF vill fara aðrar leiðir

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Kirkja í greiðslustöðvun

Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem forsvarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlit í lögsögu Svalbarða

Þorsteinn Már Baldvinsson, segir mikilvægt að máli Svalbarðasvæðisins verði haldið vakandi. Mótmæli íslenskra stjórnvalda séu liður í því. "Það er mjög mikilvægt að við látum þá vita að það sé álit okkar að þeir hafi ekki lögsögu í þessu máli."

Innlent
Fréttamynd

Fannar saklaus og Bragi kærður

Í mars hóf lögreglan rannsókn á meintum kynferðisafbrotum Fannars Ólafssonar körfuboltamanns gegn tveimur stúlkum á meðferðarheimilinu Torfastöðum. Fannar er sonur þeirra sem reka meðferðarheimilið og hefur starfað þar á sumrin. hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu. Ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu frá.

Innlent
Fréttamynd

Lóðakaup Sparisjóðs Hafnarfjarðar

Engu er líkara en að Hafnfirðingar séu að hefja mikla landvinninga í Reykjavík því borgarráð samþykkti í gær að selja Sparisjóði Hafnarfjarðar lóðir undir 61 íbúð í öðrum áfanga Norðlingaholts.

Innlent
Fréttamynd

Dómur í fíkniefnamáli

Liðlega þrítugur maður var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn framdi brotin í fyrra og hitteðfyrra og var hann meðal annars fundinn sekur um ræktun tuga kannabisplantna.

Innlent
Fréttamynd

Ný öryggislög samþykkt í Írak

Ríkisstjórn Íraks hefur samþykkt ný öryggislög til að auðvelda baráttuna við herskáa uppreisnarmenn í landinu. Bardagar héldu áfram á götum Bagdad í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fimm slösuðust í Pamplóna

Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir hið árlega nautahlaup í Pamplóna á Spáni í morgun. Þúsundir manna hlupu í dauðans ofboði á undan fimm nautum sem vega hvert um sig hálft tonn og hafa banvæn horn á höfði.

Erlent
Fréttamynd

Minni mjólkurframleiðsla

Mjólkurframleiðsla er um tveim milljónum lítra minni nú en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Þar segir að mjólkurframleiðsla þurfi að aukast töluvert til að greiðslumark yfirstandandi verðlagsárs nýtist til fulls.

Innlent
Fréttamynd

Risadósin fjarlægð

Risa Majónesdós sem komið var fyrir við þjóðveginn, rétt vestan Þjórsárbrúar, verður fjarlægð og flutt að höfuðstöðvum Gunnars Majónes í Hafnarfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag og segir þar að vegna misskilnings beri þeim ekki saman við sýslumanninn á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Reykjanesbraut

Jeppabifreið valt á Reykjanesbrautinni og endaði á ljósastaur rétt fyrir hádegi í dag. Ökumaðurinn virðist hafa keyrt út af vinstra megin á veginum og farið aftur upp á veg með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði á ljósastaur.

Innlent
Fréttamynd

Flutt til Hafnarfjarðar

Ákveðið hefur verið að fjarlægja þriggja metra háa eftirlíkingu af majónesdós sem sett var upp við Suðurlandsveg rétt vestan Þjórsár í lok síðasta mánaðar samkvæmt yfirlýsingu frá Gunnar Majones.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlagagerð á hefðbundnu róli

Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á engan töfrasprota

Mohamed Elbaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, kom til Ísraels í gær. Elbaradei var ekki bjartsýnn við komuna til landsins og sagðist engan töfrasprota eiga til þess að hafa áhrif á þá stefnu Ísraelsmanna að viðurkenna ekki að eiga kjarnorkuvopn.

Erlent
Fréttamynd

Nokkrir slösuðust í nautahlaupinu

Nokkrir slösuðust í hinu árlega nautahlaupi í Pamplóna á Spáni í dag sem er hluti af San Fermin hátíðinni sem hefð er fyrir í borginni. Hátíð þessi er griðland fyrir spennufíkla og aðra sem vilja fá líkamlega útrás.

Erlent
Fréttamynd

Hundruðir tonna af olíu lekið út

Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út.

Erlent
Fréttamynd

Málmstoðir ástæða hrunsins

Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins.

Erlent
Fréttamynd

Höfðu mök á sviðinu

Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram.

Erlent
Fréttamynd

Hefur ekki játað

Maðurinn sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonur sinnar var yfirheyrður stuttlega fyrir dómi í dag. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar liggur engin játning fyrir í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Enn í haldi vegna mannshvarfs

Rúmlega fertugur maður, sem var í gærkvöldi handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi fyrrverandi sambýliskonu hans í Reykjavík á sunnudag, er enn í haldi lögreglunnar og ræðst innan skamms hvort lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum.

Innlent
Fréttamynd

Þrisvar kallað á þyrlu

Tvær erlendar ferðakonur slösuðust í gær og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þær báðar á sjúkrahús. Í fyrra tilvikinu slasaðist tævönsk kona þegar vélsleði hennar valt á Langjökli. Talið er að hún sé mjaðmargrindarbrotin.

Innlent
Fréttamynd

Óþolandi óvissa

"Það er óþolandi staða að starfa við þessa óvissu. Það þarf að leggja grundvallarlínur fyrir starfsemina og hversu margir starfi við völlinn," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um fund Davíðs og Bush.

Innlent
Fréttamynd

Einn sótti um stöðuna

Aðeins ein umsókn barst samgönguráðuneytinu vegna auglýsingar þeirra um stöðu forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa sem auglýst var í vor.

Innlent
Fréttamynd

Loðnuveiðar heimilaðar

Innan sjávarútvegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lestir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á pistli sagðar tilraun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum".

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp úrskurðað þinglegt

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í morgun að nýja fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig algerlega ósammála niðurstöðunni við upphaf þingfundar, bæði að efni og formi til. Harðar umræður urðu um úrskurðinn með hlátrasköllum.

Innlent