Fréttir Wolfowitz forseti Alþjóðabankans Bandaríkjastjórn tilnefndi hinn umdeilda Paul Wolfowitz sem forseta Alþjóðabankans nú fyrir stundu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var vegna tilnefningarinnar að Wolfowitz hafi alla þá reynslu sem þurfi til að stýra bankanum, auk þess sem persóna hans og framkoma sé hrein og bein. Erlent 13.10.2005 18:55 Stjórnlagaþingið kemur saman Stjórnlagaþing Íraka var sett í gær en þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem þjóðkjörið þing kemur saman eftir frjálsar kosningar. Erlent 13.10.2005 18:55 Yfirlýsing OPEC marklaus Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi. Erlent 13.10.2005 18:55 Ræða ekki kjarnorkuvopnaáætlunina Norður-Kóreustjórn þvertekur fyrir að setjast aftur að samningaborði sexveldanna svokölluðu til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Talsmenn ráðamanna í Norður-Kóreu segja viðræður útilokaðar fyrr en Bandaríkjamenn hætta að kalla landið útvörð harðstjórnar. Erlent 13.10.2005 18:55 Fær frelsi með íslensku ríkisfangi Japanar myndu veita Bobby Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang. Þetta sagði Masaharu Miura, yfirmaður útlendingaeftirlitsins í Japan, í morgun. Innlent 13.10.2005 18:55 Aðeins bráðabirgðalausn "Þó að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu tilbúnir að skrifa upp á þennan samning þá er mikil almenn óánægja með þessa niðurstöðu," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lúðvík er einn fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga en félagsmálaráðherra kynnir niðurstöður hennar á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:55 Rammaskipulag um slippsvæðið Byggð verður samfelld frá Ægisgarði að Grandagarði í Reykjavík, samkvæmt lokatillögu að nýju rammaskipulagi um Mýrargötu-slippsvæðið sem kynnt var í dag. Gert er ráð fyrir allt að 500 íbúðum og 15 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði. Innlent 13.10.2005 18:55 Nærri því að handsama bin Laden Pakistanar komust mjög nálægt því að handsama Osama bin Laden fyrir tíu mánuðum síðan, en nú vita þeir ekkert hvar hann er niðurkominn. Þetta sagði Pervez Musharraf, forseti Pakistans, í gær. Erlent 13.10.2005 18:55 Þrautaganga Fischers Allsherjarnefnd Alþingis hefur samþykkt að veita ríkisborgararétt til handa Fischer. Hér koma helstu punktar í baráttu Fischers fyrir frelsi. Innlent 13.10.2005 18:55 Aðildarviðræðunum frestað Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ákváðu á fundi sínum í Brussel í gær að fresta aðildarviðræðum við Króata um óákveðinn tíma en þær áttu að hefjast í dag. Erlent 13.10.2005 18:55 Flogið með forsetanum Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn auglýsir nú vikuferð til Kína þar sem flogið verður með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem fer þangað í opinbera heimsókn um miðjan maí. Innlent 13.10.2005 18:55 Málið rætt í allsherjarnefnd? Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. Innlent 13.10.2005 18:55 Hlýnandi veður og blautt færi Hlýnandi veðri er spáð um allt land eitthvað fram í næstu viku. Um helgina verður milt veður og hægur vindur. Því eru líkur á ágætis veðri en blautu færi fyrir skíðamenn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Innlent 13.10.2005 18:55 Jeríkó í höndum Palestínumanna Palestínumenn tóku í gær við stjórn borgarinnar Jeríkó á Vesturbakkanum. Borgin er sú fyrsta af fimm sem Ísraelar ráðgera að afhenda palestínskum embættismönnum. Erlent 13.10.2005 18:55 Varla fært fyrir Horn Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís. Innlent 13.10.2005 18:55 Fóstureyðingar orðnar kosningamál Umræða um fóstureyðingar er hafin í Bretlandi í aðdraganda kosninga eftir að Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði í viðtali við tímaritið <em>Cosmopolitan</em> að hann vildi banna fóstureyðingar eftir tuttugustu viku meðgöngu, en mörkin eru nú dregin við 24 vikur. Erlent 13.10.2005 18:55 Segja lögreglu hafa klúðrað málum Fangauppreisn á Filippseyjum lauk í nótt með því að lögregla réðst til atlögu og felldi 22 uppreisnarseggi, þar á meðal þrjá háttsetta meðlimi Abu Sayaf hryðjuverkahópsins. Sérfræðingar telja að lögreglan hafi klúðrað málunum og segja að hefnd sé óumflýjanleg. Erlent 13.10.2005 18:55 Engin sameining Oddviti Kjósarhrepps hefur lagt til við nefnd um sameiningu sveitarfélaga, að hætt verði við áform um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar. Innlent 13.10.2005 18:55 Mótmæltu afskiptum Bandaríkjanna Um þrjú þúsund námsmenn sem styðja Sýrlendinga komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon til þess að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af innanríkismálum, en Bandaríkjamenn hafa farið fyrir hópi þjóða sem þrýst hafa á Sýrlendinga að kalla