Fréttir Enginn árangur af þingfundinum Fyrsta þingfundi írakska þjóðþingsins lauk nú fyrir skömmu, án þess að endanleg sátt hafi náðst um skipan nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta í nýafstöðnum kosningum, hafa náð saman um stærstu embættin. Erlent 13.10.2005 18:55 Furða sig á RÚV-frumvarpinu Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 18:55 Siglingaleiðin enn illfær Enn er mikill hafís fyrir Norðurlandi og er siglingaleiðin fyrir Horn illfær. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer í ískönnunarflug í dag og flýgur þá með öllu Norðurlandi og fer með ísröndinni. Innlent 13.10.2005 18:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem drap annan mann með öxi í Lundúnum á mánudaginn kom fyrir rétt í dag þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hin fólskulega morðárás var gerð í svokölluðu Swiss Cottage hverfi sem er ríkmannlegt hverfi í norðvesturhluta borgarinnar. Árásarmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, var handtekinn á staðnum en ekki er vitað hvað honum gekk til. Erlent 13.10.2005 18:55 500 nýjar íbúðir í miðbænum Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum og 15 þúsund fermetrum í atvinnuhúsnæði í tillögum að nýju skipulagi fyrir Mýrargötu- og slippasvæðið ofan við vesturhöfnina í Reykjavík. Í tillögunum er reiknað með þriggja til fimm hæða íbúðahúsabyggð, bílastæðahúsum og að Mýrargatan verði lögð í þriggja akreina neðanjarðarstokk. Innlent 13.10.2005 18:55 Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Innlent 13.10.2005 18:55 Loðnuvertíðinni lokið Loðnuvertíðinni lauk í nótt þrátt fyrir að rúmlega 180 þúsund tonn væru eftir af kvótanum. Það er þó ekki svo að sjómenn hafi ekki nennt þessu lengur, heldur kom í ljós um helgina að hrygningu var að ljúka en loðnan drepst að henni lokinni og fellur til botns. Innlent 13.10.2005 18:55 Starfsmenn S.þ. yfirgefa V-Súdan Sameinuðu þjóðirnar hafa flutt alla starfsmenn sína frá vesturhluta Súdans vegna hótana arabískra skæruliða um að ráðast á útlendinga og fulltrúa samtakanna á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa afvopnað lítinn hluta skæruliðanna en eiga mikið starf eftir. Erlent 13.10.2005 18:55 Raðmorðingi tekinn af lífi Íranskur raðmorðingi var hengdur og hýddur í morgun sunnan við höfuðborg Írans, Teheran. Maðurinn var stunginn í bakið af bróður eins fórnarlambsins, hýddur hundrað sinnum og að lokum hengdi móðir eins fórnarlambsins hann. Erlent 13.10.2005 18:55 Dæmdur í 14 mánaða fangelsi Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu. Innlent 13.10.2005 18:55 Spilling af óþekktri stærðargráðu Spilling er svo mikil í Írak að uppbyggingarstarfið er talið geta orðið eitt mesta spillingarhneyksli sögunnar. Mútugreiðslur og spilling eru vandamál alls staðar í heiminum Erlent 13.10.2005 18:55 Sex milljónir að sigla út Áætlað er að það muni samtals kosta 5,8 milljónir að sigla með Tý og Ægi til Póllands til viðgerða, að sögn Guðmundar I. Guðmunssonar yfirlögfræðings ríkiskaupa. Segir hann að útreikningurinn komi frá Landhelgisgæslunni og sé byggð á reynslu hennar við siglingar úr landi. Innlent 13.10.2005 18:55 Ólafur nær yfirhöndinni í Keri Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hefur tryggt sér 56 prósenta hlut í Keri í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kjalar. Seljandi er Vogun sem er í eigu Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar. Ker er eignarhaldsfélag sem ræður för í Samskipum, olíufélaginu Essó og hefur ítök í KB banka. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:55 Mótmæltu handtöku arkitektúrnemans Um fimmtán manns mættu við Alþingishúsið síðdegis með trefla fyrir vitum sér og ljósmynduðu húsið og teiknuðu í gríð og erg. Þarna var um að ræða mótmæli vegna handtöku ítalska ferðamannsins sem lögregla hneppti í varðhald vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. Innlent 13.10.2005 18:55 Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. Erlent 13.10.2005 18:55 Færri veik börn til útlanda Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:55 Stolnum skóm dreift við leikskóla Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina. Innlent 13.10.2005 18:54 Meirihlutinn springur í annað sinn Meirihlutinn í bæjarstjórn Blönduóss er sprunginn. Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem mynda þarf nýjan meirihluta. Innlent 13.10.2005 18:54 Fundu barnaklám í áhlaupi Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi. Innlent 13.10.2005 18:54 Bráðveikt fólk á biðlistum Þess eru dæmi að fólk sem er á biðlistum eftir hjartaþræðingum hafi þurft að fara á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn sviðsstjóra á Landspítala. Yfir 200 manns eru á biðlista og biðin eftir þræðingu getur numið allt að fjórum mánuðum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:55 Slökkvilið berst við sinubruna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. Innlent 13.10.2005 18:54 180.000 íbúar Darfur hungurmorða Allt að 180.000 manns eru talin hafa dáið úr hungri og sjúkdómum í Darfur-héraðinu í Súdan síðastliðna átján mánuði. Erlent 13.10.2005 18:55 Segir EES-útboð hafa verið nauðsyn Ríkiskaupum bar að bjóða endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi út á Evrópsska efnahagssvæðinu og með því sparast rúmar sjö milljónir króna. Samningurinn við pólsku skipasmíðastöðina er bindandi og verður ekki rift án greiðslu skaðabóta, að sögn yfirlögfræðings Ríkiskaupa. Innlent 13.10.2005 18:54 Mikill uppgangur í Stykkishólmi Óvenjumikil gróska er í húsbyggingum í Stykkishólmi, svo mikil að elstu menn segjast ekki muna annað eins. Innlent 13.10.2005 18:55 Utanríkisráðherra taki af skarið Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:55 Jafnræði kynjanna í Mjóafirði Karlar og konur eru jafn mörg í Mjóafjarðarhreppi fyrir austan. Í hreppnum búa 38 manns, nítján karlar og nítján konur. Er með ólíkindum að kynjaskiptingin í heilu sveitarfélagi sé hnífjöfn, jafnvel þó sveitarfélagið sé fámennt. Innlent 13.10.2005 18:55 Aðildarviðræðum slegið á frest Allt benti til þess í gær, að Evrópusambandið ákveddi að slá því á frest að hefja aðildarviðræður við Króatíu. Erlent 13.10.2005 18:55 22 farast í fangauppreisn 22 fangar fórust í áhlaupi filippeysku lögreglunnar á fangelsi í Manila í gærmorgun en meðlimir í Abu Sayyaf, samtökum herskárra múslima, höfðu gert þar uppreisn og drepið þrjá fangaverði. Erlent 13.10.2005 18:55 Skorar á Hizbollah George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna. Erlent 13.10.2005 18:55 Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum "Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV. Innlent 15.3.2005 00:01 « ‹ ›
Enginn árangur af þingfundinum Fyrsta þingfundi írakska þjóðþingsins lauk nú fyrir skömmu, án þess að endanleg sátt hafi náðst um skipan nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta í nýafstöðnum kosningum, hafa náð saman um stærstu embættin. Erlent 13.10.2005 18:55
Furða sig á RÚV-frumvarpinu Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 18:55
Siglingaleiðin enn illfær Enn er mikill hafís fyrir Norðurlandi og er siglingaleiðin fyrir Horn illfær. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer í ískönnunarflug í dag og flýgur þá með öllu Norðurlandi og fer með ísröndinni. Innlent 13.10.2005 18:55
Úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem drap annan mann með öxi í Lundúnum á mánudaginn kom fyrir rétt í dag þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hin fólskulega morðárás var gerð í svokölluðu Swiss Cottage hverfi sem er ríkmannlegt hverfi í norðvesturhluta borgarinnar. Árásarmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, var handtekinn á staðnum en ekki er vitað hvað honum gekk til. Erlent 13.10.2005 18:55
500 nýjar íbúðir í miðbænum Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum og 15 þúsund fermetrum í atvinnuhúsnæði í tillögum að nýju skipulagi fyrir Mýrargötu- og slippasvæðið ofan við vesturhöfnina í Reykjavík. Í tillögunum er reiknað með þriggja til fimm hæða íbúðahúsabyggð, bílastæðahúsum og að Mýrargatan verði lögð í þriggja akreina neðanjarðarstokk. Innlent 13.10.2005 18:55
Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Innlent 13.10.2005 18:55
Loðnuvertíðinni lokið Loðnuvertíðinni lauk í nótt þrátt fyrir að rúmlega 180 þúsund tonn væru eftir af kvótanum. Það er þó ekki svo að sjómenn hafi ekki nennt þessu lengur, heldur kom í ljós um helgina að hrygningu var að ljúka en loðnan drepst að henni lokinni og fellur til botns. Innlent 13.10.2005 18:55
Starfsmenn S.þ. yfirgefa V-Súdan Sameinuðu þjóðirnar hafa flutt alla starfsmenn sína frá vesturhluta Súdans vegna hótana arabískra skæruliða um að ráðast á útlendinga og fulltrúa samtakanna á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa afvopnað lítinn hluta skæruliðanna en eiga mikið starf eftir. Erlent 13.10.2005 18:55
