Erlent

22 farast í fangauppreisn

22 fangar fórust í áhlaupi filippeysku lögreglunnar á fangelsi í Manila í gærmorgun en meðlimir í Abu Sayyaf, samtökum herskárra múslima, höfðu gert þar uppreisn og drepið þrjá fangaverði. Umsátrið var sýnt í beinni sjónvarpsútsendingu og virtist drápið á föngunum vera fáum íbúum höfuðborgarinnar harmdauði. Á suðurhluta eyjanna voru aðfarir lögreglunnar hins vegar fordæmdar enda vilja þar margir íslamskt sjálfstjórnarhérað. Þótt samtökunum hafi þorrið máttur á síðustu árum bjó lögregla sig undir hermdaraðgerðir enda gengur leiðtogi Abu Sayyaf enn laus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×