herlið sitt og leyniþjónustu frá Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:55 Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið. Innlent 13.10.2005 18:55 Skrefi nær lýðræðinu Á meðan sjíar og Kúrdar reka smiðshöggið á myndun stjórnarmeirihluta tekur stjórnlagaþing Íraks til starfa í dag. Þegar hefur verið skipað í helstu valdastöður. Erlent 13.10.2005 18:55 Leita aftur ríkisborgararéttar Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Innlent 13.10.2005 18:54 Hafi veist að heiðri fréttamanna Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Innlent 15.3.2005 00:01 Um umsækjendurna Úr upplýsingum um umsækjendur sem Útvarpsráð byggði ákvörðun sína á. Innlent 15.3.2005 00:01 Rannsakar fjársvik á Ebay "Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. Innlent 13.10.2005 18:55 Telur fólk geta orðið 1000 ára Mun fólk geta orðið þúsund ára? Erfðafræðingur við Cambridge-háskóla fullyrðir að rannsóknir á stofnfrumum geri slíkt kleift. Hann nær þó ekki að sannfæra þá sem stunda slíkar rannsóknir hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:55 Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur. Innlent 13.10.2005 18:55 Forseta Kosovo sýnt banatilræði Sprengja sprakk nærri bifreið forseta Kosovo í Pristina, höfuðborg héraðsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og gluggar í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Forsetinn var á leið á fund með Javier Solana, yfirmanni utanríkismála Evrópusambandsins, þegar atburðurinn átti sér stað. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu. Erlent 13.10.2005 18:54 Fær ekki að koma til Íslands Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer skákmeistari fengi að fara til Íslands. Talsmaður japanska dómsmálaráðuneytisins lýsti þessu yfir við þingnefnd sem fjallaði um málið í gær að ósk eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði að ef Fischer yrði fluttur úr landi þá yrði hann sendur til Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 18:54 Felldu hugi saman eftir flóð Fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Í gær var gefið saman par á Indónesíu sem hittist í flóttamannabúðum í kjölfar hamfaranna í Asíu á annan í jólum. Þau Karmila Wati og Samsol Winda misstu bæði heimili sín í flóðunum og neyddust þess vegna til að hafast við í neyðarskýlum dagana eftir hamfarirnar. Erlent 13.10.2005 18:54 « ‹ ›
Wolfowitz forseti Alþjóðabankans Bandaríkjastjórn tilnefndi hinn umdeilda Paul Wolfowitz sem forseta Alþjóðabankans nú fyrir stundu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var vegna tilnefningarinnar að Wolfowitz hafi alla þá reynslu sem þurfi til að stýra bankanum, auk þess sem persóna hans og framkoma sé hrein og bein. Erlent 13.10.2005 18:55
Stjórnlagaþingið kemur saman Stjórnlagaþing Íraka var sett í gær en þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem þjóðkjörið þing kemur saman eftir frjálsar kosningar. Erlent 13.10.2005 18:55
Yfirlýsing OPEC marklaus Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi. Erlent 13.10.2005 18:55
Ræða ekki kjarnorkuvopnaáætlunina Norður-Kóreustjórn þvertekur fyrir að setjast aftur að samningaborði sexveldanna svokölluðu til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Talsmenn ráðamanna í Norður-Kóreu segja viðræður útilokaðar fyrr en Bandaríkjamenn hætta að kalla landið útvörð harðstjórnar. Erlent 13.10.2005 18:55
Fær frelsi með íslensku ríkisfangi Japanar myndu veita Bobby Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang. Þetta sagði Masaharu Miura, yfirmaður útlendingaeftirlitsins í Japan, í morgun. Innlent 13.10.2005 18:55
Aðeins bráðabirgðalausn "Þó að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu tilbúnir að skrifa upp á þennan samning þá er mikil almenn óánægja með þessa niðurstöðu," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lúðvík er einn fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga en félagsmálaráðherra kynnir niðurstöður hennar á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:55
Rammaskipulag um slippsvæðið Byggð verður samfelld frá Ægisgarði að Grandagarði í Reykjavík, samkvæmt lokatillögu að nýju rammaskipulagi um Mýrargötu-slippsvæðið sem kynnt var í dag. Gert er ráð fyrir allt að 500 íbúðum og 15 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði. Innlent 13.10.2005 18:55
Nærri því að handsama bin Laden Pakistanar komust mjög nálægt því að handsama Osama bin Laden fyrir tíu mánuðum síðan, en nú vita þeir ekkert hvar hann er niðurkominn. Þetta sagði Pervez Musharraf, forseti Pakistans, í gær. Erlent 13.10.2005 18:55
Þrautaganga Fischers Allsherjarnefnd Alþingis hefur samþykkt að veita ríkisborgararétt til handa Fischer. Hér koma helstu punktar í baráttu Fischers fyrir frelsi. Innlent 13.10.2005 18:55
