Fréttir Hafísinn enn til trafala Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Olíuskip þurfti að fresta för frá Akureyri vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land. Innlent 13.10.2005 18:54 Kosið á morgun Á morgun munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér rektor í seinni umferð rektorskosninga. Fyrri umferð kosninganna var fyrir viku síðan og urðu Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir mest fylgi. Innlent 13.10.2005 18:55 Fengu ekki í Kastljósið "Það varð samkomulag á milli Kastljóssins og fréttastofunnar að þeir birtu frétt um málið og þess vegna tókum við þetta ekki upp hjá okkur," segir Sigmar Guðmundsson, einn umsjónarmanna Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu. Innlent 13.10.2005 18:55 Sleppa indverskum föngum Stjórnvöld í Pakistan slepptu í dag úr haldi 589 indverskum föngum til að rétta Indverjum sáttahönd. Flestir fanganna eru fiskimenn sem hafa farið inn fyrir landhelgi Pakistans við veiðar. Að minnsta kosti 600 aðrir indverskir fiskimenn eru enn í haldi í Pakistan og 140 pakistanskir fiskimenn eru í varðhaldi á Indlandi. Erlent 13.10.2005 18:55 Meirihlutaviðræður í kvöld "Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra. Innlent 13.10.2005 18:55 Leggja fé í menningu Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 18:55 Fuglaflensa hugsanlega í N-Kóreu Embættismenn í Suður-Kóreu rannsaka óstaðfestar fregnir um að fuglaflensa hafi drepið þúsundir hænsna í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í síðasta mánuði. Embættismenn í Seúl segja að matvælafyrirtæki í Suður-Kóreu hafi afpantað 40 tonna kjúklingasendingu sem átti að koma landsins á fimmtudag. Erlent 13.10.2005 18:54 Greitt fyrir upplýsingar um Aslan Rússneska leyniþjónustan borgaði tæplega 600 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingarnar sem leiddu til þess að Aslan Maskhadov, uppreisnarleiðtogi Tsjetsjena, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá leyniþjónustunni segir að nokkrir almennir borgarar hafi komið upplýsingum um dvalarstað Maskhadovs á framfæri við yfirvöld og hafi fengið borgað fyrir það. Erlent 13.10.2005 18:55 Óvíst hverjir stóðu að tilræði Sprengja sprakk nærri bifreið Ibrahims Rugova, forseta Kosovo, í Pristina, höfuðborg landsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og rúður í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að ráða Rugova af dögum. Erlent 13.10.2005 18:54 Dalurinn ekki ódýrari í 13 ár Gengi bandaríkjadals fór undir 59 krónur í morgun og hefur hann ekki verið svo ódýr síðan árið 1992. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að helstu ástæður fyrir þessu gríðarháa gengi krónunnar séu mikill munur innlendra og erlendra vaxta og vaxandi innlend eftirspurn, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Ók á Porsche upp á Skjaldbreið Porsche-sportbíl var ekið upp á fjallið Skaldbreið í dag. Ökumaðurinn var Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem fólksbíl er ekið upp á tind Skjaldbreiðar, sem er 1060 metra hár. Innlent 13.10.2005 18:55 Vilja auka samstarf í hamfaramálum Norrænu utanríkisráðherrarnir vilja nánara samstarf á Norðurlöndum þegar brugðist er við náttúruhamförum eins og flóðbylgjunni sem varð í Asíu um jólin. Þetta kom fram eftir fund þeirra í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrarnir eru sammála um aukið samstarf við náttúruhamfarir í framtíðinni. Erlent 13.10.2005 18:55 Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. Erlent 13.10.2005 18:55 Færri veik börn til útlanda Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:55 Stolnum skóm dreift við leikskóla Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina. Innlent 13.10.2005 18:54 Meirihlutinn springur í annað sinn Meirihlutinn í bæjarstjórn Blönduóss er sprunginn. Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem mynda þarf nýjan meirihluta. Innlent 13.10.2005 18:54 Fundu barnaklám í áhlaupi Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi. Innlent 13.10.2005 18:54 Bráðveikt fólk á biðlistum Þess eru dæmi að fólk sem er á biðlistum eftir hjartaþræðingum hafi þurft að fara á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn sviðsstjóra á Landspítala. Yfir 200 manns eru á biðlista og biðin eftir þræðingu getur numið allt að fjórum mánuðum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:55 Slökkvilið berst við sinubruna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. Innlent 13.10.2005 18:54 180.000 íbúar Darfur hungurmorða Allt að 180.000 manns eru talin hafa dáið úr hungri og sjúkdómum í Darfur-héraðinu í Súdan síðastliðna átján mánuði. Erlent 13.10.2005 18:55 Segir EES-útboð hafa verið nauðsyn