Fréttir

Fréttamynd

Forseta Kosovo sýnt banatilræði

Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, komst óskaddaður frá banatilræði í gærmorgun, er öflug sprengja sprakk við bílalest forsetans er hún ók í gegnum miðborg héraðshöfuðborgarinnar Pristina.

Erlent
Fréttamynd

Fé til höfuðs Maskhadov

Rússnesk yfirvöld upplýstu í gær að þau hefðu greitt 60 milljónir króna fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að þau fundu og drápu Aslan Maskjadovs, leiðtoga Tsjetsjena, í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínumenn á heimleið

Fyrsti hermannahópurinn, sem úkraínsk stjórnvöld hafa kallað heim frá Írak, lenti þar í gær. Til stendur að síðasti úkraínski hermaðurinn verði farinn frá Írak fyrir áramót.

Erlent
Fréttamynd

Starfsmenn sjá um dagskrárstjórn

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Varla fært fyrir Horn

Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís.

Innlent
Fréttamynd

Fóstureyðingar orðnar kosningamál

Umræða um fóstureyðingar er hafin í Bretlandi í aðdraganda kosninga eftir að Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði í viðtali við tímaritið <em>Cosmopolitan</em> að hann vildi banna fóstureyðingar eftir tuttugustu viku meðgöngu, en mörkin eru nú dregin við 24 vikur.

Erlent
Fréttamynd

Segja lögreglu hafa klúðrað málum

Fangauppreisn á Filippseyjum lauk í nótt með því að lögregla réðst til atlögu og felldi 22 uppreisnarseggi, þar á meðal þrjá háttsetta meðlimi Abu Sayaf hryðjuverkahópsins. Sérfræðingar telja að lögreglan hafi klúðrað málunum og segja að hefnd sé óumflýjanleg.

Erlent
Fréttamynd

Engin sameining

Oddviti Kjósarhrepps hefur lagt til við nefnd um sameiningu sveitarfélaga, að hætt verði við áform um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæltu afskiptum Bandaríkjanna

Um þrjú þúsund námsmenn sem styðja Sýrlendinga komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon til þess að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af innanríkismálum, en Bandaríkjamenn hafa farið fyrir hópi þjóða sem þrýst hafa á Sýrlendinga að kalla herlið sitt og leyniþjónustu frá Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár

Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Skrefi nær lýðræðinu

Á meðan sjíar og Kúrdar reka smiðshöggið á myndun stjórnarmeirihluta tekur stjórnlagaþing Íraks til starfa í dag. Þegar hefur verið skipað í helstu valdastöður.

Erlent
Fréttamynd

Leita aftur ríkisborgararéttar

Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur.

Innlent
Fréttamynd

Hafi veist að heiðri fréttamanna

Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Viðgerðir fari fram hér á landi

Félag járniðnaðarmanna krefst þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að viðgerðir á varðskipunum Tý og Ægi fari fram hér á landi. Ríkiskaup hafa ákveðið að ganga til samninga við pólska skipasmíðastöð um viðgerðirnar, en hún átti lægsta tilboðið í útboði sem haldið var á Evrópska efnahagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Engin umboðslaun vegna varðskipa

Atlas Ísaga hf., sem hefur einkaumboð fyrir pólsku skipasmíðastöðina Morska hér á landi, aðstoðaði fyrirtækið ekki við útboðsgögn. en í þetta skiptið fóru útboðsgögn ekki utan með milligöngu umboðsins og fær íslenska fyrirtækið því ekki umboðslaun. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri Atlas segir það mjög óvanalegt. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki enn myndað ríkisstjórn

Ekki hefur enn náðst samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Írak. Nýkjörið þing í landinu kemur í fyrsta skipti saman á miðvikudaginn en Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í nýafstöðnum kosningum, eiga enn eftir að ná saman.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir látnir í fangauppreisn

Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn eftir að fangar í Manilla á Filippseyjum rændu byssum af fangavörðum í nótt og gerðu tilraun til þess að flýja. Lögregla hefur umkringt fangelsið, þar sem 130 al-Qaida liðar hafa meðal annarra verið í haldi. Fangarnir hafa lagt undir sig eina hæð fangelsisins en ekki er ljóst hvort þeir hafa gísla í haldi.