Raðmorðingi tekinn af lífi Íranskur raðmorðingi var hengdur og hýddur í morgun sunnan við höfuðborg Írans, Teheran. Maðurinn var stunginn í bakið af bróður eins fórnarlambsins, hýddur hundrað sinnum og að lokum hengdi móðir eins fórnarlambsins hann. Erlent 13.10.2005 18:55
Dæmdur í 14 mánaða fangelsi Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu. Innlent 13.10.2005 18:55
Spilling af óþekktri stærðargráðu Spilling er svo mikil í Írak að uppbyggingarstarfið er talið geta orðið eitt mesta spillingarhneyksli sögunnar. Mútugreiðslur og spilling eru vandamál alls staðar í heiminum Erlent 13.10.2005 18:55
Sex milljónir að sigla út Áætlað er að það muni samtals kosta 5,8 milljónir að sigla með Tý og Ægi til Póllands til viðgerða, að sögn Guðmundar I. Guðmunssonar yfirlögfræðings ríkiskaupa. Segir hann að útreikningurinn komi frá Landhelgisgæslunni og sé byggð á reynslu hennar við siglingar úr landi. Innlent 13.10.2005 18:55
Ólafur nær yfirhöndinni í Keri Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hefur tryggt sér 56 prósenta hlut í Keri í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kjalar. Seljandi er Vogun sem er í eigu Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar. Ker er eignarhaldsfélag sem ræður för í Samskipum, olíufélaginu Essó og hefur ítök í KB banka. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:55
Mótmæltu handtöku arkitektúrnemans Um fimmtán manns mættu við Alþingishúsið síðdegis með trefla fyrir vitum sér og ljósmynduðu húsið og teiknuðu í gríð og erg. Þarna var um að ræða mótmæli vegna handtöku ítalska ferðamannsins sem lögregla hneppti í varðhald vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. Innlent 13.10.2005 18:55
Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. Erlent 13.10.2005 18:55
Færri veik börn til útlanda Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:55
Stolnum skóm dreift við leikskóla Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina. Innlent 13.10.2005 18:54
Meirihlutinn springur í annað sinn Meirihlutinn í bæjarstjórn Blönduóss er sprunginn. Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem mynda þarf nýjan meirihluta. Innlent 13.10.2005 18:54
Fundu barnaklám í áhlaupi Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi. Innlent 13.10.2005 18:54
Bráðveikt fólk á biðlistum Þess eru dæmi að fólk sem er á biðlistum eftir hjartaþræðingum hafi þurft að fara á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn sviðsstjóra á Landspítala. Yfir 200 manns eru á biðlista og biðin eftir þræðingu getur numið allt að fjórum mánuðum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:55
Slökkvilið berst við sinubruna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. Innlent 13.10.2005 18:54
180.000 íbúar Darfur hungurmorða Allt að 180.000 manns eru talin hafa dáið úr hungri og sjúkdómum í Darfur-héraðinu í Súdan síðastliðna átján mánuði. Erlent 13.10.2005 18:55
Segir EES-útboð hafa verið nauðsyn Ríkiskaupum bar að bjóða endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi út á Evrópsska efnahagssvæðinu og með því sparast rúmar sjö milljónir króna. Samningurinn við pólsku skipasmíðastöðina er bindandi og verður ekki rift án greiðslu skaðabóta, að sögn yfirlögfræðings Ríkiskaupa. Innlent 13.10.2005 18:54
Mikill uppgangur í Stykkishólmi Óvenjumikil gróska er í húsbyggingum í Stykkishólmi, svo mikil að elstu menn segjast ekki muna annað eins. Innlent 13.10.2005 18:55
Utanríkisráðherra taki af skarið Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:55
Jafnræði kynjanna í Mjóafirði Karlar og konur eru jafn mörg í Mjóafjarðarhreppi fyrir austan. Í hreppnum búa 38 manns, nítján karlar og nítján konur. Er með ólíkindum að kynjaskiptingin í heilu sveitarfélagi sé hnífjöfn, jafnvel þó sveitarfélagið sé fámennt. Innlent 13.10.2005 18:55
Aðildarviðræðum slegið á frest Allt benti til þess í gær, að Evrópusambandið ákveddi að slá því á frest að hefja aðildarviðræður við Króatíu. Erlent 13.10.2005 18:55
22 farast í fangauppreisn 22 fangar fórust í áhlaupi filippeysku lögreglunnar á fangelsi í Manila í gærmorgun en meðlimir í Abu Sayyaf, samtökum herskárra múslima, höfðu gert þar uppreisn og drepið þrjá fangaverði. Erlent 13.10.2005 18:55
Skorar á Hizbollah George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna. Erlent 13.10.2005 18:55
Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum "Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV. Innlent 15.3.2005 00:01