Ríkiskaupum bar að bjóða endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi út á Evrópsska efnahagssvæðinu og með því sparast rúmar sjö milljónir króna. Samningurinn við pólsku skipasmíðastöðina er bindandi og verður ekki rift án greiðslu skaðabóta, að sögn yfirlögfræðings Ríkiskaupa. Innlent 13.10.2005 18:54 Mikill uppgangur í Stykkishólmi Óvenjumikil gróska er í húsbyggingum í Stykkishólmi, svo mikil að elstu menn segjast ekki muna annað eins. Innlent 13.10.2005 18:55 Utanríkisráðherra taki af skarið Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:55 Jafnræði kynjanna í Mjóafirði Karlar og konur eru jafn mörg í Mjóafjarðarhreppi fyrir austan. Í hreppnum búa 38 manns, nítján karlar og nítján konur. Er með ólíkindum að kynjaskiptingin í heilu sveitarfélagi sé hnífjöfn, jafnvel þó sveitarfélagið sé fámennt. Innlent 13.10.2005 18:55 Aðildarviðræðum slegið á frest Allt benti til þess í gær, að Evrópusambandið ákveddi að slá því á frest að hefja aðildarviðræður við Króatíu. Erlent 13.10.2005 18:55 22 farast í fangauppreisn 22 fangar fórust í áhlaupi filippeysku lögreglunnar á fangelsi í Manila í gærmorgun en meðlimir í Abu Sayyaf, samtökum herskárra múslima, höfðu gert þar uppreisn og drepið þrjá fangaverði. Erlent 13.10.2005 18:55 Skorar á Hizbollah George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna. Erlent 13.10.2005 18:55 Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum "Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV. Innlent 15.3.2005 00:01 Meirihlutinn sprunginn á Blönduósi Meirihlutasamstarfi H-lista vinstri manna og óháðra og bæjarmálafélagsins Hnjúka, Á-lista, í bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur verið slitið. Í tilkynningu sem H-listamenn sendu frá sér í gær er ástæðan sögð trúnaðarbrestur vegna framgöngu formanns bæjarráðs, Valdimars Guðmannssonar, sem situr í bæjarráði fyrir hönd Á-lista en trúnaðarbresturinn ku tengjast byggingu þjónustuhúss við tjaldsvæðið á Blönduósi. Innlent 13.10.2005 18:54 Slippstöðin féll á staðlavottun Tilboð Slippstöðarinnar á Akureyri í endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý, var metið þriðja hæsta tilboðið. Slippstöðin var metin jöfn pólska fyrirtækinu Morska, sem var hlutskarpast, í reynslu. Þá var Slippstöðin metin tveimur stigum neðar en Morska í verði. Innlent 13.10.2005 18:55 « ‹ ›
Hafísinn enn til trafala Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Olíuskip þurfti að fresta för frá Akureyri vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land. Innlent 13.10.2005 18:54
Kosið á morgun Á morgun munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér rektor í seinni umferð rektorskosninga. Fyrri umferð kosninganna var fyrir viku síðan og urðu Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir mest fylgi. Innlent 13.10.2005 18:55
Fengu ekki í Kastljósið "Það varð samkomulag á milli Kastljóssins og fréttastofunnar að þeir birtu frétt um málið og þess vegna tókum við þetta ekki upp hjá okkur," segir Sigmar Guðmundsson, einn umsjónarmanna Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu. Innlent 13.10.2005 18:55
Sleppa indverskum föngum Stjórnvöld í Pakistan slepptu í dag úr haldi 589 indverskum föngum til að rétta Indverjum sáttahönd. Flestir fanganna eru fiskimenn sem hafa farið inn fyrir landhelgi Pakistans við veiðar. Að minnsta kosti 600 aðrir indverskir fiskimenn eru enn í haldi í Pakistan og 140 pakistanskir fiskimenn eru í varðhaldi á Indlandi. Erlent 13.10.2005 18:55
Meirihlutaviðræður í kvöld "Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra. Innlent 13.10.2005 18:55
Leggja fé í menningu Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 18:55
Fuglaflensa hugsanlega í N-Kóreu Embættismenn í Suður-Kóreu rannsaka óstaðfestar fregnir um að fuglaflensa hafi drepið þúsundir hænsna í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í síðasta mánuði. Embættismenn í Seúl segja að matvælafyrirtæki í Suður-Kóreu hafi afpantað 40 tonna kjúklingasendingu sem átti að koma landsins á fimmtudag. Erlent 13.10.2005 18:54
Greitt fyrir upplýsingar um Aslan Rússneska leyniþjónustan borgaði tæplega 600 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingarnar sem leiddu til þess að Aslan Maskhadov, uppreisnarleiðtogi Tsjetsjena, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá leyniþjónustunni segir að nokkrir almennir borgarar hafi komið upplýsingum um dvalarstað Maskhadovs á framfæri við yfirvöld og hafi fengið borgað fyrir það. Erlent 13.10.2005 18:55
Óvíst hverjir stóðu að tilræði Sprengja sprakk nærri bifreið Ibrahims Rugova, forseta Kosovo, í Pristina, höfuðborg landsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og rúður í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að ráða Rugova af dögum. Erlent 13.10.2005 18:54