Aðildarviðræðunum frestað Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ákváðu á fundi sínum í Brussel í gær að fresta aðildarviðræðum við Króata um óákveðinn tíma en þær áttu að hefjast í dag. Erlent 13.10.2005 18:55
Flogið með forsetanum Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn auglýsir nú vikuferð til Kína þar sem flogið verður með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem fer þangað í opinbera heimsókn um miðjan maí. Innlent 13.10.2005 18:55
Málið rætt í allsherjarnefnd? Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. Innlent 13.10.2005 18:55
Hlýnandi veður og blautt færi Hlýnandi veðri er spáð um allt land eitthvað fram í næstu viku. Um helgina verður milt veður og hægur vindur. Því eru líkur á ágætis veðri en blautu færi fyrir skíðamenn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Innlent 13.10.2005 18:55
Jeríkó í höndum Palestínumanna Palestínumenn tóku í gær við stjórn borgarinnar Jeríkó á Vesturbakkanum. Borgin er sú fyrsta af fimm sem Ísraelar ráðgera að afhenda palestínskum embættismönnum. Erlent 13.10.2005 18:55
Varla fært fyrir Horn Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís. Innlent 13.10.2005 18:55
Fóstureyðingar orðnar kosningamál Umræða um fóstureyðingar er hafin í Bretlandi í aðdraganda kosninga eftir að Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði í viðtali við tímaritið <em>Cosmopolitan</em> að hann vildi banna fóstureyðingar eftir tuttugustu viku meðgöngu, en mörkin eru nú dregin við 24 vikur. Erlent 13.10.2005 18:55
Segja lögreglu hafa klúðrað málum Fangauppreisn á Filippseyjum lauk í nótt með því að lögregla réðst til atlögu og felldi 22 uppreisnarseggi, þar á meðal þrjá háttsetta meðlimi Abu Sayaf hryðjuverkahópsins. Sérfræðingar telja að lögreglan hafi klúðrað málunum og segja að hefnd sé óumflýjanleg. Erlent 13.10.2005 18:55
Engin sameining Oddviti Kjósarhrepps hefur lagt til við nefnd um sameiningu sveitarfélaga, að hætt verði við áform um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar. Innlent 13.10.2005 18:55
Mótmæltu afskiptum Bandaríkjanna Um þrjú þúsund námsmenn sem styðja Sýrlendinga komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon til þess að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af innanríkismálum, en Bandaríkjamenn hafa farið fyrir hópi þjóða sem þrýst hafa á Sýrlendinga að kalla herlið sitt og leyniþjónustu frá Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:55
Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið. Innlent 13.10.2005 18:55
Skrefi nær lýðræðinu Á meðan sjíar og Kúrdar reka smiðshöggið á myndun stjórnarmeirihluta tekur stjórnlagaþing Íraks til starfa í dag. Þegar hefur verið skipað í helstu valdastöður. Erlent 13.10.2005 18:55
Leita aftur ríkisborgararéttar Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Innlent 13.10.2005 18:54
Hafi veist að heiðri fréttamanna Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Innlent 15.3.2005 00:01
Um umsækjendurna Úr upplýsingum um umsækjendur sem Útvarpsráð byggði ákvörðun sína á. Innlent 15.3.2005 00:01
Rannsakar fjársvik á Ebay "Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. Innlent 13.10.2005 18:55
Telur fólk geta orðið 1000 ára Mun fólk geta orðið þúsund ára? Erfðafræðingur við Cambridge-háskóla fullyrðir að rannsóknir á stofnfrumum geri slíkt kleift. Hann nær þó ekki að sannfæra þá sem stunda slíkar rannsóknir hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:55
Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur. Innlent 13.10.2005 18:55
Forseta Kosovo sýnt banatilræði Sprengja sprakk nærri bifreið forseta Kosovo í Pristina, höfuðborg héraðsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og gluggar í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Forsetinn var á leið á fund með Javier Solana, yfirmanni utanríkismála Evrópusambandsins, þegar atburðurinn átti sér stað. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu. Erlent 13.10.2005 18:54
Fær ekki að koma til Íslands Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer skákmeistari fengi að fara til Íslands. Talsmaður japanska dómsmálaráðuneytisins lýsti þessu yfir við þingnefnd sem fjallaði um málið í gær að ósk eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði að ef Fischer yrði fluttur úr landi þá yrði hann sendur til Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 18:54
Felldu hugi saman eftir flóð Fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Í gær var gefið saman par á Indónesíu sem hittist í flóttamannabúðum í kjölfar hamfaranna í Asíu á annan í jólum. Þau Karmila Wati og Samsol Winda misstu bæði heimili sín í flóðunum og neyddust þess vegna til að hafast við í neyðarskýlum dagana eftir hamfarirnar. Erlent 13.10.2005 18:54