Fréttir Skaut 3 skotum úr veiðiriffli Lögreglan á Akureyri handtók laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi karlmann á þrítugsaldri. Maðurinn hafði veifað kraftmiklum veiðiriffli sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi í heimahúsi fyrr um kvöldið og skotið þremur skotum út í loftið. Innlent 13.10.2005 14:26 Maðurinn fannst látinn Eiríkur Örn Stefánsson, sem lögreglan lýsti eftir á fimmtudag og björgunarsveitir leituðu að, fannst látinn í gærkvöld skammt frá meðferðarheimilinu Vogi. Þar hafði síðast sést til hans 5. júlí. Ekki er talið að refsiverð háttsemi tengist láti hans. Eiríkur Örn var 48 ára að aldri. Innlent 13.10.2005 14:26 Málskotsrétturinn frá forseta Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir í helgarviðtali við Fréttablaðið að ekki eigi að fella synjunarvald forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrár niður án þess að neitt annað komi í staðinn. Innlent 13.10.2005 14:27 Siglingaverndarlög kosta offjár Ný lög um siglingavernd, sem tóku gildi 1. júlí sl., kosta þjóðarbúið hundruð milljóna króna. Þar af leggst margra milljóna kostnaður á hverja höfn vegna þáttar hafnarverndar í lögunum. Innlent 13.10.2005 14:27 100 ára afmæli síldarvinnslu Þess er nú minnst á Siglufirði að hundrað ár eru liðin frá því að síldarvinnsla hófst þar í bæ. Skemmtun gærkvöldins stóð langt fram á morgun og en bærinn fór aftur að vakna til lífsins þegar nær dró hádegi. Innlent 13.10.2005 14:26 Draugakastali í Djúpavík Sex þúsund fermetra síldarverksmiðja, sem var á sínum tíma stærsta steinsteypta hús í Evrópu og miðstöð atvinnulífs á Vestfjörðum, stendur nú eins og draugakastali í Djúpavík á Ströndum. Stöð 2 fór og skoðaði þennan yfirgefna minnisvarða um gullár síldarævintýrsins - sem er reyndar alls ekki líflaus lengur. Innlent 13.10.2005 14:27 Embættismanni rænt í Írak Háttsettur embættismaður frá Egyptalandi er nú í haldi írakskra skæruliða ásamt sjö öðrum gíslum. Egyptinn, Momdoh Kotb að nafni, er einn af aðalerindrekum Egypta í Írak og segjast skæruliðarnir hafa tekið hann í gíslingu vegna tilboðs Egypta um að hjálpa til við öryggismál í landinu. Erlent 13.10.2005 14:26 Ekið á fjölda kinda árlega Ekið er á 20-25 kindur á ári í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði og eru þá ótaldar þær sem ekki er tilkynnt um til lögreglunnar. Í fæstum tilvikum verða slys á fólki en tjón á bílum hins vegar umtalsvert. Innlent 13.10.2005 14:26 Bretar telja Blair óheiðarlegan Meirihluti breskra kjósenda telur Tony Blair, forsætisráðherra Breta, óheiðarlegan samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Í könnuninni, sem gerð var fyrir dagblaðið Daily Mail, segjast 59% aðspurðra telja að Blair hafi logið til um gereyðingarvopn í Írak. Erlent 13.10.2005 14:26 FÍB í mál við tryggingafélögin? Ekki er útilokað að Félag íslenskra bifreiðaeigenda höfði dómsmál gegn tryggingafélögunum vegna ólögmæts samráðs. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hafnaði kröfu félagsins um að ómerkja úrskurð Samkeppnisráðs þar sem tryggingafélögin sluppu við sektir. Framkvæmdastjóri FÍB segir vinnubrögð samkeppnisyfirvalda í málinu til háborinnar skammar. Innlent 13.10.2005 14:27 Markar ekki vatnaskil Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir ráðstefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk á fimmtudag ekki marka nein vatnaskil í umræðunni um hvalveiðar í atvinnuskyni. Mikið starf sé enn fyrir höndum til að fá hvalveiðibanninu aflétt. Innlent 