Fréttir

Fréttamynd

Mótmæla handtöku ferðamanns

Við viljum einfaldlega sýna lögreglunni að það er gjörsamlega ólíðandi hvernig farið er með fólk," segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir. Hún tilheyrir hópi fólks sem ætlar að mæta fyrir framan Alþingishúsið í dag til þess að mótmæla háttsemi lögreglunnar við handtöku ítalska ferðamannsins Luigis Spositos.

Innlent
Fréttamynd

Fingrafar í stað greiðslukorts

Stórmarkaðskeðjan Edeka í Þýskalandi tekur innan skamms fingrafaraskanna í notkun. Dyggum viðskiptavinum nægir þá að þrýsta fingri á skannann og verða viðskipti þeirra í kjölfarið færð til bókar. Keðjan hefur gert tilraunir með skannann síðan í nóvember í einni verslana sinna og segja stjórnendur reynsluna góða.

Erlent
Fréttamynd

Bankarnir með fjórðung íbúðalána

Bankarnir hafa tekið til sín fjórðung allra íbúðalána síðan þeir hófu að bjóða upp á þau fyrir rúmu hálfu ári. Bankarnir lána nú að meðaltali 26 milljarða króna í hverjum mánuði en Íbúðalánasjóður fjóra og hálfan milljarð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Króatar ekki sagðir samstarfsfúsir

Aðalsaksóknari Alþjóðaglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt Evrópusambandinu að Króatar hafi ekki sýnt nógu mikinn samstarfsvilja við að framselja stríðsglæpamenn. Þetta gæti haft þau áhrif að Evrópusambandið seinki aðildarviðræðum Króata, sem áttu að hefjast í þessari viku.

Erlent
Fréttamynd

Pólitískir andstæðingar undir grun

Reynt var að ráða Ibrahim Rugova, forseta Kosovo-héraðs, af dögum í morgun en árásin mistókst. Ekki er vitað hver var að verki en grunur beinist að pólitískum andstæðingum Rugova úr röðum fyrrverandi uppreisnarmanna.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast stækka vopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn hyggjast framleiða fleiri kjarnavopn til þess að mæta aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í nótt. Hann sagði að Norður Kóreumenn yrðu að bregðast við afa óvinveittum skilaboðum Bandaríkjamanna undanfarið með því að auka við vopnabúr sitt.

Erlent
Fréttamynd

Olíufélögin fá undanþágu

Samkeppnisráð hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu til að skipta upp tíu samreknum bensínstöðvum á milli sín. Uppskiptingunni þarf að vera lokið fyrir 1. maí 2005.

Innlent
Fréttamynd

Ofvirknilyf meðal söluhæstu lyfja

Geðlyf sem aðallega er gefið börnum er meðal söluhæstu lyfja síðasta árs. Áttatíu prósenta aukning varð á notkun lyfsins milli ára og eru engin fordæmi fyrir slíku.

Innlent
Fréttamynd

Meiri fjölgun en tvö ár á undan

Íslendingum fjölgaði um eitt prósent á síðasta ári og voru 293.577 talsins 1. desember í fyrra. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands er þetta talsvert meiri fjölgun en árin tvö þar á undan og má einkum rekja hana til vaxandi flutninga til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Stálu tvö hundruð tyggjóvélum

Áhugamenn um tyggigúmmí virðast hafa verið á ferðinni í þýska bænum Steinfurt í nótt. Þar brutust þjófar inn í birgðageymslu og höfðu á brott með sér 200 fullhlaðnar tyggjóvélar að sögn lögreglu bæjarins. Vélarnar og gúmmíið eru sögð vera 10 þúsund evra virði, andvirði 800 þúsunda íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Forseta Kosovo sýnt banatilræði

Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, komst óskaddaður frá banatilræði í gærmorgun, er öflug sprengja sprakk við bílalest forsetans er hún ók í gegnum miðborg héraðshöfuðborgarinnar Pristina.

Erlent
Fréttamynd

Fé til höfuðs Maskhadov

Rússnesk yfirvöld upplýstu í gær að þau hefðu greitt 60 milljónir króna fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að þau fundu og drápu Aslan Maskjadovs, leiðtoga Tsjetsjena, í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínumenn á heimleið

Fyrsti hermannahópurinn, sem úkraínsk stjórnvöld hafa kallað heim frá Írak, lenti þar í gær. Til stendur að síðasti úkraínski hermaðurinn verði farinn frá Írak fyrir áramót.

Erlent
Fréttamynd

Starfsmenn sjá um dagskrárstjórn

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Harðvítugar deilur við Taívanssund

Enn og aftur er allt hlaupið í bál og brand á milli stjórnvalda í Kína og Taívan eftir að kínverska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila innrás í Taívan, lýsi landið yfir sjálfstæði.