Dalurinn ekki ódýrari í 13 ár Gengi bandaríkjadals fór undir 59 krónur í morgun og hefur hann ekki verið svo ódýr síðan árið 1992. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að helstu ástæður fyrir þessu gríðarháa gengi krónunnar séu mikill munur innlendra og erlendra vaxta og vaxandi innlend eftirspurn, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Ók á Porsche upp á Skjaldbreið Porsche-sportbíl var ekið upp á fjallið Skaldbreið í dag. Ökumaðurinn var Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem fólksbíl er ekið upp á tind Skjaldbreiðar, sem er 1060 metra hár. Innlent 13.10.2005 18:55
Vilja auka samstarf í hamfaramálum Norrænu utanríkisráðherrarnir vilja nánara samstarf á Norðurlöndum þegar brugðist er við náttúruhamförum eins og flóðbylgjunni sem varð í Asíu um jólin. Þetta kom fram eftir fund þeirra í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrarnir eru sammála um aukið samstarf við náttúruhamfarir í framtíðinni. Erlent 13.10.2005 18:55
Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. Erlent 13.10.2005 18:55
Færri veik börn til útlanda Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:55
Stolnum skóm dreift við leikskóla Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina. Innlent 13.10.2005 18:54
Meirihlutinn springur í annað sinn Meirihlutinn í bæjarstjórn Blönduóss er sprunginn. Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem mynda þarf nýjan meirihluta. Innlent 13.10.2005 18:54
Fundu barnaklám í áhlaupi Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi. Innlent 13.10.2005 18:54
Bráðveikt fólk á biðlistum Þess eru dæmi að fólk sem er á biðlistum eftir hjartaþræðingum hafi þurft að fara á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn sviðsstjóra á Landspítala. Yfir 200 manns eru á biðlista og biðin eftir þræðingu getur numið allt að fjórum mánuðum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:55
Slökkvilið berst við sinubruna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. Innlent 13.10.2005 18:54
180.000 íbúar Darfur hungurmorða Allt að 180.000 manns eru talin hafa dáið úr hungri og sjúkdómum í Darfur-héraðinu í Súdan síðastliðna átján mánuði. Erlent 13.10.2005 18:55
Segir EES-útboð hafa verið nauðsyn Ríkiskaupum bar að bjóða endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi út á Evrópsska efnahagssvæðinu og með því sparast rúmar sjö milljónir króna. Samningurinn við pólsku skipasmíðastöðina er bindandi og verður ekki rift án greiðslu skaðabóta, að sögn yfirlögfræðings Ríkiskaupa. Innlent 13.10.2005 18:54
Mikill uppgangur í Stykkishólmi Óvenjumikil gróska er í húsbyggingum í Stykkishólmi, svo mikil að elstu menn segjast ekki muna annað eins. Innlent 13.10.2005 18:55
Utanríkisráðherra taki af skarið Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:55
Jafnræði kynjanna í Mjóafirði Karlar og konur eru jafn mörg í Mjóafjarðarhreppi fyrir austan. Í hreppnum búa 38 manns, nítján karlar og nítján konur. Er með ólíkindum að kynjaskiptingin í heilu sveitarfélagi sé hnífjöfn, jafnvel þó sveitarfélagið sé fámennt. Innlent 13.10.2005 18:55
Aðildarviðræðum slegið á frest Allt benti til þess í gær, að Evrópusambandið ákveddi að slá því á frest að hefja aðildarviðræður við Króatíu. Erlent 13.10.2005 18:55
22 farast í fangauppreisn 22 fangar fórust í áhlaupi filippeysku lögreglunnar á fangelsi í Manila í gærmorgun en meðlimir í Abu Sayyaf, samtökum herskárra múslima, höfðu gert þar uppreisn og drepið þrjá fangaverði. Erlent 13.10.2005 18:55
Skorar á Hizbollah George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna. Erlent 13.10.2005 18:55
Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum "Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV. Innlent 15.3.2005 00:01
Meirihlutinn sprunginn á Blönduósi Meirihlutasamstarfi H-lista vinstri manna og óháðra og bæjarmálafélagsins Hnjúka, Á-lista, í bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur verið slitið. Í tilkynningu sem H-listamenn sendu frá sér í gær er ástæðan sögð trúnaðarbrestur vegna framgöngu formanns bæjarráðs, Valdimars Guðmannssonar, sem situr í bæjarráði fyrir hönd Á-lista en trúnaðarbresturinn ku tengjast byggingu þjónustuhúss við tjaldsvæðið á Blönduósi. Innlent 13.10.2005 18:54
Slippstöðin féll á staðlavottun Tilboð Slippstöðarinnar á Akureyri í endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý, var metið þriðja hæsta tilboðið. Slippstöðin var metin jöfn pólska fyrirtækinu Morska, sem var hlutskarpast, í reynslu. Þá var Slippstöðin metin tveimur stigum neðar en Morska í verði. Innlent 13.10.2005 18:55