13.10.2005 14:26 Á 176 km hraða á Reykjanesbraut Um eittleytið í nótt stöðvaði lögreglan í Hafnarfirði karlmann á þrítugsaldri á 176 km hraða á Reykjanesbraut skammt frá Hafnarfirði, en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km á klukkustund. Maðurinn var að taka fram úr öðrum bíl þegar hann mældist á þessum hraða. Innlent 13.10.2005 14:26 Egyptar hvattir til staðfestu Forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, hvatti Egypta til þess að standa fast á sínu og virða að vettugi hótanir íraskra vígamanna sem halda egypskum sendimanni í gíslingu. Erlent 13.10.2005 14:27 Brúin endurreist eftir stríðið Mostar-brúin í Bosníu og Hersegóvínu var opnuð á nýjan leik í gær við hátíðlega athöfn. Brúin, sem byggð var á 16.öld, var sprengd upp í stríðinu á Balkanskaga árið 1993 og þykir enduruppbygging hennar táknræn fyrir bætt samband múslima og Króata. Erlent 13.10.2005 14:26 Engar framfarir án öryggis Efnahagslíf Íraka hefur ekki enn tekið við sér, fimmtán mánuðum eftir fall Saddams Hussein. Áhugi erlendra fjárfesta er til staðar en þeir halda að sér höndum vegna óaldar sem ríkir í landinu. Erlent 13.10.2005 14:27 Morð er ávísun á geðhjálp Talið er að um 20 geðsjúkir séu á götunni og passi hvergi inn í kerfið. Gjarnan er um að ræða hættulegt fólk sem fær ekki aðhlynningu. Móðir sem DV ræddi við á son sem á við aðsóknarkennd eða paranóju að stríða. Honum hefur verið vísað frá geðdeild á þeim forsendum að hann sé ekki nógu veikur. Innlent 13.10.2005 14:26 Myndi enda í þrátefli Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi, að mati Sigurðar Líndals lagaprófessors. Sú ákvörðun myndi þó enda í þrátefli með ófyrirsjáanlegum endi. Innlent 13.10.2005 14:26 Fugladráp á þjóðvegum Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla Innlent 13.10.2005 14:26 Sendimaður í gíslingu Vígamenn tóku egypskan sendimann í gíslingu og kröfðust þess að egypsk stjórnvöld lýstu því yfir að þau myndu ekki senda herlið til Íraks til að styðja bráðabirgðastjórnina. Erlent 13.10.2005 14:26 Öruggast að hafa börnin góð Í Öryggishandbók fyrir ferðalanga sem nýlega kom út er farið yfir helstu öryggisatriði og hluti sem komið geta upp á ferðalögum fólks um landið. Útgáfan er sögð koma eigendum tjaldavagna og fellihýsa að sérstökum notum. Innlent 13.10.2005 14:26 Japanar óvissir um framsal Japanar segjast þurfa meiri tíma áður en ákvörðun verður tekin um hvort Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fishcer yfir höfði sér fangelsisvist og fjársektir vegna brots á viðskiptabanni við Júgóslavíu en árið 1992 tefldi Fischer einvígi við Boris Spasský þar í landi. Erlent 13.10.2005 14:26 Ólíkt mataræði Norðmenn eru reglusamastir, Svíar nútímalegastir, Finnar fastheldnastir og Danir félagslyndastir samkvæmt nýrri könnun sem gerð hefur verið á matarvenjum Norðurlandabúa. Erlent 13.10.2005 14:26 Fischer kom Íslandi á kortið Skáksamband Íslands afhendir í dag fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna áskorun um að Bandaríkjaforseti náði Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Þótt hann sé ekki íslenskur ríkisborgari kemur málið okkur við, segja skákáhugamenn. Innlent 13.10.2005 14:26 Mannskætt lestarslys í Tyrklandi Að minnsta kosti fjörutíu manns fórust og sextíu slösuðust í lestarslysi í Tyrklandi í morgun. Hraðlest fór þá út af brautarteinum á milli borganna Istanbul og Ankara. Þetta er eitt versta lestarslys í sögu Tyrklands en gagnrýnendur höfðu varað við því að gamlir brautarteinar á