Erlent
Fréttamynd

Börnum með átröskun fjölgar

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir fíla drepnar árlega

Talið er að 6.000-12.000 afrískir fílar falli á hverju ári fyrir byssum veiðþjófa. Fílabein gengur kaupum og sölum á svarta markaðnum í Súdan og eru Kínverjar stórtækir í fílabeinskaupum.

Erlent
Fréttamynd

Lyfjakostnaður gæti verið lægri

Ætla má að greiðslur almannatrygginga hefðu verið ríflega þremur milljónum króna lægri dag hvern allt síðasta ár ef smásöluverð lyfja væri það sama hér á landi og í Danmörku. Samt hefur kostnaður Tryggingastofnunar vegna söluhæstu lyfjanna dregist saman á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Líflátnir fyrir morð og rán

Fjórir Filippseyingar voru líflátnir í dag í Sádi-Arabíu fyrir að hafa myrt og rænt samlanda sinn. Mennirnir voru teknir af lífi í borginni Taif í vesturhluta landsins. Í Sádi-Arabíu eru glæpamenn líflátnir fyrir morð, nauðganir og eiturlyfjasölu og hafa 25 menn verið teknir af lífi í landinu það sem af er árinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir ráðningaraðferðir úreltar

Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mál Fischers inn á Japansþing

Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð.

Erlent
Fréttamynd

Aðstoða Afgani í eiturlyfjabaráttu

Íranar hafa boðist til að aðstoða afgönsk stjórnvöld í baráttunni við eiturlyfjasmyglara með því að þjálfa landamæralögreglu og deila með þeim upplýsingum frá leyniþjónustunni. Þúsundir íranskra starfsmanna hafa látið lífið í átökum við eiturlyfjasmyglara á landamærum Írans og Afganistans síðustu tvo áratugina.

Erlent
Fréttamynd

Múslímar á lista hægriöfgaflokks

Stærsti hægriöfgaflokkur Belgíu hyggst stilla upp múslímum á framboðslistum sínum í stærstu borgum landsins í sveitastjórnarkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Talsmaður flokksins segir að margir hófsamir múslímar styðji stefnu flokksins þar sem þeim ofbjóði öfgastefna bókstafstrúarmanna á meðal múslíma.

Erlent
Fréttamynd

Jörð skelfur í Tyrklandi

Jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter reið yfir austur Tyrkland í nótt. Fréttir hafa borist af skemmdum á mannvirkjum en engar fregnir eru af mannskaða. Skjálftinn reið yfir klukkan tvö að íslenskum tíma og nú þegar eru hjálparstofnanir komnar á svæðið að dreifa tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Kveikt hafa verið bál víða til að ylja heimilislausum þar sem frost er á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfkjörið í stjórn SÍF

Sjálfkjörið er í stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda á aðalfundi félagsins á föstudag, en til stendur að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm. Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að Ólafur Ólafsson, núverandi stjórnarformaður, og stjórnarmennirnir Aðalsteinn Ingólfsson og Guðmundur Hjaltason bjóði sig áfram fram, en Hartmut M. Krämer, stjórnarmaður Kingfisher plc, Toupargel SA og Herlitz AG, og Nadine Deswasiere, framkvæmdastjóri hjá Nestlé í Frakklandi, koma væntanlega ný inn í stjórnina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur eykst milli ára

Hagvöxtur var 5,2 prósent í fyrra samkvæmt áætlun Hagstofunnar. Þetta er einu prósentustigi meiri hagvöxtur en árið 2003. Einkaneysla jókst hins vegar um 7,5 prósent og fjárfestingar um tæp 13 prósent sem leiddi til 70 milljarða króna viðskiptahalla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Domingo í skýjunum með tónleika

Á fimmta þúsund manna hlýddu á stórsöngvarana Placido Domingo og Önu Mariu Martinez á tónleikum þeirra í Egilshöll í gærkvöld. Skipuleggjandi tónleikanna segir Domingo hafa verið í skýjunum yfir móttökum Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Ræðir við Markús um ráðningu

Fundur hófst klukkan tíu hjá þeim Jóni Gunnari Grjetarssyni, formanni Félags fréttamanna, og Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Jón Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tíu að á fundinum yrði hnykkt á þeim kröfum sem fram koma í ályktunum fréttamanna í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs.

Innlent
Fréttamynd

Viðgerðir fari fram hér á landi

Félag járniðnaðarmanna krefst þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að viðgerðir á varðskipunum Tý og Ægi fari fram hér á landi. Ríkiskaup hafa ákveðið að ganga til samninga við pólska skipasmíðastöð um viðgerðirnar, en hún átti lægsta tilboðið í útboði sem haldið var á Evrópska efnahagssvæðinu.

Innlent