Erlent
Fréttamynd

Fundaði með norrænum starfsbræðum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra hinna norrænu ríkja í Kaupmannahöfn. Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir m.a. um framtíð Atlantshafstengslanna, náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu í desember síðastliðnum og viðbrögð við þeim, stöðu mála í Miðausturlöndum, Írak, Íran og hina svonefndu norðlægu vídd Evrópusambandins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur streyma í blikkið

Nemendum fjölgar í iðn- og tæknigreinum. Líka í málmiðnaði. Svo hefur þó ekki verið síðustu ár. Þetta fólk á eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn og þess vegna er svo mikil eftirspurn eftir útlendingum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hermenn í Súdan sagðir veiða fíla

Veiðiþjófar í súdanska hernum hafa drepið þúsundir fíla og selt fílabeinin til Kína þar sem úr því eru gerðir matprjónar. Haft er eftir umhverfisverndarsinnanum Esmond Martin að vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan sé erfitt að meta hversu margir fílar hafi verið drepnir en fílum á svæðinu hefur fækkað úr um 133 þúsundum árið 1976 í um 40 þúsund 1992.

Erlent
Fréttamynd

Skaut tveggja ára bróður sinn

Tveggja ára bandarískur drengur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að fjögurra ára bróðir hans skaut á hann úr byssu móður þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Engin merki um stökkbreytta veiru

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segist ekki enn hafa séð nein merki þess að fuglaflensuveiran hafi stökkbreyst svo hún geti smitast á milli manna. Ríkisstjórnir margra ríkja eru samt þegar farnar að birgja sig upp af lyfjum til að reyna að verjast faraldri, brjótist hann út.

Erlent
Fréttamynd

Lenti í ís og landaði í Hafnarfirð

Hafís, ískrapi og afspyrnuslæmt veður varð til þess að áhöfn frystitogarans Víðis EA varð frá að hverfa þegar hún ætlaði að landa afla sínum á Akureyri í fyrrakvöld. Togarinn var að koma af veiðum í Barentshafi með fullfermi af þorskflökum, alls 1220 tonn.

Innlent
Fréttamynd

Tíu tíma bið á Kastrup

Tíu manns þurftu að bíða í tíu tíma á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær vegna bilunar í vél Iceland Express. Um 100 manns áttu pantað flug með vélinni klukkan 12:15 að staðartíma en 90 fengu far með vél Icelandair sem fór rétt fyrir tvö, að sögn Sigurðar Karlssonar hjá Iceland Express.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að myrða börnin sín

Hjón frá Singapúr komu fyrir rétt í Ástralíu í dag ákærð fyrir að hafa reynt að drepa tvær dætur sínar, sex og sjö ára gamlar, á föstudag. Hjónin reyndu að gefa dætrum sínum of stóran skammt af svefnlyfjum, en það getur valdið hjartsláttar- og öndunartruflunum.

Erlent
Fréttamynd

Hafís nær landi á Ströndum

Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Hafísinn færist nær landi

Hafísinn fyrir norðanverðu landinu færist nær og er nú m.a. kominn inn í Skagafjörð og Húnaflóa. Íbúar við ströndina taka honum ekki fagnandi.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisofbeldi konum að kenna?

Konur sem klæðast flegnum toppum og stuttum pilsum geta sjálfum sér um kennt ef á þær er ráðist. Fjórði hver Dani er þessarar skoðunar.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla enn afskiptum Sýrlendinga

Hundruð þúsunda mótmælenda söfnuðust saman í Beirút í dag til að lýsa andúð sinni á afskiptum Sýrlendinga af Líbanon. Mikið hefur verið um mótmæli í Líbanon undanfarnar vikur, bæði meðal stuðningsmanna og andstæðinga Sýrlendinga. Þetta eru þó fjölmennustu mótmælin síðan Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur fyrir nákvæmlega mánuði.

Erlent