þessari leið myndu ekki ráða við nýrri og hraðskreiðari gerðir lesta. Erlent 13.10.2005 14:26 Vonbrigði með utanvegaakstur Í sumar hefur orðið nokkuð vart við utanvegaakstur á hálendi landsins og hafa forsvarsmenn í Ferðaklúbbnum 4x4 sent frá tilkynningu af því tilefni þar sem staða mála er hörmuð. Innlent 17.10.2005 23:41 Bylgjan vinsælasta útvarpsstöðin Bylgjan er vinsælasta útvarpsstöð landsins og fer í fyrsta sinn yfir Rás 2 samkvæmt nýrri útvarpskönnun Gallups. Stöðvarnar hafa verið mjög jafnar í útvarpskönnunum undanfarið ár. Innlent 13.10.2005 14:26 Fullt samráð við BHM Menntamálaráðherra segir að fullt samráð verði haft við Bandalag háskólamanna og aðra hagsmunaaðila við endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þeir fái þó ekki fulltrúa í nefndinni sem endurskoðar málefni Lánasjóðsins. Innlent 13.10.2005 14:26 Fundu gamlan alzheimersjúkling Svæðisstjórn Landsbjargar kom saman sl. fimmtudagskvöld eftir að lögreglan í Reykjavík hafði beðið um aðstoð við leit að áttræðum alzheimersjúklingi. Maðurinn hafði ekki skilað sér heim úr gönguferð frá heimili sínu í nágrenni Laugardals, seinnipart dagsins. Innlent 13.10.2005 14:26 Samtök ferðaþjónustunnar óánægð Samtök ferðaþjónustunnar hafa óskað eftir því við Brunamálastofnun að kannað verði hvernig standi á því að gististaðir með slæmar brunavarnir séu með starfsleyfi. Kom þetta fram á fundi samtakanna með brunamálastjóra í dag. Innlent 13.10.2005 14:26 Engin vatnaskil í hvalveiðimálum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur að niðurstöður á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins boði engin sérstök vatnaskil í baráttunni við að fá hvalveiðar í atvinnuskyni leyfðar. Innlent 13.10.2005 14:26 « ‹ ›
Skaut 3 skotum úr veiðiriffli Lögreglan á Akureyri handtók laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi karlmann á þrítugsaldri. Maðurinn hafði veifað kraftmiklum veiðiriffli sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi í heimahúsi fyrr um kvöldið og skotið þremur skotum út í loftið. Innlent 13.10.2005 14:26
Maðurinn fannst látinn Eiríkur Örn Stefánsson, sem lögreglan lýsti eftir á fimmtudag og björgunarsveitir leituðu að, fannst látinn í gærkvöld skammt frá meðferðarheimilinu Vogi. Þar hafði síðast sést til hans 5. júlí. Ekki er talið að refsiverð háttsemi tengist láti hans. Eiríkur Örn var 48 ára að aldri. Innlent 13.10.2005 14:26
Málskotsrétturinn frá forseta Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir í helgarviðtali við Fréttablaðið að ekki eigi að fella synjunarvald forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrár niður án þess að neitt annað komi í staðinn. Innlent 13.10.2005 14:27
Siglingaverndarlög kosta offjár Ný lög um siglingavernd, sem tóku gildi 1. júlí sl., kosta þjóðarbúið hundruð milljóna króna. Þar af leggst margra milljóna kostnaður á hverja höfn vegna þáttar hafnarverndar í lögunum. Innlent 13.10.2005 14:27
100 ára afmæli síldarvinnslu Þess er nú minnst á Siglufirði að hundrað ár eru liðin frá því að síldarvinnsla hófst þar í bæ. Skemmtun gærkvöldins stóð langt fram á morgun og en bærinn fór aftur að vakna til lífsins þegar nær dró hádegi. Innlent 13.10.2005 14:26
Draugakastali í Djúpavík Sex þúsund fermetra síldarverksmiðja, sem var á sínum tíma stærsta steinsteypta hús í Evrópu og miðstöð atvinnulífs á Vestfjörðum, stendur nú eins og draugakastali í Djúpavík á Ströndum. Stöð 2 fór og skoðaði þennan yfirgefna minnisvarða um gullár síldarævintýrsins - sem er reyndar alls ekki líflaus lengur. Innlent 13.10.2005 14:27
Embættismanni rænt í Írak Háttsettur embættismaður frá Egyptalandi er nú í haldi írakskra skæruliða ásamt sjö öðrum gíslum. Egyptinn, Momdoh Kotb að nafni, er einn af aðalerindrekum Egypta í Írak og segjast skæruliðarnir hafa tekið hann í gíslingu vegna tilboðs Egypta um að hjálpa til við öryggismál í landinu. Erlent 13.10.2005 14:26
Ekið á fjölda kinda árlega Ekið er á 20-25 kindur á ári í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði og eru þá ótaldar þær sem ekki er tilkynnt um til lögreglunnar. Í fæstum tilvikum verða slys á fólki en tjón á bílum hins vegar umtalsvert. Innlent 13.10.2005 14:26
Bretar telja Blair óheiðarlegan Meirihluti breskra kjósenda telur Tony Blair, forsætisráðherra Breta, óheiðarlegan samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Í könnuninni, sem gerð var fyrir dagblaðið Daily Mail, segjast 59% aðspurðra telja að Blair hafi logið til um gereyðingarvopn í Írak. Erlent 13.10.2005 14:26
FÍB í mál við tryggingafélögin? Ekki er útilokað að Félag íslenskra bifreiðaeigenda höfði dómsmál gegn tryggingafélögunum vegna ólögmæts samráðs. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hafnaði kröfu félagsins um að ómerkja úrskurð Samkeppnisráðs þar sem tryggingafélögin sluppu við sektir. Framkvæmdastjóri FÍB segir vinnubrögð samkeppnisyfirvalda í málinu til háborinnar skammar. Innlent 13.10.2005 14:27
Markar ekki vatnaskil Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir ráðstefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk á fimmtudag ekki marka nein vatnaskil í umræðunni um hvalveiðar í atvinnuskyni. Mikið starf sé enn fyrir höndum til að fá hvalveiðibanninu aflétt. Innlent 13.10.2005 14:26
Á 176 km hraða á Reykjanesbraut Um eittleytið í nótt stöðvaði lögreglan í Hafnarfirði karlmann á þrítugsaldri á 176 km hraða á Reykjanesbraut skammt frá Hafnarfirði, en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km á klukkustund. Maðurinn var að taka fram úr öðrum bíl þegar hann mældist á þessum hraða. Innlent 13.10.2005 14:26
Egyptar hvattir til staðfestu Forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, hvatti Egypta til þess að standa fast á sínu og virða að vettugi hótanir íraskra vígamanna sem halda egypskum sendimanni í gíslingu. Erlent 13.10.2005 14:27
Brúin endurreist eftir stríðið Mostar-brúin í Bosníu og Hersegóvínu var opnuð á nýjan leik í gær við hátíðlega athöfn. Brúin, sem byggð var á 16.öld, var sprengd upp í stríðinu á Balkanskaga árið 1993 og þykir enduruppbygging hennar táknræn fyrir bætt samband múslima og Króata. Erlent 13.10.2005 14:26
Engar framfarir án öryggis Efnahagslíf Íraka hefur ekki enn tekið við sér, fimmtán mánuðum eftir fall Saddams Hussein. Áhugi erlendra fjárfesta er til staðar en þeir halda að sér höndum vegna óaldar sem ríkir í landinu. Erlent 13.10.2005 14:27
Morð er ávísun á geðhjálp Talið er að um 20 geðsjúkir séu á götunni og passi hvergi inn í kerfið. Gjarnan er um að ræða hættulegt fólk sem fær ekki aðhlynningu. Móðir sem DV ræddi við á son sem á við aðsóknarkennd eða paranóju að stríða. Honum hefur verið vísað frá geðdeild á þeim forsendum að hann sé ekki nógu veikur. Innlent 13.10.2005 14:26
Myndi enda í þrátefli Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi, að mati Sigurðar Líndals lagaprófessors. Sú ákvörðun myndi þó enda í þrátefli með ófyrirsjáanlegum endi. Innlent 13.10.2005 14:26
Fugladráp á þjóðvegum Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla Innlent 13.10.2005 14:26
Sendimaður í gíslingu Vígamenn tóku egypskan sendimann í gíslingu og kröfðust þess að egypsk stjórnvöld lýstu því yfir að þau myndu ekki senda herlið til Íraks til að styðja bráðabirgðastjórnina. Erlent 13.10.2005 14:26
Öruggast að hafa börnin góð Í Öryggishandbók fyrir ferðalanga sem nýlega kom út er farið yfir helstu öryggisatriði og hluti sem komið geta upp á ferðalögum fólks um landið. Útgáfan er sögð koma eigendum tjaldavagna og fellihýsa að sérstökum notum. Innlent 13.10.2005 14:26
Japanar óvissir um framsal Japanar segjast þurfa meiri tíma áður en ákvörðun verður tekin um hvort Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fishcer yfir höfði sér fangelsisvist og fjársektir vegna brots á viðskiptabanni við Júgóslavíu en árið 1992 tefldi Fischer einvígi við Boris Spasský þar í landi. Erlent 13.10.2005 14:26
Ólíkt mataræði Norðmenn eru reglusamastir, Svíar nútímalegastir, Finnar fastheldnastir og Danir félagslyndastir samkvæmt nýrri könnun sem gerð hefur verið á matarvenjum Norðurlandabúa. Erlent 13.10.2005 14:26
Fischer kom Íslandi á kortið Skáksamband Íslands afhendir í dag fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna áskorun um að Bandaríkjaforseti náði Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Þótt hann sé ekki íslenskur ríkisborgari kemur málið okkur við, segja skákáhugamenn. Innlent 13.10.2005 14:26
Mannskætt lestarslys í Tyrklandi Að minnsta kosti fjörutíu manns fórust og sextíu slösuðust í lestarslysi í Tyrklandi í morgun. Hraðlest fór þá út af brautarteinum á milli borganna Istanbul og Ankara. Þetta er eitt versta lestarslys í sögu Tyrklands en gagnrýnendur höfðu varað við því að gamlir brautarteinar á þessari leið myndu ekki ráða við nýrri og hraðskreiðari gerðir lesta. Erlent 13.10.2005 14:26
Vonbrigði með utanvegaakstur Í sumar hefur orðið nokkuð vart við utanvegaakstur á hálendi landsins og hafa forsvarsmenn í Ferðaklúbbnum 4x4 sent frá tilkynningu af því tilefni þar sem staða mála er hörmuð. Innlent 17.10.2005 23:41
Bylgjan vinsælasta útvarpsstöðin Bylgjan er vinsælasta útvarpsstöð landsins og fer í fyrsta sinn yfir Rás 2 samkvæmt nýrri útvarpskönnun Gallups. Stöðvarnar hafa verið mjög jafnar í útvarpskönnunum undanfarið ár. Innlent 13.10.2005 14:26
Fullt samráð við BHM Menntamálaráðherra segir að fullt samráð verði haft við Bandalag háskólamanna og aðra hagsmunaaðila við endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þeir fái þó ekki fulltrúa í nefndinni sem endurskoðar málefni Lánasjóðsins. Innlent 13.10.2005 14:26
Fundu gamlan alzheimersjúkling Svæðisstjórn Landsbjargar kom saman sl. fimmtudagskvöld eftir að lögreglan í Reykjavík hafði beðið um aðstoð við leit að áttræðum alzheimersjúklingi. Maðurinn hafði ekki skilað sér heim úr gönguferð frá heimili sínu í nágrenni Laugardals, seinnipart dagsins. Innlent 13.10.2005 14:26
Samtök ferðaþjónustunnar óánægð Samtök ferðaþjónustunnar hafa óskað eftir því við Brunamálastofnun að kannað verði hvernig standi á því að gististaðir með slæmar brunavarnir séu með starfsleyfi. Kom þetta fram á fundi samtakanna með brunamálastjóra í dag. Innlent 13.10.2005 14:26
Engin vatnaskil í hvalveiðimálum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur að niðurstöður á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins boði engin sérstök vatnaskil í baráttunni við að fá hvalveiðar í atvinnuskyni leyfðar. Innlent 13.10.2005 14:26
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent